Rangur maður á sakamannabekk

Þessi yfirheyrsla var löngu tímabær og illt er að höfuðpaurinn sjálfur, Ratzinger páfi, hafði náð að læðast burt af sviðinu því hans sök er mikil í þessu máli. Vonandi verður kauði kallaður fyrir nefndina og látin standa skil á ljótum gjörðum sínum! Þá er ljóst að í tíð forvera Ratzinger áttu sér stóð vond myrkraverk, en sá kall er nú horfinn og mun því ekki þurfa að sitja á sakamannabekk.
mbl.is „Ekkert umburðarlyndi“ segir páfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... höfuðpaurinn sjálfur" -- voru ekki gerendurnir syndsamlegir prestar sem brutu lög kirkjunnar og svikust um í starfi sínu?

Þér veitist auðvelt að senda hér ásakanir út og suður að þínum upptekna hætti, enda var þér þegar meinilla við kirkju og kristindóm af allt öðrum ástæðum en þessum.

Franz páfi hefur staðið sig vel í þessum málum og ljóst að þau mega ekki vera alfarið afgreidd innan kirkjunnar og agakerfis hennar.

Hins vegar hefur þetta því miður líka orðið átylla rangra ásakana (hlutfallslega mjög fárra?) til að hafa stórfé út úr kirkjunni; en fari öll þessi mál fyrir veraldlega dómstóla, er ljóst, að þar gilda almennt strangari sönnunarkröfur en svo, að allar ásakanir í þessum efnum verði úrskurðaðar réttar. Þar að auki eru sum kæruefnin (klapp og káf og þul.) ekki nærri eins alvarleg og beint samræði, hvað þá nauðgun.

Jón Valur Jensson, 17.1.2014 kl. 09:13

2 identicon

JVJ að verja þessa barnaníðingakirkju og páfann sem útbjó reglur til að fela þessa níðingspresta, færa þá á milli sókna þar sem þeir níddust á og nauðguðu enn fleiri börnum!
Takið líka eftir því að guð þessarar kirkju gerði ekkert, horfði bara á umboðsmenn sína nauðga börnum yfir áratugi/aldir eins og hver annar barnaníðingur á netinu.

Disclaimer
Guð er ekki til!!! Ef hann væri til þá er hann augljóslega ekki verðugur tilbeiðslu.. eh

DoctorE 17.1.2014 kl. 10:53

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð skapaði þann heim og það skipulag að í mannheimi ríkir frelsi viljans. Þar með GETA illæðismenn yfirleitt breytt illa, bæði með morðum, svikum, ofbeldi, lygum o.s.frv. En allir slíkir fá sinn dóm að lokum, nema þeir iðrist af hjarta. Og það vita allir trúaðir, að sú iðrun þarf að vera sönn og frá hjarta og henni að fylgja umbreytt hugsun og líferni. En til alls þess hjálpar Guð þeim, sem biðja hann þess. Hann veitir líka iðulega bænheyrslu um vernd og blessun í líf manna.

Kaþólska kirkjan er 1100 milljóna manna samfélag sem gerir gríðarmikið fyrir mannúð og mannkærleika með starfsmönnum sínum og þeim trúuðu, sem fara að hvatningum hennar í hverri guðsþjónustu, og hún verðskuldar engan veginn hatursyfirlýsingar gervidoktorsins sem horfir jafnan á kirkjuna og Krist sjálfan með neikvæðum augum, alhæfandi einföldun og illum hug út frá sínum eigin fordómum.

Jón Valur Jensson, 17.1.2014 kl. 11:46

4 identicon

Þar sem þessi guð á að vita allt, þá skapaði hann þessa presta vitandi það að þeir myndu níðast á börnum, hann skapaði Hitler, Stalín og alla aðra algerrlega vitandi það að þessir menn voru geðveikir og myndu orsaka ´ómælda þjáningu.
Ef þessi guð er til, þá er hann sekur, hann er sá sem hannaði, hann ber ábyrgðina.. hann vissi áður en hann hannaði og skapaði hvernig allt myndi fara.. en eins og hver annar blábjáni, þá skellir hann skuldinni á alla aðra, tekur enga ábyrgð sjálfur, heldur fórnar sjálfum sér til sjálfs sín í fáránlegu mannfórnarplotti með hótunum um pyntingar að eilífu ef menn leggjast ekki undir hann.

Ég segi það og skrifa, menn þurfa að vera ansi tæpir til að leggja trú á svona fáránleika.. tæpir,hræddir,heilaþvegnir.. Kaþólska kirkjan/kristni/trúarbrögð(hjátrú) er krabbamein á mannkyni, hefur alltaf verið það og mun alltaf vera það!

DoctorE 17.1.2014 kl. 12:11

5 Smámynd: Óli Jón

Benedikt XVI

Jón Valur: Árið 2001 skrifaði Ratzinger, þá ekki orðinn páfi, bréf til kaþólskra biskupa út um allan heim þar sem hann skipaði svo fyrir að allar rannsóknir á barnaníði innan kirkjunnar skyldu fara fram í kyrrþey og að öllum sönnunargögnum yrði haldið leyndum í 10 á EFTIR að fórnarlambið næði fullorðinsaldri. Þetta illræmda bréf, sem ber yfirskriftina De delictis gravioribus sem merkir Um verri glæpi eða syndir, skrifaði Ratzinger með alla sína vitsmuni í fullkomnu lagi á þeim tíma sem hann var, að þinni eigin sögn, einn af allra snjöllustu sonum þessa heims. Á þessum tíma var hann forstjóri í þeirri stofnun innan kaþólsku kirkjunnar sem tók við af Rannsóknarréttinum alræmda og er talið að hann hafi þá verið valdamesti maður kirkjunnar, enda var Jóhannes Páll páfi orðinn elliær og því gat Ratzinger farið nákvæmlega sínu fram eins og honum hentaði best.

Það er því dagljóst að Ratzinger páfi er sakamaður í þessu máli. Hann er jafn sekur þeim sem nauðguðu börnum og, eins og þú orðar það svo nærgætnislega, höfðu í frammi 'klapp og káf og þukl'. Ábyrgð hans er í raun fullkomin því í stað þess að skrifa yfirhylmingarbréfið hefði hann getað sent beina tilskipun til biskupa um að henda út öllum prestum sem grunaðir væru um nauðgun og 'klapp og káf og þukl' og fyrirskipað án nokkurra tvímæla að þeir yrðu allir kærðir umsvifalaust til lögreglu. Það gerði hann ekki og því á hann stærstu sökina í málinu.

Illt er til þess að hugsa að þessi erkiþrjótur skuli nú fá að lifa út sína æfi í fallegu rauðu skónum sínum, algjörlega laus undan allri ábyrgð í þessu máli sem er svo ógeðslegt að engu tali tekur. Margra áratuga yfirhylmingar, hrókeringar á barnaníðingum, gríðarlegur fjöldi saklausra barna sem báru ekki sitt barr eftir 'klappið og káfið og þuklið'. Þetta hefði Ratzinger páfi getað byrjað að laga, bæði sem Rannsóknarréttarforstjóri og hins vegar sem páfi.

Hann kaus að gera það ekki, ergó, hann er sekari en Belsebúbb sjálfur!

PS. Hér eru tenglar í nokkrar greinar um Ratzinger og meinta snilligáfu hans.

Það væri hægt að halda lengi áfram, en þetta er nóg í bili.

Óli Jón, 17.1.2014 kl. 13:39

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Smá-aths. fyrst:

Ég skrifaði ekki 'klapp og káf og þukl', heldur '... þul.", þ.e.a.s. þvíumlíkt.

Jón Valur Jensson, 17.1.2014 kl. 17:29

7 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Fyrirgefðu þessa villu mína. Þetta breytir auðvitað öllu og gerir þetta blak þitt af kaþólskunni ólíkt virðingarverðara og betra ... eða þannig! En getum við verið sammála um að 'þukl' geti ekki auðveldlega fallið undir 'þvíumlíkt' eða viltu undanskilja það alveg?

Óli Jón, 17.1.2014 kl. 17:34

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var ekkert að reyna neitt með þessari ábendingu minni annað en að þessi skammstöfun mín yrði rétt skilin.

Einn tengill þinn í svari þínu hér á undan (sá 2. af 6) vísar á umræðu hjá þér haustið 2008. Þar er m.a. innlegg frá einum trúbróður mínum, og ég held að hann liðrétti þar rangtúlkun þína á því, þegar kardínálinn Ratzinger minnti og hnykkti aftur á De delictis gravioribus, en svona er sá kafli í innleggi trúbróður míns:

"

Þú býður mér að velja úr fimm setningum sem ég telji lítt ígrunduð ummæli um Benedikt páfa. Þó að ég hafi ekki átt við neina þeirra þegar ég kallaði ummæli þín um páfann lítt ígrunduð eins og kemur fram hér að ofan þá held ég að ég skrifi aðeins um þriðju setninguna, þ.e. þessa:
"í bréfinu áminnti Ratzinger biskupa um að þagga niður mál er vörðuðu afar alvarlegar syndir' (e. 'very grave sins'), t.d. barnaníð"
Ég ákvað að kanna þetta mál og í ljós kom að bréfið frá 2001 var ítrekun og nánari útfærsla á reglum frá 1962: Crimen sollicitationis þar sem segir að:

"It repeated the rule that any Catholic who failed for over a month to denounce a priest who had made such advances in connection with confession was automatically excommunicated and could be absolved only after actually denouncing the priest or at least promising seriously to do so."[1]

Þessar reglur frá 1962 kváðu á um að sérhver kaþólskur maður væri skyldugur til að tilkynna vitneskju um barnaníð, m.ö.o sá sem ekki tilkynnti kirkjunni vitnesku sína um barnaníð væri sjálfkrafa settur út af sakramenti en yrði leystur úr því banni ef hann ljóstraði upp um prestinn eða lofaði að gera það. Árétting Ratzingers frá 2001 gengur út á að halda leynd yfir þessum málum og að þeim skuli vísað til Stjórnardeildar trúarkenninga í Páfagarði, en ég trúi ekki að það hafi verið gert til að þagga þau niður heldur hlýt ég að ætla að það hafi verið gert til að tryggja að um málin yrði fjallað en ekki að þau yrðu þögguð niður. Ég geri ráð fyrir að þeir starfsmenn lögreglunnar sem um svona mál fjalla gæti samskonar leyndar m.a. til að gæta hagsmuna brotaþola. Tilgangur Ratzingers er greinilega sá að koma í veg fyrir að prestar leggi stund á þessa viðurstyggilegu glæpi því í bréfinu segir:
"Through this letter, sent by mandate of the supreme pontiff to all the bishops of the Catholic Church, to superiors general of clerical religious institutes of pontifical right and clerical societies of apostolic life of pontifical right, and to other interested ordinaries and hierarchs, it is hoped not only that more grave delicts will be entirely avoided, but especially that ordinaries and hierarchs have solicitous pastoral care to look after the holiness of the clergy and the faithful even through necessary sanctions."[2] (leturbr. RGB)
Síðan má auðvitað hafa ýmsar skoðanir á því hvort þetta bréf var heppilegt eða hvort það er heppilegt yfirleitt að kirkjan áskilji sér dómsvald í svona málum. Þó hún byggi á hefð um dómsvald í eigin málum þá hallast ég að því að hún ætti ekki að leggja áherslu á að hún dæmi sjálf í neinum málum sem saknæm geta verið gagnvart landslögum. Ég held að það væri einmitt heppilegast fyrir hana að vísa svona málum strax til barnaverndaryfirvalda sem og lögreglunnar, m.a. og fyrst og fremst til að tryggja skjóta málsmeðferð, hagsmuni brotaþola og til að flækjast ekki of mikið í þau. Maður sér líka afleiðingarnar en þær hafa verið hörð viðbrögð í þá veru á þá veru að tilgangurinn hafi verið að þagga brotin niður, en það verður þó að viðurkennast að slíkar grunsemdir eru ekki fráleitar eftir bitura reynslu síðustu áratuga af yfirhylmingum og tilfærslum presta. Persónulega tel ég að sú ákvörðun páfans að leyfa dvöl Bernard Law kardínála í Páfagarði sé mistök. Law hefði frekar átt að halda áfram dvöl sinni í Bandaríkjunum og klára sín mál þar.

 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 15.10.2008 kl. 21:48

"

Jón Valur Jensson, 17.1.2014 kl. 17:44

9 identicon

Sæll Óli!

Ekki vil ég gera þér það upp að þú vísvitandi
sniðgangir þá köldu staðreynd að gerendur og þolendur
eru sjaldnast skotnir í 1. þætti.

Húsari. 17.1.2014 kl. 17:44

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo mættirðu kannski leiða hugann að því, Óli Jón, að Benedikt páfi svipti 400 presta hempunni á tveggja ára tímabili. En það hentar kannski ekki einhæfum rökum þínum.

http://www.cbc.ca/news/world/pope-benedict-defrocked-400-priests-in-2-years-document-reveals-1.2500967

Jón Valur Jensson, 17.1.2014 kl. 21:57

11 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Þetta gerðist árin 2011 og 2012. Hvað með öll árin á undan þegar hann var í lykilstöðu sem forstjóri Rannsóknarréttarins til þess að taka á þessum málum, en fyrirskipaði þess í stað leynd og þöggun? Þessi aðgerð Ratzinger páfa minnir helst á mink í gildru sem á engan kost annan en að naga af sér löppina til þess að sleppa. Of lítið, of seint mynd einhver segja.

Það þarf ekki að koma á óvart að þú, í allri þinni lítilþægni, skulir gera þér þetta að góðu. Við hin, sem erum ekki hokin og buguð af sektarkennd gagnvart ósýnilega kallinum, væntum meira en þetta.

Hvað varðar skrif Ragnars félaga þíns, þá er einfalt að svara honum með því að það er á engan hátt eðlilegt að kirkjan taki sér dómsvald í málum níðingspresta. Hún átti alltaf að tilkynna þessa menn til lögmætra yfirvalda, en kaus að gera það ekki. Þess vegna er hún öll samsek sem gerandi í öllum níðingsmálum sem þögguð voru niður. Það trónir átrúnaðargoð þitt, Ratzinger páfi, efstur á lista.

Óli Jón, 18.1.2014 kl. 02:21

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Húsarinn talaði hér um "þá köldu staðreynd að gerendur og þolendur eru sjaldnast skotnir í 1. þætti." -- Skildirðu ekki, hvað hann var að fara, Óli Jón?

Að það hafi tekið tíma að rannsaka og vinna úr þessum málum, bæði meðal kirkjulegra yfirvalda og lögreglu/dómsmálayfirvalda veraldlega valdsins, þýðir ekki sjálfkrafa, að þau hafi verið þögguð niður.

Ég er mjög ánægður með stefnu Franz páfa í þessum málum: "Ekkert umburðarlyndi" gagnvart barnagirnd og kynferðisbrotamálum meðal presta.

En umburðarlyndi gagnvart þessum málum fór einmitt saman við líberalískar hræringar innan kirkjunnar eða meðal sumra presta á 6. og einkum 7. áratugnum og lengur. Nú er hins vegar reynt að greina þessa hluti snemma og stöðva prestsefni, sem eru þessa hugar, frá því að halda áfram í prestaskólum og fá vígslu. Jóhannes Páll II og Ratzinger / Benedikt XVI voru einmitt afgerandi í upptöku þeirrar hreinsunarstefnu í biskupsdæmum kirkjunnar.

Jón Valur Jensson, 18.1.2014 kl. 02:47

13 identicon

Það er bara fáránlegt að koma með svona rugl JVJ, Ratzinger var leiðandi í því að fela þessa níðinga áratugum saman, hann hélt áfram á sömu braut þegar hann var gerður að páfa.. svo þegar þessi mál komast upp þá fer hann í að svipta brotabrot af þessum prestum hempunni.. til þess eins að reyna að bjarga sínu eigin skinni.
Kirkjan sá sjálf að þessi maður yrði að fara, hann er stórglæpamaður; velur nýjan páfa, sem er eitthvað að reyna að bjarga málum, nota bene, með því að fara ókaþólskar leiðir

DoctorE 18.1.2014 kl. 12:11

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð þín eru hér einskis verð, gervidoktor, sem bisar við það í skrifum þínum árum saman að hatast og agnúast út í kirkjur, trú, Biblíuna og Guð sjálfan.

En almenn orð, eins og þínar alhæfingar eru, hafa ekkert vægi, enda ekkert tilgreint nákvæmlega af neinum sökum í neinum einstökum málum.

"Ef þessi guð er til, þá er hann sekur, hann er sá sem hannaði, hann ber ábyrgðina... [þ.e.a.s. á manneskjum sem sjálfar kjósa að breyta glæpsamlega og gegn vilja Guðs! -- innskot JVJ.] hann vissi áður en hann hannaði og skapaði hvernig allt myndi fara.. en [....] þá skellir hann skuldinni á alla aðra, tekur enga ábyrgð sjálfur, heldur fórnar sjálfum sér til sjálfs sín í fáránlegu mannfórnarplotti," skrifaðir þú í innleggi þínu fnæsandi hér í gær kl. 12:11.

En þú ásakar þann Krist, sem eins og prestur minn orðaði það sl. sunnudag, "gerist ábyrgðarmaður fyrir allar syndir ... og tekur þær á sjálfan sig."

Þótt þér þyki ásakanir þínar við hæfi um þennan Krist, vittu samt, að hann er fús til að láta fórn sína einnig ÞÉR í té, þér til nýs lífs og lífernis og til að temja tungu þína og hugsun við það, sem gott er og sæmandi.

Jón Valur Jensson, 18.1.2014 kl. 13:59

15 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Er þá einhver von til þess að Ratzinger páfi verði leiddur fram sem höfuðgerandi í þessu máli? Dreginn inn á sviðið í fallegu rauðu skónum sínum, æpandi og skrækjandi? Aumur þrjótur sem fórnar nokkrum peðum áður en hann lyppaðist út af sjónarsviðinu á flótta lyddunnar undan ljótri fortíð? Nota bene, þetta eru peð sem hann hafði líklega áður haldið styrkri verndarhönd yfir sem yfirmaður Rannsóknarréttarins og svo páfi. Mikil er mildi hins alvitra og óskeikula Ratzinger páfa.

Francis páfi virðist um margt ágætur þótt hann geti vissulega bætt sig á nokkrum sviðum. Forverar hans, hins vegar, eru á fullu samsekir í öllum þeim glæpum sem agentar kaþólsku kirkjunnar frömdu í þeirra embættismanna- og páfatíð. Ætli Jesús Jósepsson sé ánægður með dagsverk þessara óskeikulu sona sinna!

Óli Jón, 18.1.2014 kl. 14:00

16 identicon

Léleg hönnun JVJ og þar að auki skildi guð Adam og Evu eftir í aldingarðinum með svona gildru, vitandi vits að hönnunin hans myndi falla vegna þess að þessi sköpun hans hafði ekki forsendur til að vita að þarna væri verið að plata þau og það myndi kosta hörmungar fyrir milljarða.
Guð hinn alvitri vissi að sköpunarverkið hans myndi ekki standast kröfur hans,  hann vissi að hann þyrfti að fara í fjöldamorð á næstum öllum lífverum á jörðinni, vitandi það að fjöldamorðin myndu engu skila.. Ekkert í biblíunni gengur upp, nema kannski ef þú horfir á hana og guð hennar sömu augum og aðra geðveika harðstjóra mannkynssögunnar, að göldrum undanslepptum.
Þessi guð og galdrabókin eru hreint hlægilega fáránleg, enda hefur það sýnt sig að helsti "óvinur" hjátrúar er einmitt menntun og upplýsing, helsta gróðrarstía trúar er fáfræði og eymd

DoctorE 18.1.2014 kl. 14:40

17 identicon

Sæll Óli.

Fróðlegt væri að sjá spjall sem bæri yfirskriftina
Íslam - Ísland þegar þetta er á enda; spjall um
Múhameð, múhameðstrú og Kóraninn.
Er það mögulegt, Óli?

Húsari. 18.1.2014 kl. 18:14

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Josef Ratzinger (Benedikt XVI) er EKKI gerandi í þessu máli, Óli Jón.

Gerendurnir eru prestar sem voru með kynferðisega áreitni, allt frá ósæmilegu káfi til nauðgunar, gagnvart ungmennum, aðallega strákum (Why on Earth?).

Þú hefur reynt að koma hér sök á Ratzinger, en virðist ekki sanna neinar persónulegar ávirðingar hans í einstökum málum í þessu sambandi (og hefur engin viðhlítandi svör við ábendingum Ragnars Geirs né innleggi mínu kl. 21:57 í gær*), og þá er þeim mun fráleitara að gefa hér út einhverja alhæfandi áfellisdóma um hann. Og kirkjan hefur um allar aldir haft sína dómstóla í eigin málum, þannig að "sökin" sú arna er ekki Benedikts páfa.

PS: Húsari, Óli Jón er æstur vinstri maður, og þeir eru flestir í e.k. meðvirkni-bandalagi með múslimum og "frjálsum" innflutningi þeirra. Vænztu því ekki mikils af honum í þessu efni. Hann er þeim mun iðnari við kolann að klína sökum á kristna menn.

* Óli Jón lætur sem uppsagnir presta eigi aðeins við um árin 2011 og 2012, en getur samt líka lesið um árin á undan á vefsíðunni sem ég vísaði þarna á.

Jón Valur Jensson, 18.1.2014 kl. 20:44

19 identicon

Sæll Jón.

  Þú átt við eins konar hræðslubandalag þar
sem valdið er þess konar að menn telja hag
sínum best borgið með því að bugta sig og beygja fyrir
því og hreyta þá væntanlega ekki ónotum í gesti sína eins
og hér er gert; fjötrar og helsi taka við af sjálfupphöfnu og
agalausu frelsi.

Þessi orð urðu fleyg 1968:

Samvizkan er það vald sem frjálsbornir menn hlíta.

 Þakka þér fyrir ábendinguna, Jón, en beiðni mín var sett fram til
að leiða í ljós þennan reginmun sem er á málflutningi manna þegar
kristni er rædd eða múhameðstrú.

Húsari. 18.1.2014 kl. 23:51

20 identicon

JVJ virðist ekki skilja það að yfirhylming með þessum níðingum er glæpur; og þar með hefur hann stigið ofan í sömu holu og aðrir kaþólikkar sem með hegðun sinni og afneitun létu þetta viðgangast svo lengi.. jafnvel enn þann dag í dag!

Íslam er ekkert skárra Húsari, þetta er allt saman sama ruglið, eina sem aðskilur eru einstaka nöfn, annars er þetta sama trú að stóru leiti, samskonar hryllingur og sami hræðilegi guð sameinar þetta allt saman

DoctorE 19.1.2014 kl. 10:43

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það yfirhylming að svipta seka presta kjóli og kalli og fela veraldlegum yfirvöldum að dæma þá?

En húsari, já, það er kannski réttara að tala um hræðslubandalag heldur en meðvirknibandalag með múslimum.

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 13:00

22 identicon

Láttu nú ekki svona JVJ, það má öllum vera það ljóst, það er til óhemju mikið af gögnum sem tengja ekki bara Ratzinger við yfirhylmingu, heldur líka fyrirrennara hans á páfastóli.  Þeir báðir vissu vel að níðingar voru innan þeirra raða alveg upp í topp í Vatikaninu, hvorugur þeirra gerði nokkuð í málinu nema það eitt að fela þá... og núna er þú JVJ sjálfur að reyna að fela þessi óhugnalegu mál þar sem ótal börnum var nauðgað og misþyrmt af mönnum undir verndarvæng páfa/vatíkansins.

DoctorE 19.1.2014 kl. 13:17

23 identicon

DoctorE, farðu í bað.

Serious 19.1.2014 kl. 18:45

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig "má öllum vera það ljóst", gervidoktor? Eru allir með gögn um það?

Ef þú ert með þau, af hverju sýnirðu þau ekki til sönnunar? Og þá á ég ekki við vefsíður með almennri, stórfelldri, alhæfandi dómsáfellingu einhverra kirkjuandstæðinga eins og þín, heldur raunveruleg gögn um einstök mál hvert af öðru og hvernig í hverju máli lá.

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 19:38

25 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur: Hér er skýrt dæmi um markvissa yfirhylmingu Ratzinger páfa í bréfi sem hann skrifar vegna níðingsprestsins Stephens Kiesle, en í því segir hann m.a. eftirfarandi:

This court, although it regards the arguments presented in favour of removal in this case to be of grave significance, nevertheless deems it necessary to consider the good of the Universal Church together with that of the petitioner, and it is also unable to make light of the detriment that granting the dispensation can provoke with the community of Christ's faithful, particularly regarding the young age of the petitioner.
Þarna segir Ratzinger, í lauslegri þýðingu, að þrátt fyrir að rökin fyrir brottvikningu prestsins séu mjög veigamikil, þá verði að huga að hagsmunum kaþólsku kirkjunnar og vega þá með hagsmunum beiðanda (þess sem óskaði eftir brottvikningu Kiesle). Þá talar hann um að brottvikningin muni hafa mikil áhrif á trygga sauði Jesúss og tilgreinir sérstaklega ungan aldur beiðandans í því samhengi.

Nú veit ég að þú munt reyna að snúa Ratzinger út úr þessu máli með einhverju töfratrixi. En þetta bréf, sem er undirritað með eigin hendi hins ofursnjalla Ratzinger, er skýrt dæmi um þöggunar- og yfirhylmingartilburði hans. Þú tiltekur að Ratzinger hafi fórnað nokkrum peðum á taflborði geistlegra stjórnmála, en lætur alfarið hjá líða að tilgreina að þær léttvægu hreinsanir hófust seint og illa og ekki fyrr en hinn óskeikuli Ratzinger sá að sundin færu að lokast nokkru áður en hann lagði á lyddulegan flótta úr embætti páfa á prjáli skrýddur í fallegu rauðu skónum sínum. Áður en þær komu til hylmdi Ratzinger yfir með níðingsprestum með virkum hætti og einbeittum vilja til þess að setja hagsmuni kaþólsku kirkjunnar ofar hagsmunum þolenda, jafnvel þótt þeir væru mjög ungir sbr. bréfið sem vitnað er í hér ofar.

Vesalings þú að hafa bundið trúss þitt við þetta allt saman, en enn aumari ertu fyrir að geta ekki horfst í augu við ljótan sannleikann og viðurkennt hann eins og hann er. En þú vilt bersýnilega framar öllu og umfram allt tilheyra risavaxna sauðahópnum, þér er bersýnilega þægð í fjöldanum frekar en einhverju öðru. Þú um það.

Óli Jón, 19.1.2014 kl. 20:22

26 identicon

Sæll Óli.

Ég gef mér að kórrétt sé tilvitnað vegna þess að mér finnst það
líklegt út frá texta.

Áður en lengra er haldið vil ég vekja sérstaka athygli
á því sem stendur á fyrri spjallþráðum á bloggi þessu
og þá sér í lagi á skrif T sem bendir á að Bendedikt páfi XVI
hafi af eigin frumkvæði lýst yfir skeikulleika sínum:
Eins og T bendir svo réttilega á þá eru það tímamót
og hvörf slík að ekki verður tilbaka snúið.

Ef rýnt er í textann gefur hann til kynna að páfi telji
bakland sitt ótraust. Yfirlýsingin bendir eindregið til þess
að verið sé að vinna tíma til að geta tekið á þessu máli.

Mér finnst þessi skilningur geti farið nærri því sem rétt er
þegar haft er í huga nýlegar fréttir af brottvikningu 400
presta, þeir opinberlega sviptir kjóli og kalli.
Skilaboðin eru skýr þótt þeir hefðu verið 1000:
Innan kaþólsku kirkjunnar er ósómi þessi ekki liðinn.
Á samri stundu virðist einnig hafa orðið til eindreginn
ásetningur og skipulag að nokkru um að koma til móts
við þolendur.

Eins og ég benti fyrr á með heldur óhefluðum hætti þá
var unnið að þessum málum af fullum krafti af hendi
Benedikts páfa XVI og hann fór fram þegar færi gafst
gegn þeim sem svo herfilega höfðu brugðist
trausti og skyldum.

Ég held að greining T á valdastrúktúr kirkjunnar geti verið
réttur enda fæ ég ekki betur séð en Franz I byggi starf sitt
á því sem þegar hefur verið gert; haldi áfram
þar sem frá var horfið. 

Húsari. 19.1.2014 kl. 22:09

27 identicon

Gögnin eru aðgengileg öllum á netinu JVJ, ég er viss um að þú hefur lesið eitthvað af þeim, þetta hefur líka verið í fréttum árum saman, ótal heimildarmyndir verið gerðar.


En það er gott að fólk sjái afneitun þína, það fær enn fleiri til að hugsa sinn gang!

DoctorE 19.1.2014 kl. 23:21

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gervidoktor, þetta sýnir að þú ert slappari en Óli Jón í öflun skýrra gagna.

Fráleitt er að ég "reyn[i] að snúa Ratzinger út úr" neinu sem hann kann að hafa gert af sér í sínu fyrra embætti; en þessi Kiesle-mál voru sannarlega alvarleg. Sé bréfið áreiðanlegt, sem BBC vísar til og birtir mynd af undirskrift Ratzingers þar, þá virðist það bera með sér annarlegt sjónarmið hans, en um leið það álit, að ekki megi afgreiða málið of hratt án nánari rannsóknar; aðeins því síðastnefnda getur maður verið sammála, þótt ekki megi taka nokkur/mörg ár í slíka rannsókn.

Þetta var þó aðeins eitt gagn sem virtist styðja staðhæfingar um þöggun hjá Ratzinger kardínála. Áttu fleiri, Óli Jón?

Húsari, óskeikulleiki páfa kemur þessum málum ekkert við. Hann á aðeins við um hátíðlegar, opinberar yfirlýsingar (úrskurði) páfa um trúarkenninguna eða siðferðiskenningu kirkjunnar, og til eru aðeins tvö dæmi um slíkar yfirlýsingar páfa frá miðri 29. öld og allt til okkar daga.

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 23:51

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

....frá miðri 19. öld og allt til okkar daga.

átti að standa þarna.

Jón Valur Jensson, 19.1.2014 kl. 23:52

30 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Það verður ekki dregið í efa að Ratzinger lufsaðist til þess, seint og um síðir, að henda níðingsprestum úr kirkjunni. Umkvörtunarefni mitt er að hann gerði þetta of seint og í raun það seint að nokkuð ljóst má telja að Ratzinger taldi sig vera kominn upp að vegg í málinu eftir margra ára hylmingar yfir vondu fólki. Löngu áður en hann varð páfi hafði hann fullt vald til þess að bregðast við öllum þessum málum sem komu inn á borð til hans, en svo virðist sem hann hafi kosið að taka hagsmuni kirkjunnar fram yfir hagsmuni barnanna sem voru fórnarlömb níðinganna sem skákuðu í skjóli kirkjunnar, í því skjóli sem Ratzinger bjó til fyrir þau. Jóhannes Páll páfi var elliær í mörg ár og jafnvel áður en það gerðist átti Ratzinger traust hans. Ratzinger hefði því auðveldlega getað farið sínu fram fyrir hönd fórnarlamba kaþólsku kirkjunnar fyrir og eftir elliglöp sitjandi páfa ... en gerði það ekki. Hann vann fyrir kirkjuna alla tíð, ekki börnin sem hún særði holundarsárum.

Jón Valur óskar eftir fleiri dæmum, en ekki virðist nægja honum að sjá bréfið sem Ratzinger skrifaði öllum biskupum árið 2001 í hverju hann skipaði svo fyrir að öll mál er vörðuðu níðingspresta skyldu hulin fyllstu leynd. Hann var bersýnilega þeirra skoðunar að kaþólska kirkjan lyti ekki lögum manna, heldur gæti hún sjálf vélað um sín eigin mál með sínum hætti í myrkri leyndar og þöggunar. Venjuleg úrlausn kaþólsku kirkjunnar, sú er Ratzinger virðist hafa hugnast því ekki stöðvaði hann hana, var að færa níðingana til þegar brjóta fór á þeim á einum stað. Þeir féllu iðulega fljótt í sama farið. Ekki virðist heldur nægja Jóni Val að sjá bréfið sem ég vísa í hér ofar þar sem Ratzinger leggur að biskupi að vega hag kirkjunnar á móti hag ungs drengs sem prestur hafði nauðgað. Það er lítill sómi að slíku og þá sér í lagi þegar um er að ræða einn allra snjallast mann heims ... að mati Jóns Vals.

Ég bendi því á brot úr myndinni Mea Maxima Culpa: Silence in the House of God þar sem fram kemur að Ratzinger hafi vitað um ógeðsleg brot gagnvart heyrnarlausum drengjum, en kosið að gera ekkert. Ég veit ekki hversu mikið þarf að bera á borð fyrir bugaðan kaþólikkann sem heldur dauðahaldi í falsmynd af kirkju sem er löngu fallin og er nú ómerk og nær dauða.

PS. Allir sem geta ættu að horfa á myndina Mea Maxima Culpa í heild sinni. Hún lýsir atburðarás sem í gegnum tíðina hefur verið of algeng í kaþólsku kirkjunni og er síður en svo einstök. Þessi mynd er ömurlegur táradalur sem særir beint inn að beini alla aðra en þá sem halda dauðahaldi í grotnandi kaþólska kirkju!

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 00:20

31 Smámynd: Óli Jón

Rétt er að benda á annan kafla í myndinni Mea Maxima Culpa í hverjum farið er stuttlega yfir afskipti Ratzinger af níðingsmálum innan kaþólsku kirkjunnar.

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 00:53

32 identicon

Sæll Jón.

Hvað er þá undanskilið þegar þú hefur talið upp: "..hátíðlegar, opinberar yfirlýsingar (úrskurði) páfa um trúarkenninguna eða siðferðiskenningu kirkjunnar..."

Er ekki líklegt að Benedikt páfi XVI hafi einmitt hagað þessu svo
til að geta útrýmt þeirri óværu sem hreiðrað hafði um sig innan
kirkjunnar en hann vanmáttugur á þeim tíma til að geta tekið
á því með þeim hætti að til nokkurs dygði.

Ég er sammála T á fyrri spjallþráðum að Bendiskt páfi XVI
hafi verið einna merkastur páfa á öldinni sem leið.

Á öðrum nótum. Leit Píus páfa XII sem einhvern versta skúrk
sem nokkurn tíma hefði setið á páfastóli.

Nýlega las ég óyggjandi bréf Alberts Einstein um páfa þennan
(hef engar tilvísanir handbærar) þar sem hann lýsir páfa þessum
miklu frekar með þeim hætti að hann hafi nánast með klókindum
sínum orðið til bjargar fjölmörgum í upphafi Seinni Heimsstyrjaldar.

Eftir stendur síðan hvers vegna í ósköpunum Páfagarður
virðist hafa verið sá staður sem aðstoðaði lykilmenn 3. Ríkisins
til að komast m.a. til Brasilíu.

Húsari. 20.1.2014 kl. 01:23

33 identicon

Sæll Óli.

Ég hef áður látið í ljós þá skoðun mína að Benedikt páfi XVI væri merkastur
þeirra á öldinni sem leið.
Þetta byggi ég m.a. á því að mér virðist hann með athöfnum sínum
markvisst hafa unnið að því í langan tíma að mál þessi yrðu gerð upp
innan kirkjunnar. Enginn efi í mínum huga um það.

Engin leið er að gera sér grein fyrir þeirri gremju og reiði og öllu
því tjóni sem þessi mál leiddu af sér þegar menn töldu sig sjá
tregðu innan kirkjunnar að taka á þeim.
Þeir vissu hins vegar ekki að sá er helst fór fyrir þeim sem
vildu skikk í þessum málum, Benedikt páfi XVI, hafði haldið vöku
sinni og unnið sleitulaust að lausn þeirra.

Innan Vatikansins er það allt annar hlutur þó Jóhannes Páll páfi II
hafi sýnt þreytumerki, - og varla nokkur séð hann sem elliæran!
Mig grunar því að alyktun þín um að Benedikt páfi XVI hafi verið í
fullum færum til að gera hvað hann vildi sé röng því áður en til þess
kom að hann fengi nokkru ráðið var virðingarröð þegar ráðin
af sitjandi páfa og vilji og geta til athafna miðað við aðstæður
takmörkuð með því að tæpast hefur þótt viðeigandi eða
ráðlegt að fara fram með slíkt átakamál og jafnvel álitamál
margra við slíkar aðstæður.

Það má reikna með því að á þessum tíma hafi ákveðin gerjun
átt sér stað og mönnum gefist tóm til að þroska og þróa með
sjálfum sér vitund um alvarleika þessa máls og að á því yrði
að taka.

Í stað gremju, reiði og tregðu kom köld yfirvegun sem fól í sér
að undirbúa mál svo vel að dygði en menn ekki gerðir
afturreka með þau vegna tæknilegra galla í meðferð þeirra
og þá ekki að menn hlypu af málum til bjargar sjálfum sér.

Þetta er við bæjardyrnar hvort heldur er innan eða utan
kirkjudeilda eða trúaðir eða trúlausir eiga hlut að.
Þeir ófáir sem hafa þurft frá að hverfa eða varpað fyrir borð
við úrlausn þegar fjölskyldur/aðstandendur gerenda og þolenda
hafa verið sjálfum sér sundurþykkar eða valdið sjálft er kom að kröfum. 

Má ljóst vera að mál þessi eru arfaflókin og erfið viðureignar
hvort heldur í Vatikaninu eða á Íslandi og þó kastljós varpi ljósi
á þau um stund þá blindar það líka en væntanlega enginn
ágreiningur um meginmálið, að menn haldi vöku sinni.

Húsari. 20.1.2014 kl. 08:05

34 identicon

Það er bara ómögulegt að benda JVJ á nokkurn hlut, hann heimtar að menn fari og komi með gögn, ef menn koma með þau þá segir JVJ að þetta sé beint frá hatursmönnum, lygar bla bla lba
Menn þurfa að vera hreinir hillbillar sem búa undir steini í dimmum helli, eða algerir bljábjánar, viljandi vitlausir til að hafna glæpum þessara páfa/vatíkansins/kaþólsku kirkjunnar

DoctorE 20.1.2014 kl. 10:43

35 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Þú talar um kalda yfirvegun eftir að tóm hafi gefist til þess að undirbúa mál svo vel dygði. Hvað segirðu um eftirfarandi viðbragðsáætlun sem hefði verið hægt að hrinda í framkvæmd strax þegar fyrsta vísbendingin um barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar kom fram?

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR VEGNA BARNANÍÐS

  1. Kæra mál umsvifalaust til lögreglu.
  2. Víkja viðkomandi presti/prestum úr embætti.

Hvernig finnst þér þessi framsækna áætlun samanborið við afurð margra áratuga umhugsun og 'kalda yfirvegun' kaþólsku kirkjunnar? Mér að meinalausa mætti hún alveg taka þessa uppfinningu mína og gera að sinni. Mig grunar þó að jafnvel núna þyki hún of framsækin og jafnvel ósanngjörn á einhvern hátt.

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 10:50

36 identicon

Sæll DoctorE!

Langt um liðið síðan við ræddumst við!
Og jafn langt um liðið að ég hafi sótt
spjallþræði um trúmál heim, - a.m.k.
ekki til að skrifa þar komment einhver.

Á þessu bloggi koma fram afar fróðleg
skoðanaskipti.

En eitt get ég sagt þér, DoctorE, að skoðanir
þínar og JVJ hafa ekki nálgast neitt frá því ég las
það út í gegn á sínum tíma!! Líkast því að detta beint inní
umræðuna! Get hreint ekki annað sagt!!

Reyndar ert þú sá eini, og mundi það því miður of seint
er ég skrifaði hér fyrr, sem skrifað hefur um múhameðstrú
með nákvæmlega sama hætti og kristna trú, - allir aðrir
sem voði eða vá hvíldi yfir þeim.

Ég er sem sagt að vekja athygli á því sem mér virðist
sannleikur að þú ert ævinlega samkvæmur sjálfum þér,
það hefur svo sannarlega ekkert breyst.

Og oft gráglettnar .... já, rétt að enda hér!

Húsari. 20.1.2014 kl. 11:29

37 identicon

Sæll Óli.

 Nú smellir þú á mig þáskildagatíð þó svo að texti að formi
teljist þar auðvitað ekki til.

 Þessi mál eru slík dauðans alvara að minnstu mistök geta
orðið afdrifarík og jafnvel að betur hefði verið heima setið
en af stað farið.

 Enginn ágreiningur okkar á milli um það að setja þarf,
og vonandi hefur það þegar verið gert, ákveðnar vinnureglur.

 Ferlið sjáft er miklu lengra en mér virðist mega ráða af orðum
þínum; fagteymi þyrfti að vera til staðar.

 Raunin til róta er sú að mjög þarf að gæta sín í málum
sem þessum og því meir sem hinn huglægi þáttur þeirra er
stærri og fyrirferðarmeiri. Ótímabær kæra eða embættismissir
án þess að lögfull sönnun liggi fyrir eða yfirgnæfandi líkur á
sakfellingu er alvarlegri en svo að nokkur geti við unað.

Svo sem nauðsynlegt er að taka allar ábendingar alvarlega
þá þarf líka að gæta sín gagnvart upplognum sakargiftum
eða hreinum spuna sem auðvitað er þyngri dómur en nemur
missi starfs eða embættis; aftaka án dóms og laga.

Margur innan kerfisins hefur því ákveðið fyrir margt löngu að
kæmu upp ásaknir segðu þeir þegar í stað af sér án tillits til
sektar eða sakleysis.

Mikil hætta er fólgin í því fyrir alla aðila ef ekki er unnið eftir
fortakslausum reglum og málum hraðað í gegn
einog rík krafa virðist orðin til um í samfélaginu.
Slíkt getur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér.
Festina lente í þessum málum sem öðrum en staðföst og
fumlaus vinna fagaðila verður að vera fyrir hendi.

Húsari. 20.1.2014 kl. 12:40

38 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Sú aðferð sem þú hallast að gekk lengra til þess að vernda hagsmuni prestsins en skemur til þess að gæta barnanna. Nú er dagljóst að kaþólska kirkjan tók sér afar rúman tíma til þess að 'bregðast við' og nýtti hann að sumu leyti til þess að fá fórnarlömbin til þess að láta kærur niður falla gegn peningagreiðslu eða hreinlega pína þau til þess að láta málin niður falla. Mýmörg dæmi eru til um slíkt og a.m.k. eitt slíkt er tíundað í myndinni Mea Maxima Culpa.

Enginn er dómari í eigin sök og líklega hefur það aldrei sannast betur en í stórkostlega klúðurslegri og meinfýsinni meðhöndlun kaþólsku kirkjunnar á þessum málum. Ég get vel skrifað upp á að allt kapp sé best með forsjá, en kaþólska kirkjan sneri öllu á haus í seinagangi sínum, yfirhylmingu og einbeittum brotavilja gagnvart þeim sem minnst máttu sín, börnunum sem prestar hennar níddust á. Undir einhverjum kringumstæðum væri hægt að kvitta upp á að prestum væru vikið úr embætti í nokkra daga, tækju sér 'frí', á meðan rannsókn stæði. Líklega má finna ákveðna réttlætingu í slíku.

En kaþólska kirkjan gerði hvorugt. Hún vék prestum ekki úr embætti, hún færði þá bara til á nýjar og gjöfular veiðilendur og hún rannsakaði ekki mál þeirra og hvað þá kærði til lögreglunnar, hún sópaði þeim undir teppið. Ég efast ekki um að þessi orð þín séu vel meint, en þeim er sóað þegar kemur að kaþólsku kirkjunni sem velur hulu myrkursins umfram gegnsæi birtunnar.

Festina lente er ágætt orðtak, en piscis primum a capite foetet á líklega betur við í þessu samhengi.

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 13:07

39 identicon

Sæll Óli.

Til skamms tíma voru mál þessi ekki rædd nokkurs staðar.
Það snýr jafnt að okkur hér sem annars staðar.

Í stað þess að leita langt yfir skammt held ég að
við ættum að líta okkur nær.

Að fara þá óláns leið sem stundum hefur verið nefnd
fórnarlambakúltúrinn er óráð sem mest getur orðið.

Rétt er að kenna grunns í því sem þegar er orðið
og átta sig á því hvað er við sig.

Húsari. 20.1.2014 kl. 14:07

40 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Til mjög langs tíma voru þessi mál ekki rædd nokkurs staðar vegna þess að ítök kaþólsku kirkjunnar voru mikil, sauðir hennar leiðitamir og fórnarlömbin máttlítil. Það er ekki kaþólsku kirkjunni að þakka að þessi mál séu rædd nú, sú umræða kemur þrátt fyrir harðvítuga baráttu hennar gegn hagsmunum þolenda, gegn upplýsingu og gegn öllum almennum góðum venjum og mannasiðum. Sú umræða verður til eftir að þjáð fórnarlömbin stíga fram, langþreytt á Festínu-lentínu kaþólskunnar sem engum gagnaðist nema henni sjálfri og þó ekki því hún uppsker nú hroka sinn og óþverra margfalt miðað við hvað hefði gerst hefðu forstjórar hennar hagað sér eins og siðaðir menn en ekki siðblindir eiginhagsmunaseggir.

Þú getur hreinlega ekki snúið seinlæti, undanfærslusemi, þöggun og kúgun kaþólsku kirkjunnar upp í eitthvað sem nú getur af sér góða ávexti. Sá arfi kaþólskunnar hefur og mun aldrei verða til góðs!

Fórnarlambakúltúr er frekar neikvætt orð og afar gildishlaðið. Það gefur til kynna að það sé vart leyfilegt að vera fórnarlamb, að umkvartanir fórnarlamba séu óverðugar. En ég veit nákvæmlega í hverra hugum fórnarlambakúltúrinn á rétt á sér ... fórnarlambanna sjálfra. Ég þykist vita að kaþólska kirkjan og taglhnýtingar hennar taki undir með þér og fagni ákaft málflutningi þínum, en þar fara klappstýrur hvers júbl og stuðning ég myndi afþakka snimmhendis!

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 14:25

41 identicon

Sæll Óli!

Gerist nú ræða þín nokkuð undarleg!

Ég hræðist það frávarp sem mér finnst felast í því
að benda fingri á einhvern einn. Ber að skilja það
svo að allt sé þá í lagi hjá lúthersku kirkjunni
og öðrum kirkjudeildum eða hjá okkur sjálfum yfirleitt?

Ég hef áður nefnt að ég tel að Benedikt páfi XVI hafi
lagt þessum málum meira lið innan kaþólsku kirkjunnar en
nokkur annar.

Við erum að tala um fólk af holdi og blóði; ekki kvikmyndir
eða bófahasar einhvern.

Mér sýnist að þú leggir uppúr hraða máls og því spyr ég
þig hvort þú teljir tök manna hérlendis á þessum málaflokki
vera ábótavant því ég minnist þess ekki að menn á þeim
bæjum sem með hann fer leggi til málsmeðferð af því tagi
sem þú virðist hafa í huga en leggi þeim mun frekar uppúr
vönduðum og faglegum vinnubrögðum í hverju tilviki fyrir sig.

Ertu þá ósammála því vinnulagi hérlendra?

Ef svo er hvernig viltu þá haga málum til?

Húsari. 20.1.2014 kl. 14:48

42 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Ég get með engu móti fundið alla þá jákvæðu fleti sem þú finnur á sluddamennsku kaþólskunnar í þessu máli. Þú hlýtur að hafa þolinmæði Jobs fyrst þú ert sáttur við silahátt og undanfærslusemi kaþólsku kirkjunnar þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn ungum börnum.

Það var af hreinni kurteisi að ég fór ekki ofan í þau orð þín að Ratzinger páfi hefði verið betri en enginn í þessum ógæfuefnum því í raun hefði 'enginn' hefði gert meira gagn. Hefði sæti Ratzingers í Vatikaninu verið autt, hefði fórnarlömbum kaþólskunnar reitt betur af. Ratzinger gerði fórnarlömbum kirkjunnar vont eitt til með fyrirskipunum um leynd og þöggun og það er ekki fyrr en í allra síðustu tíð, þegar hann skynjar að brátt muni gamlar syndir vitja hans, að hann steypir nokkrum peðum fyrir björg áður en hann hysjar upp um sig kjólinn og hleypur skrækjandi í skjól á rauðu fallegu skónum sínum.

Já, þér mælist rétt til þegar þú segir að um sé að ræða fólk af holdi og blóði. Ratzinger og þý hans hefðu betur haft það í huga þegar þeir tröðkuðu á rétti og tilfinningum fórnarlamba ofbeldismanna kaþólskunnar sem er hins vegar efni í afar ógeðfellda og ömurlega kvikmynd.

Varðandi spurningu mína um hraðann, þá vil ég að hann sé sem allra mestur. Auðveldlega er hægt að víkja fólki sem fær á sig vondar ásakanir tímabundið úr starfi í kyrrþey og tilkynna mál umsvifalaust til lögreglu. Innri rannsóknarnefndir og dómstólar einkaaðila gefast ekki vel sem sést best í því hvernig kaþólska kirkjan, sem í krafti stöðu sinnar var nánast ósnertanleg í marga áratugi, gerði allt hvað hún gat til þess að draga úr líkum á því að fórnarlömbin fengju góða úrlausn sinna mála, en einbeitti sér þess í stað að því að tryggja hag níðingsprestanna. Slæleg vinnubrögð þurfa ekki að fylgja góðum hraða frekar en að lítill hraði tryggi góð vinnubrögð sem sleifarlag kaþólskunnar sannar svo ekki verður um villst. Skýrir ferlar, skýr ábyrgð, gagnsæi, einlægni, og góður vilji eiga að tryggja góða málsmeðferð. Ég nenni ekki að tiltaka enn einu sinni hvernig kaþólsku kirkjunni tókst að snúa öllu þessu á hvolf!

Sé annar háttur, þinn háttur, hafður á, þá erum við að samþykkja nýtt lögreglu- og dómsvald í landinu og þú getur hengt þig upp á það að þetta nýja vald mun ekki verða lítilmagnanum til hagsbóta. Þeir sem hagnast á slíku eru fjársterkir og ófyrirleitnir aðilar á borð við kaþólsku kirkjuna, það sanna dæmin svo ekki verður um villst.

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 15:15

43 identicon

Sæll Óli.

Í texta mínum stendur hvergi að Benedikt páfi XVI hafi "verið
betri en enginn". En látum kyrrt liggja, þér gekk gott eitt til.

Ég geng að því sem vísu að þú sért kunnugur vinnulagi hérlendra
í þessum málum. Því spyr ég þig enn hvort vinnulag hérlendra
burtséð frá öllu öðru séu þér að skapi.

Ef ekki hverju viltu þá  helst breyta?

Húsari. 20.1.2014 kl. 15:49

44 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Vinnulag hérlendra er ekki til umræðu hér. Vinnulag kaþólsku kirkjunnar undanfarna áratugi og þá sérstaklega Ratzinger páfa er til umræðu hér. Ég hef lýst því hvernig ég vilji sjá tekið á ofbeldismálum og sú skoðun mín á við alls staðar, hér heima sem erlendis.

Í texta þínum segir þú orðrétt um gjörðir Ratzinger páfa:

Ég hef áður nefnt að ég tel að Benedikt páfi XVI hafi lagt þessum málum meira lið innan kaþólsku kirkjunnar en nokkur annar.

Það má alveg segja að þetta merki að hann hefi verið betri en enginn, en það er líklega bara hártogun. Þú ert altént sáttur við hans framlag, svo mikið er víst. Ekki þarf að orðlengja hér mitt mat á frammistöðu Ratzinger.

Óli Jón, 20.1.2014 kl. 15:55

45 identicon

Sæll Óli.

Þú getur auðvitað haft þá skoðun að einhver texti sé
jafngildi einhvers en aldrei vitnað til orða sem aldrei hafa
verið sögð.

Nei, ég held að starf lögreglu og dómstóla verði í sama
farvegi og áður og farið verði að 28. gr. barnaverndarlaga
sem kveða skýrt á um að tilkynna beri barnaverndarnefnd í
viðkomandi sveitarfélagi um minnsta grun í þessu efni,
jafnframt tekur Neyðarlínan 112 við skilaboðum.

Og eins og stendur orðrétt á vef Barnaverndarstofu þá er það
"...í verkahring starfsfólks barnaverndarnefnda að skoða málið
frekar og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á að kanna málið
á grundvelli barnaverndarlaga".

Afrek Benedikts páfa XVI er fólgið í því að hafa komið
málum svo fyrir innan kaþólsku kirkjunnar sem að ofan greinir.

Því eru öll frekari orðaskipti óþörf og vil ég þakka þér
fyrir þessa umræðu.

Húsari. 20.1.2014 kl. 16:44

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hingað er kominn fjöldi innleggja, síðan ég leit hér inn síðast og skrifaði innlegg mín; en ég verð að lesa allar þessar athugasemdir seinna og þá sennilega að svara þar einhverju.

Jón Valur Jensson, 21.1.2014 kl. 07:26

47 Smámynd: Óli Jón

Húsari: Ég biðst forláts á þessum ruglingi og lofa að vitna í þig orðrétt í framtíðinni.

Málið er leyst er kaþólska kirkjan tilkynnir níðingsmál sín umsvifalaust til Barnaverndarstofu eða sambærilegra stofnana víðs vegar um heiminn. Sú stofnun getur þá rannsakað málið og takið ákvörðun. Stóra málið er að kaþólsku kirkjunni er ekki treystandi til þess að rannsaka og dæma í eigin sök því hún hefur of oft verið uppvís að þöggun og leyndarhyggju.

Endurskoðuð viðbragðsáætlun lítur þá þannig út:

VIÐBRAGÐSÁÆTLUN KAÞÓLSKU KIRKJUNNAR VEGNA BARNANÍÐS

  1. Kæra/tilkynna mál umsvifalaust til Barnaverndarstofu.
  2. Víkja viðkomandi presti/prestum úr embætti.

Þetta er ásættanleg niðurstaða fyrir mína parta. Aðal atriðið er að forða fórnarlömbum frá því að kaþólska kirkjan dæmi sjálf í eigin málum, henni er ekki treystandi til þess!

Misgjörðir Ratzinger páfa liggja í því að hafa þaggað niður mál, fyrirskipað og hvatt til leyndar og þöggunar og hylmt yfir með brotlegum prestum. Honum verður ekki þakkaður nokkur hlutur í þessum efnum.

Ég er loks sammála þér um að ekki sé tilefni til frekari orðaskipta, skoðanir okkar beggja eru nokkuð skýrt fram settar hér ofar.

Óli Jón, 22.1.2014 kl. 18:22

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn hef ekki lesið viðbóarumræðurnar hér, haft öðru að sinna og mikið að vinna, en kem við fljótlega!

Jón Valur Jensson, 22.1.2014 kl. 23:38

49 Smámynd: Óli Jón

:)

Óli Jón, 23.1.2014 kl. 09:47

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ekki enn.

Nóg annað að gera.

Jón Valur Jensson, 30.1.2014 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband