Eru lesbíur betri foreldrar?

Lesbíur eru betri uppalendurTímaritið Time birti nýverið áhugaverða grein um könnun sem sýnir að börn sem alin eru upp af lesbíum virðast hafa betri sjálfsmynd, ganga betur í skóla og sýna betri hegðun. Í könnuninni er talað um börn sem alin eru upp af lesbíum í sambúð eða einhleypum, sem voru yfirlýstar lesbíur þegar þær undirgengust tæknifrjóvgunarmeðferð.

Þessi grein sýnir að gamlar kreddur um vægi þeirrar gamaldags fjölskyldumyndar sem ákveðnir þrýstihópar í þjóðfélaginu halda á lofti eiga ekki við rök að styðjast. Vissulega er gott fyrir börn að alast upp í fjölskyldu þar sem mamma og pabbi búa saman, en þessi rannsókn sýnir að það fjölskyldumynstur er ekki endilega það besta.

Í greininni kemur fram að 41% barnanna sem könnunin tók til sögðu frá því að þau hefðu glímt við stríðni, útskúfun og mismunun vegna fjölskylduaðstæðna sinna, sem er auðvitað tilkomið vegna fordóma og þröngsýni, en þrátt fyrir það voru þau í jafn góðu andlegu jafnvægi á sautjánda aldursári og jafnaldrar þeirra.

Ein skýringin á þessu er sú að lesbískar mæður virðast herða sig enn betur í uppeldinu vegna þeirra fordóma sem þær vita að börn þeirra munu verða fyrir. Þær verja meiri og betra tíma með börnum sínum og ræða betur við þau um margvísleg málefni, s.s. kynferðismál, fjölbreytileika í mannlífinu og umburðarlyndi.

Þetta sýnist mér vera skilaboðin sem fordóma- og kreddufulla fólkið ætti að taka til sín. Þetta fólk verður að sætta sig við að þeirra sýn á lífið og tilveruna er ekki endilega sú rétta. Nýir tímar og meiri upplýsing ættu að opna augu þessa fólks fyrir því að hugsanlega séu til aðrar og betri leiðir í mannlífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Hvað með einstæðar mæður / eistæða feður.

Hörður Einarsson, 9.6.2010 kl. 22:15

2 Smámynd: Óli Jón

Hörður: Könnunin tók bara til lesbískra mæðra sem annað hvort voru einhleypar eða í sambandi. Hún segir því ekkert um hvernig gagnkynhneigðir og einhleypir einstaklingar rækja foreldraskyldur sínar. Hins vegar efast ég ekki um að það fólk, svona upp til hópa, standi sig prýðilega.

Óli Jón, 10.6.2010 kl. 00:02

3 identicon

Ég get staðfest það að vinna með samkynhneigðum er öðru vísi en gagnkynhneigðra þar sem umhyggjugenið og samkennd er í fyrri hópnum en sundurlindi í þeim síðari og samkynhneigðir geta án efa verið fyrirtaks foreldrar ef ekki eru vimuefni á heimilinu sem ég held reyndar að sé sjaldgæft.

Þór Gunnlaugsson 20.6.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband