Hálfs árs uppgjör Kristilega þjóðarbandalagsins

Nú eru réttir sjö mánuðir síðan Kristilega þjóðarbrotið geystist fram á völlinn og tilkynnti með miklu írafári að loksins væri biðin á enda. Jón Valur og nafnlausu postularnir hans tólf hefðu loksins hrist af sér slyðruna og slenið og tilkynnt um formlega stofnun hinna einu sönnu kristilegu stjórnmálasamtaka hérlendis eftir margra ára þrotlausan undirbúning myrkranna á milli.

Mikið væri nú gaman að fá yfirlit yfir gengi þessara þróttmiklu samtaka á þessum tíma sem liðinn er, en miðað við gegndarlausan áhuga íslensku þjóðarinnar á málefnum samtakanna ætti þeim nú að hafa vaxið fiskur um hrygg og félagatalið bólgnað hraustlega. Ég giska á að í samtökunum hljóti nú að vera í kringum 10-15 þúsund manns sé tekið mið af þeirri eftirvæntingu sem ríkti eftir útspili þeirra á sínum tíma. Því vona ég að samtökin upplýsi nú um hvernig mál hafa skipast þar á bæ og hvort bölbænir þjóðarinnar og afneitun Ríkiskirkjunnar hafi nokkuð haft teljandi áhrif.

Það er líklega nokkur ósigur ef fjöldi félaga nær ekki að fylla 10 þúsund, en óhugsandi er að hann sé minni en 5 þúsund, slíkt væri eiginlega hálfgert rothögg fyrir þessi elskulegu samtök sem þjóðin hefur beinlínis beðið eftir.

Ég þori varla að hugsa til þess hve sárt það væri fyrir málstaðinn ef félagatalan næði ekki 3 þúsund sálum, sem er reyndar alveg óhugsandi. En samt, það gæti auðvitað gerst í þjóðfélagi sem hefur fjarlægst gildi Jóns Vals og harðlínustefnu í hinum ýmsu málum. En 3 þúsund? Nei, fjárinn hafi það.

En fyrst maður er byrjaður að fabúlera, þá er auðvitað áhugavert að velta því fyrir sér hvers konar niðurlæging fælist í því ef félagatalið næði ekki þúsund sauðum. Þetta er auðvitað óhugsandi, en samt. Þúsund? Hmmm.

Færri en fimm hundruð? Er það raunverulega möguleiki? Getur það verið að félagatal Kristilega örflokksins telji innan við fimm hundruð? Það er, jú, handhafi sannleikans og umboðsaðili hinn sönnu kristilegu gilda hérlendis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekkert með þau hafa og því eru samtök Jóns Vals síðasta vígi hinna réttsýnu. Þeir hljóta að vera fleiri en fimm hundruð!

Og þá er það möguleikinn sem við þorum varla að nefna, en nefnum hann þó samt. Hvað ef sauðirnir eru færri en hundrað? Eigum við orð til þess að lýsa því? Nei, engin!

En sá möguleiki er þó eftir að félagatalan hafi lítið sem ekkert breyst. Ef svo væri, sem er alls ekki og í raun óhugsandi, þá væri ljóst að þjóðin hefur gjörsamlega hafnað tilboði Jóns Vals og öllum hans málflutningi. En auðvitað hefur hún ekki gert það, henni er jafn illa við homma og allt hommalegt og honum. Þetta er því ekki í myndinni.

Jæja, ég hef aðeins reifað stöðuna og farið yfir nokkra fjarstæðukennda kosti í henni. Ég hlakka til að sjá hvoru megin 15 þúsund talsins félagatalið liggur, enda hlýtur 6-7 ára undirbúningur að bera ríkulegan ávöxt. Því bíð ég spenntur eftir hálfs árs uppgjörs hins eina sanna kristilega framboðs hérlendis þar sem uppskeran verður kynnt í löngu máli.

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óli!

Hneigi höfuð mitt til jarðar fyrir
jafnágætum texta!

Dugar minna en að tala um Kristilega þjóðabandalagið?!

Mér sýnist þú fylgja frásögninni af Sódómu og Gómorru
í hugleiðingu þinni um bandalag þetta.

Þessum borgum var eytt og því mætti ætla að félagatalið
hafi 'gufast upp' eins og amman í leikriti Egners.

En þetta er ekki alveg víst því sannanlega björguðust
4 sálir sbr. 1. Mósebók en ég geng að því sem vísu
að himnaverur í formi engla hljóti að hafa runnið saman
við dýrð himnanna og því beinlínis óguðlegt að gera ráð
fyrir þeim í félagatalinu.

Hvað eru þá margir í félagsskap þessum?

Morgunblaðið setur mönnum eðlilega skorður nokkrar
við skrif í athugasemdakerfið og lágmarkskurteisi að
halda sig innan þess ramma.

Ég læt mér því nægja á þeim vegi dyggðarinnar að
benda þér á 19. kafla 1. Mósebókar þar sem segir
frá því hversu Lot margfaldaðist og því öllu
var haganlega fyrirkomið.

Samkvæmt þessu fyllir félagatalið ekki færri en
7 miljarða.

Legg hreint ekki meira á þig!

Með bestu kveðju,

Húsari. 4.12.2014 kl. 15:31

3 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Einkennilegt hve illilega vefslóðirnar brenguðust. Hér eru þær:

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/978357/

 

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/978742/

Kristin stjórnmálasamtök, 4.12.2014 kl. 23:51

4 Smámynd: Óli Jón

Kristin: Það má vel vera að einhver staðar sé eftirspurn eftir kristilegum stjórnmálaflokkum, en hvernig gekk ykkur að ná til þessa fólks eftir að þið kynntuð ykkur formlega? Hver er félagatalan í dag? Er hún talin í tugum, hundruðum eða þúsundum? Hefur hún kannski ekkert breyst síðan samtökin voru kynnt? Getur verið að það hafi jafnvel orðið fækkun?

Í anda kristilegrar hreinskipti hvet ég þig, Kristin stjórnmálasamtök, til þess að upplýsa um þessi mál. Þetta er ekki flókið, ef málum er háttað eins og ég held þau vera, þú notar hreinlega fingur beggja handa til þess að telja og bætir máské við eins og 1-2 tásum.

Óli Jón, 8.12.2014 kl. 11:46

5 Smámynd: Óli Jón

Kristin: Ég hlýt reikna með að fjöldinn hlaupi á nokkrum þúsundum fyrst svarið er svo lengi að berast.

Óli Jón, 14.12.2014 kl. 15:44

6 Smámynd: Óli Jón

Kristin: Og enn er talið, reikna ég með?

Óli Jón, 26.12.2014 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband