Tæplega 97% hafna Kristilega þjóðarflokknum skv. könnun

Kristilegt framboð - 97% höfnunÍ nokkrar vikur hef ég kannað hug þjóðarinnar til væntanlegs framboðs Kristilega þjóðarflokksins og eru niðurstöðurnar þær að 96,5% þjóðarinnar telja ekki þörf á framlagi þessa flokks í stjórnmálaflóru hérlendis á meðan 3,5% telja að hann eigi erindi við þjóðina.

Þetta eru býsna magnaðar niðurstöður því forsvarsmenn Kristilega þjóðarflokksins hafa sagt mikla þörf fyrir flokkinn meðal þjóðarinnar, en skv. þessu bíður hún ekki beinlínis með öndina í hálsinum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að vinir þínir í "Vantrú" hafa verið dulegir í atkvæðagreiðslunni.

LS.

LS 13.12.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Óli Jón

Hvers vegna heldurðu það?

Óli Jón, 13.12.2009 kl. 11:45

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er þetta ekki bara eins manns flokkur?

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 12:37

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur hlýtur að taka mark á þessum niðurstöðum, enda tekur hann af einhverjum undarlegum ástæðum svona netkannanir alvarlega.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.12.2009 kl. 15:20

5 Smámynd: Óli Jón

Jóhanna: Ef marka má skiptingu á milli höfunda innleggja á bloggi Kristna þjóðarflokksins, þá virðist hann vera eins-manns-uppfærsla.

Hjalti: Nákvæmlega! Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu máli.

Óli Jón, 13.12.2009 kl. 15:39

6 identicon

"Big smoke no fire" sagði indíánahöfðinginn,

á íslensku er það hávaðasamt framboð, engin eftirspurn ;)

Ólafur í Hvarfi 13.12.2009 kl. 15:44

7 Smámynd: Óli Jón

Ég renndi í gegnum greinasafn Kristna þjóðarflokksins og taldi saman hvernig greinar, alls 178 talsins, skiptast þar á milli höfunda frá því að þeir sviptu af sér hulu nafnleysis. Eftirfarandi eru niðurstöður þessarar könnunar:

Jón Valur Jensson - 145 / 81,5%
Ómerktar - 17 / 9,5%
Eva S. Einarsdóttir - 15 / 8,4%
Guðsteinn Haukur Barkarson - 1 / 0,6%

Það er því ljóst að ekki er mikil breidd í liðsvali Kristna þjóðarflokksins.

Óli Jón, 13.12.2009 kl. 16:48

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona vinnur alvöru lýðræði, gott fólk. Allir sem áhuga hafa, hvað svo sem þau samtök kallast sem viðkomandi sameinast um, eiga fullan rétt á því að geta boðið fram krafta sína til landsstjórnarinnar. Njóti svo framboðið ekki nægs hlutfallsfylgis fyrir þingfulltrúa nær málið ekki lengra.

En eruð þið sátt við það að fjórflokkurinn geti varið stöðu sína gagnvart öllum nýjum stórnmálahreyfinum með 5% lágmarkinu?

Kolbrún Hilmars, 13.12.2009 kl. 18:56

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef það er niðurstaðan að Kristilegur Þjóðarflokkur sé með 3,5 % fylgi nú í skoðanakönnunum, þá er flokkurinn með Jón Val í fararbroddi öruggur inn á þing.Það hefur enginn flokkur sem hefur forystumenn sem hvorki eru þingmenn né ráðherrar, né hafi verið það, haft slíkt fylgi svo stuttu eftir stofnun og áður en nokkrar kosningar eru í augsýn,og á ég þá við hér á landi.Ég tel líklegt að flokkurinn fái minnst 10% í næstu kosnungum sérílagi ef séra Þórhallur Heimisson verður í forystu flokksins. 

Sigurgeir Jónsson, 13.12.2009 kl. 23:42

10 Smámynd: Óli Jón

Kolbrún: Ég er sammála þér. Aðstandendur Kristilega þjóðarflokksins eiga fullan rétt á því að bera fram sín mál. Það er síðan í höndum kjósenda að meta hvernig þeim tekst til á endanum.

Sigurgeir: Það væri sannarlega magnað að sjá Jón Val á þingi :) á því leikur enginn vafi.

Óli Jón, 13.12.2009 kl. 23:53

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Magnað að sjá jón val á þingi!       Enn þá mikilvægara að heyra í og vita af Jóni Vali á þingi.

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2009 kl. 01:05

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gvuði sé lof að þessi flokkur fær ekki mörg atkvæði

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.12.2009 kl. 03:00

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er ekki ósambærilegt við skoðanakönnun á fylgi framboða á bloggsíðunni minni.  Nú þegar 2.500 hafa tekið afstöðu hafa kristin stjórnmálasamtök fengið 2,9% atkvæða.  Ég tel það vera mjög gott, og góðan grunn til að vinna á.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.12.2009 kl. 10:04

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er merkilegt af Óla Jóni að tala hér um "Kristilega þjóðarflokkinn", þegar enginn flokkur er til með því nafni. 2,9% fylgi við Kristin stjórnmálasamtök á vefsíðu hins ágæta Axels Þórs (eins helzta frammámanns Samtaka fullveldissinna) segir þó sitt – jafnvel 4,8% jákvæð svör við spurningunni á vefsíðu Óla Jóns: "Er þörf á kristnum stjórnmálasamtökum?" (sem sé umbreytt frá því að hann birti þessa grein sína og talaði þar um 3,5%.)

Óli fær ekki að jafnaði marga lesendur (hann er núna í 173. sæti vinsældalista Moggabloggsins með 596 gesti síðustu 7 daga), en að honum safnast ýmsir sem aðhyllast trúleysi og róttækni, og er niðurstaðan sennilega eftir því.

Við, 12 manna hópur sem myndar Kristin stjórnmálasamtök, þurfum ekkert að kvarta yfir viðtökunum, sem komnar eru í ljós áður en við höfum kynnt okkur að ráði, t.d. höfum við ekki birt eina einustu blaðagrein ennþá!

Þá erum við með ENGAR TEKJUR, engin félagsgjöld ennþá né útgjöld, hvað þá heldur einhverja styrki úr ríkissjóði sem koma beint úr vösum almennings. Fjórflokkurinn hefur hins vegar fengið um 1,7 MILLJARÐA króna á hverju kjörtímabili í styrki til stjórnmálaflokka sinna og þingflokka! (fyrir utan laun þingmanna). Nú ætlar hann sér þó að lækka sjálfgefnu styrkina – ætlar að taka örlitlu (10%) minna af fólki en síðast, sbr. þessa grein mína: Hneykslanlegt fjárlagafrumvarp gefur stjórnmálaflokkunum 393 milljónir króna! (og það er bara árið 2010!). Þannig reynir hann að tryggja sér forskot á öll önnur stjórnmálaframboð, og hefur það sætt nokkurri gagnrýni, en í raun allt of lítilli, því að mörgum sést yfir áhrif þessa á stöðu kynningarmála og kosningaáróðurs.

En í 1. lagi er þetta brot gegn jafnræðisreglum, og í 2. lagi er þetta hneyksli á þeim fjárskortstímum sem við lifum nú á: það vantar meira en 100 MILLJARÐA upp á til að endar nái saman á fjárlögum næsta árs – samt er haldið áfram nauðungaráskrift þjóðarinnar að bæði hlutdrægu Ríkisútvarpi og Fjórflokknum blessuðum!

Endilega lítið sem oftast inn á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka og flettið þar í vefmöppum (efnisflokkum) okkar!

Þar komizt þið t.d. að raun um, að töluleg samantekt Óla Jóns hér ofar er óáreiðanleg – hann sleppir að nefna einn máttarstólpa samtakanna, Guðmund Pálsson lækni (K2), og mikilsvert framlag hans í greinarskrifum.

Jón Valur Jensson, 14.12.2009 kl. 11:29

15 identicon

Þar sem trúfrelsis gaurinn ég tók ekki þátt í þessari könnun þá falla samsæriskenningar JVJ um sjálfa sig og beint ofan í skurð.. sem er afar algengt þegar menn hlýta leiðsögn ímyndaðra vina ;)

DoctorE 14.12.2009 kl. 12:27

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér sýnist þessi könnun stórsigur fyrir Kristilega þjóðaflokkinn. Vantar aðeins 0,5% til að eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið yrði nú :)

Guðmundur St Ragnarsson, 14.12.2009 kl. 13:23

17 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Meinti Kristnu stjórnmálasamtökin að sjálfsögðu. Þú ert farinn að auglýsa fyrir samtökin Óli Jón og það ókeypis :)

Guðmundur St Ragnarsson, 14.12.2009 kl. 13:26

18 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Það er best að taka svar þitt eins og það kemur af kúnni.

Fyrsta málsgrein: Er eins og hún er og engu þarf að svara þar.

Önnur málsgrein: Þarna reynirðu að gera þér mat úr stöðu minni á vinsældalista blog.is, en þar sit ég í 173. sæti, einn vantrúarseggur sem hrópar í eyðimörkinni. Það sem þú lætur ósagt er að Kristin stjórnmálasamtök sitja nú í 81. sæti, en ekki með nema þrefaldar tölur í innlitum, flettingum og gestum pr. dag m.v. mig. Er það ekki hálf klént, fyrst þú færðir þetta í mál, að einn aumur vantrúarseggur skuli hafa þriðjungs fylgi á blogginu samanborið við heil stjórnmálasamtök sem þó telja 12 manns? Skv. einfaldri margföldun ættu þessi samtök að hafa tólffaldar mínar heimsóknartölur, en þær eru bara ekki til staðar. Þannig virðist vantrúin, eins og hún birtist í aumum mér, vera að trompa postullega skipuð Kristin stjórnmálasamtök. PS. Eru þetta ekki örugglega tólf karlar sem skipa postulahópinn? Konur geta ekki verið þar á meðal, er það?

PSS. Það er rétt að telja upp nokkra vefi sem trompa bæði mér og Kristnum stjórnmálasamtökum þegar kemur að vinsældum:

Skv. þínum eigin viðmiðum eru þessir vefir veigameiri en báðir okkar :)

Þriðja málsgrein: Getur verið að Kristin stjórnmálasamtök þurfi einmitt að kvarta yfir viðtökunum sé tekið mið af máli mínu hér að ofan? Þið hafið ekki nema þrefalt meira fylgi en aumur vantrúarseggurinn ég sem vermi sæti nr. 173 á blogginu, er það ásættanlegt?

Fjórða málsgrein: Af hverju ættu Kristin stjórnmálasamtök að fá styrki úr ríkissjóði? Nú veit ég að trúaðir eru vanir því að fá sporslur úr ríkissjóði, en þið eruð ekki til sem stjórnmálaflokkur ennþá? Hvaða fjárhæð ber Kristnum stjórnmálasamtökum að fá í styrk í dag? Þegar ég hef séð svar við þessari spurningu, þá mun ég kalla mig Vantrúuðu stjórnmálasamtökin og krefjast sömu upphæðar, það er bara sanngjarnt.

Fimmta málsgrein: Ég er alveg sammála þér að það er miklu ábótavant í forgangsröðun hjá ríkinu. Ég leyfi mér að benda á það að mun meiri fjármunir myndi losna ef trúin væri vanin af ríkisspenanum, en þar þykir henni reyndar afar gott að kúra :)

Sjötta málsgrein: Já, ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að líta inn á vef samtakanna. Lesningin þar er oft skondin og skemmtileg. Hins vegar er rétt að spara fólki smellina og vísa bara beint inn á vef þinn, en þar má finna öll stefnumál Kristinna stjórnmálasamtaka.

Sjöunda málsgrein: Skv. minni könnun, sem náði aftur til þess tíma þegar K-fólkið skreið undan hulu nafnleysis, hefur Guðmundur Pálsson ekki skrifað stafkrók á vef samtakanna. Hins vegar eru nokkrar ómerktar greinar þar inni og vera má að hann eigi þær. Þá er auðvitað mögulegt að mér hafi yfirsést einhverjar greinar merktar Guðmundi sem ég taldi sem ómerktar. En skv. minni litlu könnun er framlag Guðmundur rýrt á vefnum eftir að nafnleysis hulunni var af ykkur svipt.

Óli Jón, 14.12.2009 kl. 13:30

19 Smámynd: Óli Jón

Guðmundur: Ég auglýsi glaður fyrir Kristin stjórnmálasamtök, sér í lagi ef það sparar skattgreiðendum styrki til þeirra :)

Óli Jón, 14.12.2009 kl. 13:42

20 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Bezt er að slá á vefslóðina, sem fylgir þessu innleggi, Óli Jón, til að kynna sér stefnu samtakanna. Hafðu það svo alveg á hreinu, að við erum ekki að biðja um neina ríkisstyrki – til þess er innleggið hér ofar og greinin, sem er efst á vefsetrinu, ekki skrifuð!

En aðeins stutt innlegg í þetta sinn fyrir flýtis sakir:

Greinar Guðmundar Pálssonar eru allar merktar K2, en upplýst var um það á vefsíðunni 20. sept. sl. (sjá: Kristileg stjórnmálasamtök bera fram stefnu sína og munu fylgja henni eftir í vaxandi mæli), að hann hefur haft það auðkenni, en Eva S. Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, er K4 og ég, JVJ, er K1.

Um vinsældalistann gætum við rætt hér nokkuð, en vekja má athygli á því, að engin félagasamtök eru á núverandi topp-50-lista, nema Skák.is sé talið til samtaka. Kristin stjórnmálasamtök hafa oftar en einu sinni komizt á þann topplista, efst í 42. sæti. Við vorum 11. des. í 66. sæti (með 1.877 gesti 7 daga þar á undan) og höfum verið að síga niður siðan þá, enda birtust engir nýir pistlar á vefsíðunni í gær og fyrradag. En hafðu engar áhyggjur, við munum standa okkur og kynna síðuna enn betur!

Svo þakka ég vinsamleg innlegg hér á síðunni, t.d. frá Kolbrúnu, Sigurgeir, Helgu, Axel Þór og Guðmundi. – JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 14.12.2009 kl. 14:11

21 Smámynd: Offari

Ég var satt að segja á móti kristnum stjórnmálasamtökum í fyrstu en nú finnst mér hinsvegar vera enn meiri þörf fyrir að "Guð blessi Ísland" svo andstaða mín er í rénun.

Offari, 14.12.2009 kl. 17:50

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Aðeins fávísir reyna að spyrða saman stjórnmál og trúarbrögð.

Nitro og glusserín....og svo hrista!!!

Haraldur Davíðsson, 15.12.2009 kl. 00:47

23 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Er það reynslan, Haraldur, af kristilegu demókrataflokkunum í Þýzkalandi og á Ítalíu, í Hollandi og Suður-Ameríku, eða af kristilegum þjóðarflokkum á Norðurlöndunum?

Einhver hér sem hefur heyrt af hættulegri byltingarstarfsemi kristinna flokka?! – JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 15.12.2009 kl. 01:20

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hingað til hefur ekki þótt góðri lukku að stýra JVJ, að setja til valda einstaklinga eða flokka sem hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að sumir séu óæðri öðrum, að til séu "útvaldir". Svo má nú alveg nefna kaþólsku kirkjuna í þessu samhengi, saga hennar sem stjórnmálaafls, er nú ekki beint falleg, ekki síst með tilliti til afstöðu vatikansins til laga og réttar...er ekki vatikanið nýbúið að þrýsta því í gegn að ítölsk lög gildi ekki í vatikaninu? Er ekki búið að vera að fletta ofan af spillingu, barnaníði og ofbeldi til áratuga, af hálfu embættismanna kirkjunnar, sem var PÓLITÍSKT þaggað niður? Það er ekki eins og um einangruð tilvik sé að ræða, heldur hefur þetta viðgengist í skjóli yfirmanna kirkjunnar í mörgum löndum, í öllum heimsálfum nema kannski Suðurskautslandinu..

Svokallaðir kristilegir flokkar verða því miður ekki til á forsendum krists, heldur faríseanna.

Haraldur Davíðsson, 15.12.2009 kl. 01:54

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér lagði ég fram tvær spurningar um kristna stjórnmálaflokka kl. 1.20, og var önnur þeirra í a.m.k. fjórum liðum. Hvorugri spurningunni svarar Haraldur, heldur byrjar einhæfan flaum fullyrðinga, sem koma þessu máli ekkert við og eru í eftirafarandi atriðum rangar:

1) Kristnir flokkar hafa það alls ekki "á stefnuskrá sinni að sumir séu óæðri öðrum, að til séu "útvaldir"" í þjóðfélaginu, heldur er það grunntónn þeirra, að hver einstaklingur sé dýrmætur, skapaður í ímynd Guðs og til líkingar við hann, að við eigum ekki að fara í manngreinarálit og að menn eigin að njóta jafnræðis fyrir lögunum. "Okkur ber að virða alla menn, segir postulinn í Nýja testamentinu (I.Pét.2.17) – það er alveg undantekningalaust – og sýna öðrum kærleika," skrifaði ég áður á kaþólskri vefsíðu. – En ef litið er til kaþólskrar stjórnmálahugsunar (sem er grein af kaþólskri siðfræði), er bonum commune eða hin sameiginlega velferð, m.ö.o. almannahagur (ólíkt stétta- eða sérhagsmunum), frumskylda hvers þjóðfélags og ríkis.

2) Vatíkanið eða páfaríkið er sjálfstætt ríki, ekki hluti af lýðveldinu Ítalíu, ekki frekar en smáríkið San Marino.

Ef Haraldur vill ræða það, hvort "saga hennar [kaþólsku kirkjunnar] sem stjórnmálaafls" sé "falleg", þá er hann hér á villigötum. Kirkjan greinir skýrt á milli stjórnmála og trúmála, veraldlegs (þ.e. venjulegs) ríkis og kirkju; ríki heims eigi að fá að vera undir stjórn almennra borgara, ekki presta eða kirkju – kirkjan gerir hvergi tilkall til að stjórna neinu ríki, og Vatíkanið

með sína rúmlega 800 íbúa á 0,44 fkm (um 235.000 sinnum smærra en Ísland eða 623 sinnum smærra en hin byggða Reykjavík og 1765 sinnum smærra en lögsagnarumdæmið Reykjavík!) er þar eina undantekningin, en þjónar þeim tilgangi að gera alheimskirkjuna (sem um 1100 milljónir manna tilheyra nú) óháða ítalska ríkinu (sem um 60 milljónir manna tilheyra).

Kaþólska kirkjan viðurkennir það fúslega, að hvert ríki hafi sitt hlutverk, óháð kirkjunni, og eigi að stjórnast af sínum eigin tilgangi, þjóðinni eða samfélaginu til heilla í veraldlegum (jarðneskum) efnum. Haraldur myndi sjá margt mjög jákvætt samkvæmt sínum eigin forsendum, ef hann læsi t.d. hin þjóðfélagslegu umburðarbréf (social enzyklikur) páfanna allt frá Leó páfa við lok 19. aldar til Jóhannesar Páls II að minnsta kosti. Flest bera þau latnesk nöfn nema Mit brennender Sorge (sbr. örstutt HÉR í vefgrein: í 1. þætti: Kaþólsk verkalýðsstefna). Þótt þessi rit og fræði séu ekki partur af stefnumótun hinna íslenzku Kristnu stjórnmálasamtaka, vildi ég sem kaþólskur maður láta þessa getið hér vegna skrifa Haraldar.

En um írska þáttinn í hörmulegri kynferðis-misneytingu kirkjunnar manna (en sem betur fer mjög lítils hluta þeirra) ritaði ég 11. þessa mánaðar grein á Kirkju.net: Páfinn hneykslast að vonum á barnaníðingshætti prestahóps á Írlandi, og á eftir að skrifa ýtarlegar um þau mál. Það gefur að skilja, að Kristin stjórnmálasamtök munu aldrei verja slíka glæpi presta né annarra.

Jón Valur Jensson, 15.12.2009 kl. 02:54

26 identicon

Það eru nú ekki nema snargeggjaðir trúarnöttar sem vilja blanda saman trúarbrögðum og stjórnmálum... við skulum gera okkur grein fyrir því að hver sá sem kýs JVJ yfir sjálfa(n) sig er að kjósa mann sem telur sig vera að vinna fyrir ógurlega geimgaldrakarl... meintur geimgaldrakarl er með mútur í boði fyrir hvern þann sem leggst undir meinta bók hans... við sjáum öll í hendi okkar að ekki er gott að velja menn sem þiggja mútur, hvað þá mútur úr gamalli bók sem enginn veit hver skrifaði.
Við erum ekki bara að tala um mútuþægni Mr. JVJ heldur einnig um ofsahræðslu hans og félaga hans með að einhver galdrakarl muni buffa þá að eilífu ef þeir gera ekki eins og töfrabókin segir.
Útrásarvíkingar vs Útrásarjesúlingar... sagan hefur sýnt að útrásarjesúlingar eru með hættulegri mönnum sem hægt er að hugsa sér, óréttlætið ríkir þar á bæ samkvæmt mannkynssögunni.... enda dýrka þeir ímyndaðan fjöldamorðingja sem hatar konur.

DoctorE 15.12.2009 kl. 09:07

27 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Kristinn stjórnmálaflokkur gæti náð slatta af fylgji en sá flokkur verður að passa sig að verða ekki "single issue" flokkur , heldur verður hann að hafa skýra stefnu í innflytjendamálefnum,sköttum,heilbrigðismalefnum og slíku.

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.12.2009 kl. 15:46

28 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það var nýverið að ítalska þingið samþykkti að t.d hegningarlög nái ekki inn í vatikanið JVJ, hættu að þvæla endalaust með botnlausum vaðli um ekki neitt.

Og hvar spyrði ég "kristna" stjórnmálaflokka við hættulega byltingarstarfssemi?

Geturðu ekki haldið þig við það sem sagt er?

Meðan þú getur hvorki haft rétt eftir, né haldið þig frá endalausu þvaðri...

Kristnin hefur það nú aldeilis á stefnuskrá sinni að sumir séu "útvaldir" að þú skulir halda öðru fram er hjákátlegt....og barnaníðið átti sér svo sannarlega ekki aðeins stað á Írlandi JVJ, og alvarleika þess getur þú ekki falið með þvaðri....vatikanið, undir stjórn fyrrv. pápa, beitti sér af alefli við að fela viðbjóðinn....svo er sem mig minni að núverandi pápi sé nú eitthvað umdeildur fyrir harðlínustefnu sína...kaþólska kirkjan er einmitt gott dæmi um spillinguna sem verður til við að trúfélög fái pólitísk völd....

..afstaða margra trúbræðra þinna og þín eigin til t.d samkynhneigðra, múslima og allra þeirra sem ekki samþykkja þrönga og kreddufulla  skoðun ykkar á alheiminum og eilífðinni, á ekkert erindi í löggjafann og framkvæmdavaldið, enda er öll tenging stjórnmála við trúarbrögð skref aftur til myrkari tíma.

Haraldur Davíðsson, 15.12.2009 kl. 16:30

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur Davíðsson og gervidoktorinn eru báðir greinilega í miklu uppnámi. Haraldur fer enn rangt með, þegar hann hafnar þvi, að Vatíkanið er ríki með sína eigin stjórnskipan. Nenni ég ekki að elta ólar við vanþekkingu hans.

Vantrúaðir geta vel sniðgengið kristna flokka – er ekki sjálfsagt, að menn hafi valfrelsi hér á landi eins og í öðrum lýðræðisríkjum? Og hafa þeir kumpánar bent á einn einasta kristinn flokk á meginlandinu sem hafi verið til óþurftar í stað þess að vinna þjóð sinni gagn?

Kristnir flokkar hafa það ekki, mér vitanlega, á stefnuskrám sínum, að einhverjir séu útvaldir. Útvalning á trúarlegu sviði (t.d. Ísraelsþjóðarinnar að fornu, spámannanna í annarri merkingu, Maríu Guðsmóður í þeirri þriðju o.s.frv.) kemur ekkert inn á stefnu kristinna flokka, því að þeir eru að vinna að málum þjóðfélagsins, sem lýtur öðrum lögmálum en hið andlega ríki Guðs.

Ég ætla ekki að standa í deilu við það, sem Harald minnir eða hvort páfinn sé umdeildur, það kemur kristnum stjórnmálaflokkum ekki við og heldur ekki Kristnum stjórnmálasamtökum.

Lokaklausa hans er einfaldlega yfirlýsing, manifesto hins trúlausa, en hefur ekkert með það að gera að kanna og kynna sér gagnsemina af kristnum stjórnmálaflokkum í veröldinni.

Jón Valur Jensson, 15.12.2009 kl. 18:26

30 identicon

Þar sem JVJ telur að páfinn sé óskeikull.. þá gæti páfinn sagt JVJ að best væri fyrir ísland að ganga í Vatíkanið.. og JVJ myndi gera það algerlega án þjóðaratkvæðagreiðslu... selja okkur öll undir kræstslave að eilífu hellelúja :)

DoctorE 15.12.2009 kl. 21:42

31 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er akkúrat engin gagnsemi í kristilegum stjórnmálaflokkum, ógagn er hinsvegar talsvert, og hættu nú að gera fólki upp allan fjandann JVJ, þú fullyrðir til skiptis að ég sé trúlaus eða trúaður, getur þér til um skapgerð og eðli fólks sem þú hefur aldrei hitt.

Spámaður ertu enginn, og því síður sjáandi, en þú kannt að þvaðra og þvæla í kringum hlutina, réttlætandi ríkismorð og andskotinn veit hvað og hvað...en kannski ertu einmitt efni í gamaldags gerspilltan og narssísiskan stjórnmálamann... en kirkjan þín verður seint þvegin af sorablönduðum pólitískum trúarhrokanum og sálarmorðum síðustu áratuga.

Haraldur Davíðsson, 15.12.2009 kl. 22:01

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt hjá gervidoktornum! Því hefur aldrei verið haldið fram í kirkjunni, að páfinn sé óskeikull í hverju sem er, t.d. málefnum jarðneskrar ríkja og þjóðaréttar.

Haraldur heldur áfram að geta ekki séð ljósið, en að blóta kann hann og brúkar það óspart. – Hitt er í sjálfu sér auðvelt að tala illa og alhæfandi um kristna stjórnmálaflokka, þegar menn nenna ekki að kynna sér þá. Svo þætti mér vænt um að mega rökræða hér við síðuhöfund fremur en að standa í stappi við óupplýsta, illmálga gesti hans.

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 03:21

33 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það mætti kannski benda fólki á að CDU/CSU (Kristilegir demókratar/Kristilegir sósíalistar) er stærsta kosningabandalag Þýskalands og CDU er flokkur Merkel kanslara.

Kristnir stjórnmálaflokkar hafa verið mikilvægir í flestum löndum Evrópu þótt þeir séu sjaldan með þeim stærstu.  Stundum eru kristnir stjórnmálahópar aðildarfélög að stærri stjórnmálasamtökum, t.d. kristilegir sósíalistar í Bretlandi, en þeir eru aðilar að verkamannaflokkinum og kom Tony Blair úr kristilega armi verkamannaflokksins.

Wikipedia geymir ágætt yfirlit yfir kristin stjórnmál, og þau eru lítið lík því sem íslendingar vilja halda, nema í BNA...

Axel Þór Kolbeinsson, 16.12.2009 kl. 08:56

34 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Blóta ég óspart?

Illmálga?

Óupplýsta?

Rökræða?

JVJ, og maður rökræðir ekki við já-sveina sína eða hvað? Hefur merking orðsins "rökræður" breyst í "preaching to the choir"?

Það er nú ekki beinlínis sannleiksástin sem dregur þig áfram í forarvilpu fordæminga og kredda...heldur sama aflið og ávallt...sjálfsþóknunin.

Hræsnari.

Haraldur Davíðsson, 16.12.2009 kl. 09:23

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur, ég man í fljótu bragði ekki eftir neinum sem jafnast á við þig á vefsíðum nú orðið með jafnmikið fordæmingarraus á vörunum ... eða í tölvuputtunum.

Þakka þér, Axel Þór, fyrir ágæta ábendingu þína. Ennfremur má vísa á ýtarlega yfirlitssíðu um þetta á vef Kristinna stjórnmálasamtaka: Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu, sbr. aðra nýlega grein þar: Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu – en ekki hér? Þá eru þar ennfremur greinar sem koma inn á þau áhyggju- eða andstöðuefni, sem eru að veltast fyrir sumum sem sjá því allt til foráttu, að hér verði til kristinn stjórnmálaflokkur. Meðal þeirra greina eru: Nýja Ísland má ekki verða án kristilegs flokks (29.8. 2009) og Hvers vegna á kristinn stjórnmálaflokkur ekki erindi hingað? (22.2. 2009) og að endingu þessi: Mótbárum gegn kristnum stjórnmálaflokki svarað, 1 (15.4. 2009; höfundurinn K1 er ég).

En ég er handviss um, að þetta nægir ekki Óla Jóni og Haraldi og skoðanasystkinum þeirra. En er það ekki bara af því, að val þeirra er annað? Og eiga ekki allir rétt á sínu vali?

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 10:35

36 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nei, félagasamtök byggð á kreddum, fordæmingu, bannfæringum og mismunun vegna allskyns ástæðna, svosem kyns, kynhneigðar, trúar...eiga alls ekkert erindi að löggjöf og framkvæmdavaldi JVJ, og mér er nokk sama um hvort ég fer í taugarnar á þér, en vita máttu kallinn, að samtök þín (kaþólska kirkjan) eru með þeim blóðugri og fordómafyllstu sem í boði eru, og í raun ertu aðeins steinsnar frá vinum þínum gyðingunum í afturhaldssemi og kredduskap.

Þegar einhver eins og þú, sem hefur lýst því yfir t.d. að sumir séu réttdræpir, vilja komast til valda, þá þarf að standa í vegi fyrir því.

Kredduskapur og mannfyrirlitning á ekkert erindi að stjórnvöl þjóðar....ekki frekar en ofsatrúarfólk yfirleitt, hvort sem það tilheyrir islam, vatikani eða lúter....

...ofstæki þitt og félaga þinna í ofsatrúar-ruglinu, er trúnni til skammar, blettur á kærleiksboðskapnum og ekki til neins fallið annars en að eyðileggja það góða í boðskapnum, og hampa gamla testamenti sem orði guðs....auga fyrir auga, það aðhyllist þú JVJ...sem fylgismaður dauðarefsinga, og spennandi er að vita hvort það er ekki einmitt draumurinn þinn...að vera innan um tóma blindingja svo lýsingar þínar á umhverfinu séu þær einu sem í boði eru. Það myndi kæta þitt hola hjarta ekki satt?

Haraldur Davíðsson, 16.12.2009 kl. 11:20

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Haraldur Davíðsson heldur uppteknum hætti, í sama skapinu, en ég hef ekki ráðið hann sem minn kynningarfulltrúa, og hann fer hér alls ekki rétt með viðhorf mín í málum né um viðhorf mín til Heilagrar ritningar, enda væri fáum eins illa treystandi til þess eins og þessum nokkuð augljósa hatursmanni mínum. Hvet ég menn frekar til að slaka á í þessum hamagangi og kynna sér málefnalega umfjöllun á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka, ma. hér í þessum handhægu yfirlitum, sem komin er þar á spássíuna:

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 12:13

38 identicon

Okkur ber samt að þakka JVJ fyrir að kynna fyrir fólki hvað kristni er... kexrugluð skáldsaga samin af páfum og klerkum hans... við erum að tala um að ~2000 ár af ritstjórn á þessari bók sem JVJ kallar "heilaga ritningu", hefur engu skilað nema bulli og vitleysu... bulli og vitleysu sem eingöngu er hægt að viðhalda með ritskoðun, þvingunum og stríðum...

JVJ kippir rosalega mikið í kristna ritskoðunargírinn, hann bannar öllum sem eru ekki sammála honum að gera athugasemdir við sitt blogg, hann kemur inn á önnur blogg og heimtar hreinlega ritskoðun á alla sem taka ekki undir með kexrugluðu bókinni hans og söguhetju hennar, hinum ímyndaða fjöldamorðingja í geimnum sem elskar alla sem elska hann fyrst...

Fjandinn hafið það, ætli JVJ tali okkur ekki inn í ESB líka.. :)

DoctorE 16.12.2009 kl. 14:50

39 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hahahahaha...herr Doktor, það væri eftir öllu...

Haraldur Davíðsson, 16.12.2009 kl. 15:08

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á hverjum degi og enn í dag og í gær getur gervidoktorinn eins og allir aðrir séð (þ.e.a.s. ef hann er ekki blindur), að menn, sem eru ósammála mér (svo sem Helgi Hrafn og Anna Sigríður þessa tvo daga) og andmæla eindregið mínum viðhorfum, fá alveg að skrifa á mínar vefsíður og síðan fengið málefnaleg svör frá mér eða öðrum og svo aftur svarað á móti.

Gervidoktorinn getur ekki miðað við guðlastara eins og sjálfan sig og aðra grófa hallmælendur kristinnar trúar, sem ekki fá að skrifa á vefsíðu mína, enda neyddist ég til þess að marggefnu tilefni að setja þar ákveðna skilmála innleggja, sem útiloka þvílíka lastmælendur sem spilla og halda aftur af umræðu betur siðaðs fólks, sem vill ekki fá á sig háðsglósur og særandi móðganir um trú sína.

Ef gervidoktorinn feimni vildi í alvöru ná til kristinna manna og örva þá til að leggja aldrei kristnum stjórnmálaflokki lið, þá hefur hann örugglega valið til þess vitlausustu leiðina sem honum stóð til boða, eins og sést á næstsíðustu setningu hans í þessu innleggi kl. 14:50!

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 16:29

41 identicon

Frekar kýs ég vinstri Græna eða sjálfstæðisflokkinn eða eitthvað annað bull en þennan kristlinga flokk sem á ekkert erindi í stjórnmál.

Gunnar 24.12.2009 kl. 15:32

42 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig stendur á því, að Óli Jón hefur tekið niður skoðanakönnun sína um kristin stjórnmálasamtök og þörfina á þeim hérlendis? Þar voru já-svörin komin upp í 6–7% eða meira, en samt lét hann fyrirsögnina 'Tæplega 97% hafna Kristilega þjóðarflokknum skv. könnun' standa uppi óbreytta dögum og vikum saman og gerir enn! Heldur Óli Jón, að lesendur vefsíðunnar fylgist ekki með? Ef hann reynir að þræta fyrir orð mín, getur hann sett könnunina sjálfa aftur í birtingu, þá sést, hvernig ástandið er í henni! En þetta er ekki hetjulegt af þér, Óli Jón, að birta hér stöðuna eins og hún var 13. desember á þinni vefsíðu, sem vinstrimenn, aðrir róttæklingar og trúleysingjar sóttu einkum, áður en menn fóru að taka eftir þessum uppslætti þínum á blog.is og hlutföllin þar með að breytast. Áttir þú ekki að vera svo mikill princípmaður um skoðanakannanir?!

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 13:55

43 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ææææ...eru þá ekki nema 93% andvíg flokknum þínum JVJ?

Þetta breytir auðvitað öllu....

Haraldur Davíðsson, 27.12.2009 kl. 15:15

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað hyggurðu marga andvíga Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Vinstri grænum, Samfylkingunni!! Þessi skoðanakönnun var svo gerð í hagstæðu umhverfi fyrir Óla Jón, látin malla hér lengi og höfða til róttæklinganna sem helzt lásu hann, en um leið og aðrir fóru að taka þátt í henni, breyttust hlutföllin fljótt, og þá var úrslitaráðið að taka hana úr sambandi og falsa niðurstöður hennar eftir á!

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 15:23

45 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón, ertu að segja okkur að það sé ekkert að marka svona netkannanir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2009 kl. 15:27

46 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Hversu marktækar og áreiðanlegar telur þú þessar netkannanir á t.d. vef Útvarps Sögu og hér á blog.is? Ég skil glaður endurbirta mína könnun í nokkra daga þegar þú hefur svarað þeirri spurningu.

Óli Jón, 5.1.2010 kl. 16:10

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loksins svararðu! Skammastu þín ekki, Óli Jón, fyrir þessa fölsun á niðurstöðu skoðanakönnunar þinnar? Af hverju breytirðu ekki titli greinarinnar eða birtir nýja í samræmi við niðurstöðuna?

Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 16:17

48 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Já, já ... ég skammast mín mikið.

En svaraðu spurningunni um hversu marktækar og áreiðanlegar þú telur svona netkannanir vera! Mér sýnist á öllu að þú teljir þær óskeikular, en leiðréttu mig endilega ef svo er ekki.

Óli Jón, 5.1.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband