Halo 3

Halo 3Tölvuleikurinn Halo 3 náði 300 milljón dala sölu fyrstu vikuna sem hann bauðst trylltum spilurum. Annað eins þekkist varla og er aðeins hægt að horfa til vinsælustu kvikmyndar þessa árs, Spider-Man 3, til að finna álíka tölur í afþreyingariðnaðinum. Leikurinn tók inn 170 milljón dala fyrsta daginn í Bandaríkjunum sem hann var í sölu samanborið við 104 milljón dala tekjur af Spider-Man 3 á heimsvísu. Stærstu tölvuleikir dagsins í dag eru framleiddir og markaðssettir nákvæmlega eins og kvikmyndir enda þarf ekki skoða grannt til að finna líkindi þar á milli. Háum fjárhæðum er nú varið í þróun og framleiðslu leikjanna sem skilar sér í mun betri og magnaðri upplifun fyrir spilara.

Skrifari veðjar á að það líði ekki á löngu uns tölvuleikur verði vinsælasta vara afþreyingariðnaðarins og slái út allar þær kvikmyndir sem nú tróna á toppnum. Gagnvirk upplifun í góðum tölvuleik jafnast fyllilega á við að horfa á góða kvikmynd og því er þessi þróun í raun óumflýjanleg.

Game on!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband