Ritskoðun og þöggunarlistar

Kristileg stjórnmálasamtök, betur þekkt sem Jón Valur Jensson, spyrja réttilega af hverju það megi ekki lengur setja athugasemdir við greinar á vefjum Ríkiskirkjunnar í bloggpistli hans á vef Jóns Vals. Þetta kemur úr hörðustu átt því Jón Valur heldur úti stærstu ritskoðunar- og þöggunarlistum sem um getur hérlendis á öllum sínum bloggvefjum þar sem aðeins fáeinir útvaldir fá að tjá sig.

Í framhaldi af þessu leyfi ég mér að gera spurningar hans að mínum og beini þeim beint til hans. Ástæða þess að ég geri þetta hér er sú að nafn mitt í á þessum risavöxnu lokunar- og þökkunarlistum Jóns Vals og get ég því ekki spurt hann beint undir þessari fínu grein hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Jón Valur er flón og þekktur fyrir að skjóta sig hvað eftir annað í fótinn en nú kastaði hann heldur betur grjóti úr glerhúsi.

Jack Daniel's, 20.2.2015 kl. 18:26

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttalegt rugl er þetta í þér, Óli Jón, einu sinni enn. Ég held ekki úti einum einasta vef, þar sem ekki eru umræður leyfðar á eftir pistlum og greinum. Þetta á við um öll þessi íslenzku blogg mín:

http://jonvalurjensson.blog.is

http://jvj.blog.is

http://lifsrettur.blog.is -- og:

http://www.kirkju.net/index.php?blog=10

Ennfremur á þetta við um blogg samtaka, þar sem ég hef oft ritað greinar eða pistla (en er ekki einn um það):

http://thjodarheidur.blog.is

http://fullveldi.blog.is

http://krist.blog.is

Hitt ber að taka fram, að á sumum af bloggum mínum er aðeins skráðum Moggabloggurum leyft að leggja inn athss. Ennfremur hafa nokkrir einstaklingar verið útilokaðir frá því að leggja inn athss. á suma bloggvefina, vegna þess að þeir hafa ekki farið að skilmálum innleggja þar.

Því fer fjarri, að lokunarlistinn á Krist.bloggi sé stór, örfáar sálir eru á honum, Óli Jón þar á meðal.

Jón Valur Jensson, 20.2.2015 kl. 23:03

3 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Þessir fimm eru bannaðir notendur á Krist.bloggi:

H.D., Blaðam.Foldarinnar, M.Á., E.K.Á. og Óli Jón.

Bloggvefurinn hefur verið í gangi frá því snemma árs 2007. Kristin stjórnmálasamtök (15 manns nú) hafa sem sé komizt yfir að banna að meðaltali 0,625 manns á ári að leggja þar inn athugasemdir.

Vottast rétt, JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 20.2.2015 kl. 23:14

4 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Með öðrum orðum: EINN hefur verið bannaður á Krist.blog.is á 580 daga fresti !

JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 20.2.2015 kl. 23:44

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Valur er sem sagt með risastóra þökkunarlista. Það er mjög fallega gert, góð regla að þakka mönnum alltaf fyrir sín innlegg. Kannski Óli Jón ætti að taka það upp.

Theódór Norðkvist, 21.2.2015 kl. 11:23

6 Smámynd: Óli Jón

Jón Valur / Kristilegi þjóðarflokkurinn: Það er líklega ákveðin upphefð í því að vera einn af fimm helstu hrellum í þínu blogglífi :) Reyndar er það svo að þú hleypir alls ekki öllum athugasemdum í gegn á Kristilega blogginu þínu þannig að bannlistinn er í raun lengri, en bara ekki formfestur. Hversu margir bloggarar eru á þeim óformlega bannlista sem þá fyrirfinnst hvergi nema í höfðinu á þér því enginn hinna fimm sem eru með þér í Stjórnmálalega kristniboðinu bannar nokkurn mann, reikna ég með.

Hvað eru annars margir bannaðir á öllum hinum bloggvefjunum þínum? Hvað er listinn langur á jonvalurjensson.blog.is og svo 'best of' bloggvefnum þínum, jvj.blog.is, hvar þú endurbirtir valdar og safaríkar greinar af jonvalurjensson.blog.is, líklega einn bloggara í heiminum sem sér ástæðu til að halda úti sérstöku bloggi til þess að endurbirta og hossa eigin efni :)

Og af því að ég er að skora á þig að birta þessar upplýsingar, þá ætla ég að birta mína bannlista:

Óli Jón, 21.2.2015 kl. 11:35

7 Smámynd: Óli Jón

Theódór Norðkvist: Takk fyrir þitt innlegg!

Óli Jón, 21.2.2015 kl. 12:48

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekkert að þakka Óli Jón. cool

Theódór Norðkvist, 21.2.2015 kl. 13:26

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Án gríns þá held ég að þú sért haldinn þráhyggju gagnvart Jóni Vali, ég segi allavega, mikið hlýtur lífið þitt að vera leiðinlegt fyrst að flestar bloggsíður þínar eru helgaðar manni með skoðanir sem eru fyrirlitlegar að þínu mati.

Reyndar er ég sannfærður um að vanlíðan og andlegt myrkur eru fylgifiskar trúleysis og þessi þín hegðun rennir enn frekari stoðum undir það álit mitt.

Theódór Norðkvist, 21.2.2015 kl. 13:34

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Ég held ég muni það rétt að ég sé iðulega innlegg frá þér á bloggum hjá Jóni Vali.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2015 kl. 13:48

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hefði nú haldið, að þú ættir mér ekkert illt að gjalda, Theódór, samherji minn og vopnabróðir í Icesave-málinu og kristinn eins og ég. Raunar leyfði ég mér ekki við fyrsta lestur að taka fyrra innlegg þitt hér á síðunni í einhverri hnútukasts-merkingu gagnvart mér, en skildi vart innleggið. Ég veit ekki betur en ýmsir Moggabloggarar sýni mönnum þá kurteisi að þakka fyrir innlegg manna, það gerir t.d. sá sómamaður Jón Magnússon hrl., en ég hef þetta reyndar alls ekki fyrir reglu að þakka ævinlega fyrir allt, þótt ég geti verið sammála mönnum -- maður þarf ekki alltaf að að vera að leggja orð í belg, það yrði bara hvimleitt!

Svör Óla Jóns hér eru bara eins og búast mátti við. Mér er alveg sama þótt hann sé ekki með neinn í banni á sínum vef, hann á það bara við sjálfan sig, en Moggabloggið býður upp á þennan möguleika, og hefur hann reynzt nauðsynegur t.d. þeim, sem hafa allt opið fyrir innlegg, en hverfa oft til langs vinnudags frá nýbirtum greinum sínum og hafa hvorki aðstöðu né leyfi til þess á vinnustað að stunda blogg (enda lítil vinnusemi í því fólgin!). Þá eru það vitaskuld fráleit rangindi að koma að ritvelli sínum, þar sem aðvífandi fjandmenn, pólitískir eða á sviði hagsmunamála, jafnvel þjóðarhagsmuna (sbr. Icesave og ESB-mál), eða á sviði trúmála, hafa lagt inn alls kyns árásir og rangfærslur, sem nánast er um seinan að leiðrétta gagnvart mörgum, af því að langt sé liðið á sólarhringinn, en allir hafi getað lesið þar lygina eða mannorðsníðið, sem viðkomandi síðuhöfundur hafi ekki svarað og leiðrétt allan daginn (og þar með virzt játa sig sigraðan eða hafa upphaflega skrifað sitt mál eins og hver annar asni af þekkingar- og/eða ábyrgðarleysi. 

Jafnvel þótt þarna væri um króníska hatursmenn viðkomandi síðuhöfundar að ræða í trúar- og stjórnmálaefnum, ætti hann án bannmöguleika (eftir að margreynt væri, að viðkomandi hefðu farið með níð og rangfærslur gegn honum) ekki einu sinni færi á því að taka út augljóslega svívirðilegar athugasemdir fyrr en eftir dúk og disk, ef ekki væri sá bannmöguleiki, sem nota má í erfiðustu tilfellum.

Ég er enginn Meðal-Jón í bloggskrifum mínum. Ég er einn örfárra bloggara á mið- og hægri kanti, sem hafa verið ófeimnir við að halda uppi merki trausts og hefðbundins kristindóms og á sama tíma lífsréttar hinnar ófæddu, en einnig fullveldishagsmuna landsins og andstöðu við þá ráðamenn sem lagzt hafa marflatir fyrir erlendu valdi og ósæmilegum þrýstingi og hótunum (sbr. Icesave- og makríl-málin). Margir vinstri menn eiga erfitt með að fyrirgefa mér þetta, og sumum er svo meinilla við lífsverndar- og trúarviðhorf mín, að að það er eins og þeir sjái rautt, þegar þeir lesa pistla mína, og umturnast eins og naut í flagi í ofuræstum viðbrögðum.

Mitt Moggablogg hóf ég í maí 2006 og var þá með mjög opið athugasemdakerfi, opið á svör í viku eða (síðar) þrjá daga og án greinarmunar gagnvart mönnum.

Brátt sá ég að þær bloggsíður stóðu undir svo stöðugu einelti og svæsnum árásum af hálfu óvina, gjarnan nafnlausra manna sem þó spöruðu ekki níðið, að ég taldi mér nauðsynlegt að leyfa aðeins skráðum Moggabloggurum að leggja þar inn athss.

Með tímanum stytti ég einnig athugasemdatímann niður í einn sólarhring til að láta þessi bloggmál ekki taka of mikinn tíma frá mér og fjölskyldu minni.

Ekki dugði þetta eitt sér, því að ófyrirleitin innlegg héldu áfram að koma frá nafnlausum, sem voru að vísu skráðir Moggabloggarar, en án þess að séð yrði, hverjir þeir væru. En mér þykir nauðsyn til bera að vita hverjir skrifa og tel almennt, að menn eigi með nafni að bera ábyrgð á skrifum sínum. Því setti ég þessa skilmála innleggja á áberandi stað ofarlega í vinstra horni míns aðal-Moggabloggs: "Nafnlausar athss. ókunnra verða fjarlægðar af þessum vef," og bætti við: "einnig dónalegar eða óheflaðar persónuárásir, guðlast, landráðatillögur og árásir á lífsrétt ófæddra."

Þetta viðbætta skýrist af því, að slíkar persónuárásir eru í raun bannaðar með lögum og að ekki kæri ég mig um að bera dómsábyrgð á því, að aðrir menn séu níddir á vef mínum. Ennfremur eru landráðatillögur andstæðar lögum og rétti landsins, og í 3. lagi er réttur ófæddra til lífs og friðhelgi nógu fótum troðinn í þessu landi til að ég bæti þar ekki gráu ofan á svart með því að leyfa árásir á lífsrétt þeirra á mínum útgáfusíðum.

Svo bætti ég þessu við: "Athss. fjalli um mál vefsíðu. Áskil mér rétt t.a. gera hlé á umræðum frá miðnætti." Með þessu reyni ég að halda umræðu um hverja grein í réttu fari: um hana sjálfa og viðkomandi mál, í stað þess að gefa hverjum sem er færi á því að nota Moggablogg mitt sem tækifæri um (fals)predikana um allt önnur mál. En síðastnefnda skilmálann hef ég sárasjaldan þurft að nota, þau tilvik eru teljandi á fingrum annarrar fremur en beggja handa.

Það er rétt hjá Óla Jóni, að ég tek stundum út innlegg, en það er þá vegna þess, að þau uppfylla ekki þá skilmála innleggja, sem skráðir eru skilmerkilega á viðkomandi vefsíðu.  

Á vef Kristinna stjórnmálasamtaka geta allir skrifað aths., jafnvel þótt ekki séu skráðir Moggabloggarar, þótt tekið sé fram í lok skilmála athugasemda þar: "Og skrifið undir fullu nafni!" Hins vegar birtast athugsemdir þar ekki jafnóðum, heldur eftir að stjórnendur síðunnar hafa samþykkt þær -- en það er einn margra möguleika, sem bloggurum á blog.is er boðið upp á til að forðast glundroða eða ósæmilega hluti á vefsíðum sínum, og þann möguleika nota t.d. ágætismennirnir sr. Svavar Alfreð Jónsson og Jón Magnússon hrl. Hinn möguleikinn, að hafa opið á viðstöðulausa birtingu, var hins vegar val mitt á mínu eigin aðalbloggi, en fara varð ég í vissar takmarkanir þar af hreinni nauðsyn, eins og áður er lýst.

Jón Valur Jensson, 21.2.2015 kl. 14:26

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú segir hér, Óli Jón, að á einum bloggvef mínum, jvj.blog.is, endurbirti ég "valdar og safaríkar greinar af jonvalurjensson.blog.is [aðalbloggi mínu, JVJ] , líklega einn bloggara í heiminum sem sér ástæðu til að halda úti sérstöku bloggi til þess að endurbirta og hossa eigin efni," en ekki man ég til þess, að ég hafi stundað það að endurbirta þar hluti af því aðalbloggi mínu, sem hvort sem er sést á blog.is-aðalsíðunni í miklu lengri tíma (sólarhring) og með meira áberandi hætti (með stórri mynd ofarlega á blog.is-síðunni) heldur en það sem kemur á þessa aukasíðu, vj.blog.is (og sést kannski í 1-3 klst. á blog.is-aðalsíðunni; reyndar sjást öll nýleg blogg líka mun lengur á efnisflokka-yfirlitunum (sbr. http://blog.is/forsida/flokkar/).

Þvert á móti því, sem þú skrifaðir þarna, hef ég bæði í ætlun og reynd notað jvj.blog.is frekar til endurbirtingar á blaðagreinum mínum og á enn eftir að birta þar mun fleiri. Svo er reyndar ekkert að því að birta þar áður birtar lífsverndargreinar eftir mig og aðra, með leyfi þeirra, svo að dæmi séu nefnd, og kemur þér raunar ekkert við, þótt ég sjái þig fyrir mér fitja upp á nefið, þegar þú lest þetta.

Er ekki bara bezt fyir þig að sinna þínum eigin bloggþörfum án þess að reyna að snapa athygli og aðsókn hér út á árásir á mann, sem margir þekkja til, og á þau Kristnu stjórnmálasamtök sem aldrei hafa gert flugu mein og heldur ekki þér, herra minn?

Jón Valur Jensson, 21.2.2015 kl. 14:40

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er fyrst nú, sem ég sé 3. innlegg Theódórs hér á síðunni, vissi ekki af því fyrr, og þar þekki ég Theódór vel eins og hann á að sér að vera, sanngjarn eins og hann ávallt hefur reynzt mér og öðrum, drengskaparmaður. Bið ég hann afsökunar á því að hafa eitthvað villzt á orðum hans, og þakka honum mikillega þetta góða innlegg.

Jón Valur Jensson, 21.2.2015 kl. 14:46

14 identicon

Færðu prósentur frá Jóni Vali fyrir að auglýsa bloggið hans? Eru þær nógu háar til að þetta taki því fyrir þig? Eða ertu kannski sérlegur verjandi Þjóðkirkjunnar og á launum frá þeim við að verjast gagnrýni frá íhaldsarmi hefðbundinna kaþólikka? Er það vel borgað starf? 

Lifir þú að eilífu? Hefurðu engin sérstök markmið með lífi þínu? Var ekkert í sjónvarpinu? Lítinn áhuga á heimsviðburðum og áhugaverðum málum? 

Hefurðu 48 klukkustundir í sólarhringnum? Ertu atvinnulaus og hefur ekkert við að vera? Hvert er leyndarmálið á bak við greinarskrif þín? Hvers vegna er Jón Valur þér svona hugfanginn? Heldur hann vöku fyrir þér á nóttunni?

Siggi 21.2.2015 kl. 22:11

15 identicon

JVJ yfirritskoðunarmaður íslands. Ekki hef ég tölu á hversu marga hann hefur hreinlega reynt að þvinga til að loka á mig. Maðurinn er algerlega blindur á eigin rugl og frekju

DoctorE 22.2.2015 kl. 12:32

16 Smámynd: Odie

Hann ritskoðaði færslu frá mér í þessu títtnefnda bloggi þar sem hann ergir sig á ritskoðun annarra.  En hann þarf ekkert að banna hann bara birtir það sem honum hentar (ritskoðar).

En ef hann mann ekki hvað hann skrifaði í umræddu bloggi þá stendur þar engu að síður eftirfarandi.

JVJ: ... "opið verður á athugasemdir við þessa færslu næstu tvær vikurnar"

Odie, 24.2.2015 kl. 13:49

17 identicon

Ég er enginn Meðal-Jón í bloggskrifum mínum"    það er bara einn annar aðili sem er jafn sjálfhverfur og hann heitir Hannes Hólmsteinn Gissurason.  Gamli símahrellirinn hefur lengi stundað ritskoðun og hleypir einvörðungu JÁ-fólki sínu inn á sitt svæði.  Enda eru það ekki margir sem leggja leið sína inn á síður hans þar sem riskoðuð ummæli JÁ-fólksins fær bara að heyrast.

thin 11.3.2015 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband