Rúmlega 400 manns segja sig úr Ríkiskirkjunni

Þetta hlýtur að vera forstjórum Ríkiskirkjunnar mikið áhyggjuefni því svona fréttir hafa sést reglulega á þriggja mánaða fresti í fjölmiðlum um langt árabil. Hún rétt nær að halda sjó hvað fjölda sauða varðar þrátt fyrir töluverða fjölgun Íslendinga á tímabilinu og þrátt fyrir að nýfæddu Guðsblessuðu börnin eru langlanglangflest vélskráð í hana við fæðingu. Sérhver þenkjandi maður sér það í hendi sér að ríkisskráning hvítvoðunga er það eina sem heldur einhverju lífi í sauðatali Ríkiskirkjunnar og skal því engan undra að Ríkiskirkjan stendur grimman vörð um þessa vélskráningu, enda er hún líklega algjörlega í samræmi við það sem Jesús Jósepsson lagði fyrir á sínum tíma.

En þetta þokast í rétta átt, hægt og bítandi :)


mbl.is Nærri fimm hundruð úr Þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Tómasson

Var að renna yfir greinatitlana á blogginu þínu og sé að þú ert trúaður maður í meira lagi, sennilega sá trúaðasti hér inni sem ég hef lesið eitthvað eftir. Þetta er meira minna allt um trúmál hjá þér. Mundu bara að hver og einn gerir það sem hann eða hún telur að sé rétt. Sumir fara í kikju af því að þeim finnst gaman af kirkjutónlist og söng, aðrir vegna trúarinnar og enn aðrir að fylgja maka sínum. Sumt af þessu fólki ber virðingu fyrir því að aðrir hafi þörf fyrir þetta en flestir hafa skilning á því að það eru sumir sem vilja ekkert með trú að gera. Af hverju þarf að lítillækka þá sem fara í kirkju, vilja fá nýja textamentið eða skrá sig í kirjuna. sumir skrá sig úr þjóðkirkjunni til að skrá sig í aðra trúarsöfnuði eða í ekki neitt. Er ekki þetta þeirra mál og þeirra trú eða ekki trú? Ertu að leggja fólk í einelti af þvi það hefur ekki sömu trú og þú?

Brynjólfur Tómasson, 11.7.2014 kl. 22:04

2 identicon

Greinarhöfundur er greinilega iila innréttaður mannhatari eins og skrifin bera með sér, alla leið á meðan hann veltir sér í skítnum. Litli gölturinn hann Óli :)

Bjôrn 12.7.2014 kl. 10:59

3 Smámynd: Mofi

Er þetta eftir mikla rannsókn á því sem Kristur kenndi að þú kemst að þeirri niðurstöðu að þessi vélskráning sé í samræmi við hans kenningar? Eða er þetta kaldhæðni?

Mofi, 12.7.2014 kl. 12:28

4 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Óli Jón.

Ég vil góðfúslega benda þér á, að Lútersk-Evangelíska kirkjan er Þjóðkirkja Íslands.  Á Íslandi er engin Ríkiskirkja.  Þetta vita nú flestir.

Kristján Þorgeir Magnússon, 12.7.2014 kl. 14:49

5 Smámynd: Óli Jón

Brynjólfur: Það er enginn að lítillækka fólk sem vill fara í kirkju eða fá Nýja testamentið nema helst Ríkiskirkjan með öllu sínu tuði og vælugangi. Ég geri hins vegar athugasemdir við alla þá meðgjöf sem Ríkiskirkjan þarf til þess að rétt ná að halda sjó í starfsemi sinni. Það er meðgjöf að ríkisrukka félagsgjöldin og þjónusta sem stendur engum öðrum félagasamtökum til boða. Það er meðgjöf að skrá nýfædd börn í félagatal trúarsamtaka og þjónusta sem engum öðrum félagasamtökum stendur til boða. Það er meðgjöf þegar agentar Ríkiskirkjunnar hafa í tíðina fengið að boða smábörnum í yngstu bekkjum grunnskóla trú á meðan öðrum félagasamtökum stendur ekki til boða að kynna þjónustu sína þar.

Bjôrn: Það er skýrasta tákn raka- og ráðþurrðar þegar hjólað er í manninn en ekki málefnið. Máské getur þú ekki myndað þér skoðun á því sem um er rætt, en altént bætirðu litlu við með svona snilld :)

Mofi: Ég hefði líklega átt að setja <kaldhæðni></kaldhæðni> tögin utan um þetta, en ég var einmitt að leggja áherslu á það að vélskráning smábarna í trúfélög er líklega ekki í samræmi við kenningar Biblíunnar. Skondið hefði reyndar verið ef einhver mótmælenda minna hefði tekið undir þessa &#39;skoðun&#39; mína, en úr því varð ekki :)

Kristján: Á meðan Þjóðkirkjan nýtur allrar þeirrar meðgjafar sem upp er talin hér ofar auk margvíslegs annars stuðnings getur hún ekki talist annað en Ríkiskirkja.

Óli Jón, 12.7.2014 kl. 16:08

6 Smámynd: Mofi

Óli Jón, hlaut að vera :)

Mofi, 12.7.2014 kl. 17:06

7 identicon

Það er til tvenns konar fólk í þessum heimi. Fólk sem stendur fyrir eitthvað, lifir fyrir eitthvað, trúir á eitthvað, er eitthvað og leggur sitt af mörkum við að efla það sem þeirra eigið er. Hin manngerðin er þeir sem standa ekki fyrir neitt, lifa ekki fyrir neitt, trúa ekki á neitt, eru ekki neitt og leggja sitt af mörkum við að hæða/draga úr/rífa niður/skemma/stela því sem annarra er. Það er spennandi og áhugavert líf að lifa fyrir eitthvað. Það er rót alls sem er að mannkyninu að hafa hjá sér sérstaka þörf fyrir að vera á móti einhverjum eða einhverju og án þessarar djúpstæðu þarfar sem hrjáir frumstæðari hluta mannkynsins væru engin stríð og engar deilur.

Villutrúarmaður 13.7.2014 kl. 17:48

8 identicon

Við höfum öll tvö valkosti í lífinu.

Leyfðu öðrum að lifa í friði með sitt og vertu boðberi friðar og siðmenningar.

Skiptu þér endalaust af því sem annarra er og vertu dómari og sérfræðingur um málefni sem koma þér ekki við og hafðu óhóflegan áhuga á einkamálum annarra og vertu gamaldags frumstæðingur og boðberi áframhaldandi stríðs í heiminum. Finndu eitthvað að lifa fyrir sjálfur og láttu áhugamál og tilfinningalíf annarra í friði og sýndu virðingu og afskiptaleysi um það sem ekki er þitt mál.

Villutrúarmaður 13.7.2014 kl. 17:51

9 Smámynd: Reputo

Villutrúarmaður, þegar ég þarf að greiða fyrir þitt áhugamál verður það mitt mál. Þá hef ég fullan og óskoraðan rétt til að segja nákvæmlega það sem mér finnst um það og peninga austrið sem fer í það, sem kemur m.a. úr mínum vasa. Það væri t.d. hægt að lækka tekjuskatt á einstaklinga um tæp 5% ef ríkiskirkjan yrði tekin af spenanum. Á ég bara ekki að skipta mér af því, afþví að ég trú ekki á himnadrauginn þinn? Ég held að þú vitir bara ekkert um hvernig málum er háttað og hversu mikla forgjöf frá skattgreiðendum eitt ákveðið trúfélag fær.

Sýndu fólki þá virðingu að greiða sjálfur fyrir þín áhugamál.

Reputo, 18.8.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband