Íslensk ríkistrú að hætti Kim Jong-Il

Samband ríkis og kirkjuÍ gær mættu nokkrir tugir Íslendinga á torgið fyrir framan Hallgrímskirkju og stóðu fyrir þeirri kröfu sinni að skilið verði á milli ríkis og kirkju. Því miður varð fundarfólki ekki að þeirri ósk sinni í þetta skiptið, en vaktin verður staðin reglulega í sumar og verður það vonandi til þess að þetta mál þokast aðeins áfram.

Meirihluti þjóðarinnar styður það að skilið verði á milli ríkis og kirkju skv. Gallup-könnun, en 74% þeirra sem tóku afstöðu eru þessu fylgjandi. Þetta er tímanna tákn, en trú er á hallandi fæti í nútíma þjóðfélagi þar sem upplýsingin þrífst betur.

Í grein á visir.is segir biskup að það sé ekkert til sem heiti algjör aðskilnaður á milli ríkis og kirkju. Það kemur auðvitað ekki á óvart að vel launaður ríkisstarfsmaðurinn skuli verja stöðu sína með kjafti og klóm, en vert er að skoða hvað hann segir í þessari grein. Þar talar hann t.d. um Norður-Kóreu og gefur bersýnilega lítið fyrir þeirra verklag í trúmálum, en hvað er gert hér á Íslandi árið 2010:

  • Nýfædd börn eru skráð í trúfélag móður
  • Ríkiskirkjan stundar ríkisstyrkt trúboð í leik- og grunnskólum
  • Ríkið rukkar inn klúbbgjöld fyrir trúfélög með sköttum

Þetta lítur út fyrir að vera eins Norður-Kóreskt og verið getur og væri Kim Jong-Il líklega bara stoltur af þessari skipan mála :) Ég veit ekki hvað stjórnvöld í Norður-Kóreu gætu gert meira fyrir ríkistrú, ef hún væri til þar á annað borð? Er hægt að gera mikið meira en að skrá börn í trúfélög án þeirra samþykkis? Eða þá að fara inn í leikskóla og boða þeim ríkistrú meðan þau geta ekki beitt gagnrýnni hugsun og valið fyrir sjálf sig það sem hentar þeim best? Er þetta ekki ríkisforsjá í anda Norður-Kóreu eins og hún gerist best (eða verst, líklega).

Biskup segir að trú og samfélag séu samofin. Hann hefur að hluta til rétt fyrir sér, en hann getur þess ekki að á undanförnum áratugum hafa þessi tengsl verið að rakna upp og er nú svo komið að þau vega ekki þungt. Ef svo fer fram sem horfir munu þau hverfa nær algjörlega, en það er hreinlega bara í takt við aukna upplýsingu og frjálsa hugsun. Hann vill að kirkjan sé sterk, en hún er bara ekki sterkari en sauðirnir sem henni fylgja; sauðunum sem hefur fækkað mikið undanfarið og fækkar stöðugt meira. Það sem biskup meinar, í raun, er að kirkjan er háð ríkinu um fjármuni enda ekki auðvelt að reka apparat sem sogar til sín 5-6 milljarða árlega. Þannig eru þræðirnir sem liggja á milli ríkis og kirkju mest fjárhagslegir, en hafa lítið með andlega næringu að gera.

Ég hef áður sagt að kirkjunni væri mestur greiði gerður með því að skera hana frá ríkinu. Þá finnst mér það líklegt að Jesúsi Jósepssyni myndi ekki lítast á það bákn sem nú bægslast um í samfélaginu og kostar 5-6 milljarða á krepputímum.

En hann upplifði reyndar aldrei þá sönnu gleði sem fylgir því að vera ríkisstarfsmaður í þjónustu Guðs :)

PS. Annars er þetta tal um ríki og kirkja hálfgert blaður, en nokkrir embættismenn viðhalda í raun þeirri tengingu með öllum ráðum. Það er tengingin á milli þjóðar og kirkju sem er málið, en hún er nær öll horfin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það að ég skuli styðja aðskilnað ríkis og kirkju hefur ekkert með trú mína að gera - ég er og verð trúaður.

Hinsvegar er ríkiskirkjan ( sem ég sagði mig úr á sínum tíma eftir deilur við vanhæfann biskup ) steinbarn sem á ekkert skylt við trú. Þetta er buisness - þægindastarf fólks sem gengur að launum sínum vísum - fólks sem í dag er ekkert endilega trúað þótt það starfi sem prestar - margt af þessu fólki er þrælvel gefið - hefði þessvegna getað farið í allt aðrar greinar -

Peningahyggja alltof margra presta er smánarblettur á kirkjunni - hvaða brauð gefur best ?

Sumir prestar - ef þeir færu í hefðbundin viðskipti - yrðu íllvígir og harðsnúnir á þeim vettvangi -

 Aðskilnað strax - en látið ógert að tala niðrandi um trúna - hún hefur ekkert með þetta að gera.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.6.2010 kl. 07:23

2 Smámynd: Arnar

En, í þetta er bara nákvæmlega eins í Norður Kóreu.

  • Börn eru skráð sjálfkrafa í kommúnistaflokkinn
  • Kommúnistaflokkurinn stundar ríkisstyrkt 'trúboð'
  • Og ríkið borgar útgjöld kommúnistaflokksins.

Annað nafn, sama rugl.

Arnar, 7.6.2010 kl. 10:02

3 identicon

Og hvað er að því???

Þið ættuð bara sjá blessuð börnin marsera í skólann á morgnana syngjandi og glöð og ef þið haldið að þetta sé sett upp fyrir túrista þá farið þið villur vega.

Kv.

Alli

Alli Dan 9.6.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband