Ríkiskirkjan á fallandi fæti

Árlega setti ég inn svona færslur, en svo varð þetta hætt að vera spennandi þegar græna línan fór bara æ meira niður á við. Ef þróunin verður eins og hún virðist ætla að verða, þá munu skráðir félagar í Ríkiskjunni fara undir 50% af heildarfjölda íslensku þjóðarinnar inna 5-6 ára. Þá má ímynda sér að rétt sé að staldra við og íhuga yfirburða stöðu hennar í trúfélagaflórunni hérlendis með það að markmiði að gera breytingar sem eru í takt við þá afgerandi þróun sem grafið sýnir.

Rétt er að benda á að hér er talað um skráða félaga frekar en kristna Íslendinga því ekki er hægt að setja jafnarmerki á milli þess að vera skráður í Ríkiskirkjuna og þess að taka mark á því sem hún boðar og býður.

Góðar stundir.

rikiskirkjan 2023


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Núverandi Biskup er þjóðkirkjunni til óþurftar. Nenni ekki enn einu sinni að færa rök fyrir því, búinn að gera það oft á blogginu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 5.6.2023 kl. 16:00

2 identicon

Áhugaverðar tölur. Verst er að maður þarf að ánafna greiðslu í annað félag þegar maður skráir sig úr kirkjunni. Sé ekkert tiltekið held á að Háskóli Íslands fái peningana. Hvort þeim sé vel varið í þá stofnun er svo allt önnur Ella.

Því miður er Landsbjörg ekki þar á meðal en þangað vildi ég að peningarnir rynnu til. 

Helga Dögg Sverrisdóttir 5.6.2023 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband