Launasamningur presta, versti gjörningur síðustu aldar?

Áhugasömum er bent á frábæra greinaröð Brynjólfs Þorvarðarsonar á vantru.is þar sem hann fer yfir samning þann sem í dag er einn stærsti íhluturinn í öndunarvél Ríkiskirkjunnar því án hans væri hún fyrir löngu síðan búin að veslast upp. Greinarnar eru þrjár, hver annarri betri:

Við lesturinn sést vel að hótanir trúaðra um að rifta samningnum eru innantómt píp enda vita forstjórar Ríkiskirkjunnar vel að núverandi fyrirkomulag er guðlega gott hvað hana varðar. Hvað ríkið hins vegar varðar þá er það næstum því djöfullega slæmt.

Njótið lestursins, trúaðir sem vantrúaðir :) og hafðu þökk fyrir, Vantrú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvern varðar um hverju aðrir trúa ' ÓTRÚLEG árátta. Kirkjan er jú á fjárlögum og hefur verið það um aldir. Það er unnið gríðarlega mikilvægt starf í kirkjum,sem ég þekki til,þótt ekki sé verið að messa. Í hruninu vissi ég að margir voru styrktir,sem ekki áttu til hnífs og skeiðar,það gerðu þeir sem ég þekki mæta vel.var ekki tekið af framlögum kirkjunnar. Það er lifandi starf allt um kring hreint út sagt lofað af þeim sem þess njóta,unnið í sjálfboðastarfi.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2012 kl. 00:11

2 identicon

Hún virkar á mig sem hálfsjúkleg þessi gríðarlega heift sumra gegn kirkjunni. Ég held að nútímaíslendingar geti verið þakklátir fyrir að hafa fæðst í þjóðfélagi eins og okkar, þótt margt þurfi að bæta mikið. Það er ábyrgðarhluti að leggja allt í sölurnar til að stúta því.

Kirkjan á Íslandi er hógvær og umburðarlynd miðað við flest önnur trúfélög í heiminum. Í vistfræði gildir það lögmál, að þar sem er autt svæði er tækifæri fyrir lífverur að nema land. Hliðstætt lögmál gildir á hernaðaðarhyggjusviði. Og hliðstætt lögmál gildir áreiðanlega á sviði trúmála.

Í öllum menningarsamfélögum eru trúarbrögð svo að álykta má að trúarþörf sé eitt af því sem einkennir manninn sem tegund, þótt hún sé missterk hjá einstaklingunum. Tómarúm á trúmálasviði í landinu býður heim ágengni ennþá einstrengingslegri trúarbragða. Ennþá virkari tæki fyrir grimma, drottnunargjarna forsjárhyggjumenn. 

Ég segi því fyrir mig: Víkkið sjóndeildarhringinn og hættið þessu hundleiðinlega frekju- og heiftarnöldri út í kirkjuna. Hún er einn gagnlegasti hlutinn í sökklinum undir siðmenntað íslenzkt þjóðfélag.

Aðalsteinn Geirsson 10.3.2012 kl. 01:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gengurðu ekki á öllum Aðalsteinn minn?  Hvar sérðu heift í þessari ábendingu eða í máli þeirra sem gagrýna þessa ríkistofnun? Er hún hafin yfir skoðun og skoðanir?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.3.2012 kl. 06:15

4 Smámynd: Óli Jón

Helga: Kirkjan hefur ekki verið á fjárlögum um aldir þótt hún hafi verið í sjálftökustöðu í langan tíma. Hún fer ekki á fjárlög fyrr en í kjölfar þessa samnings hvern fjallað er um í umræddum greinabálki.

En það er laukrétt hjá þér þegar þú segir 'Hvern varðar um hverju aðrir trúa'. Í þessum anda ætti kirkjan að rjúfa tengsl sín við ríkið, hætta trúboði í skólum og starfa á eigin vegum. Ef starfið í kirkjum um land allt er jafn lifandi og þú segir þá þarf kirkjan ekki á ríkishækjunni að halda.

Aðalsteinn: Ég lít svo á að við höfum náð þó þetta langt þrátt fyrir kirkjuna. Þér er vissulega frjálst að líta öðruvísi á það. Íslenska Ríkiskirkjan er ekki hógvær né umburðarlynd og þarf ekki að líta lengra en til afstöðu hennar til samkynhneigðra. Vera má að hún sé í því efni bundin af kreddum upp úr Biblíunni, en það má einu gilda. Þá var kirkjan um aldaraðir versti dragbítur hérlendis í réttindamálum kvenna og þurfa menn ekki að vera aldraðir til þess að muna þegar þau undur og stórmerki gerðust að fyrsti kvenpresturinn tók til starfa innan hennar. Hún á sér því langa og ljóta sakaskrá.

Úr skrifum þínum les ég að þú ert dauðhræddur við önnur trúarbrögð og getur þú því auðveldlega sett þig í spor allra þeirra þjóða sem hafa fengið kristna kirkju trúboðandi til sín. Njóttu þess vel!

Svo er einfalt að sjá að þú telur kirkjuna þína ekki eiga sér lífsvon nema hún sé í gjörgæslu undir ríkispilsfaldinum. Það er aldeilis björgulegt þegar hermenn Drottins hafa ekki meiri trú á útgerð hans en svo :)

Hvað varðar líkinguna þínu um að ríkiskirkjan sé gagnlegasti sökkullinn undir hinu siðmenntaða íslenska samfélagi þá segi ég á móti að hún hafi hingað til verið ein meinlegasta sökkan sem dregið hefur íslenskt samfélag niður og haldið aftur af miklum og góðum framfaramálum í langan tíma.

Skerum bara á tengslin á milli ríkis og kirkju og látum hana pluma sig á eigin spýtur. Með jafn heittrúaða einstaklinga og þig innanborðs eru henni allir vegir færir, sýnist mér!

Óli Jón, 10.3.2012 kl. 21:51

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Óli Jón og takk fyrir að vekja athygli á greinaræflunum!

Helga, trú manna er auðvitað þeirra einkamál, ekki dytti mér í hug að skipta mér af því að fólk trúi því sem það vill og styðji sín trúfélög. Svo er það vissulega lofsvert þegar trúfélög styðja þá sem minna mega sín eða eiga um sárt að binda og margir einstaklingar mismunandi trúfélaga leggja einmitt tíma sinn og jafnvel peninga í hjálparstarf, óháð trú sinni. Ég á erfitt með að sjá að stofnanavæðing einnar trúar geri neitt til að auka slíka starfsemi.

Aðalsteinn, ótti þinn við frjálst trúarstarf í landinu er athyglisverð. Þú virðist halda því fram að Þjóðkirkjan sé einhers konar vörn gegn raunverulegu trúfrelsi! Og ég er sammála því sem Óli Jón segir um "kurteisi" þjóðkirkjunnar. Þessi ímynd kirkjunnar er bara á yfirborðinu, prestar eru margir ef ekki flestir fyrst og fremst starfsmenn kirkju og trúarskoðana sem eru í grunninn langt frá því að vera "kurteislegar" - eins og kemur fram í predikunum, til dæmis hjá biskupsefninu Sigurði Árna. Lítil kurteisi þar. En þeir eru duglegir að skapa sér ímynd útávið með stórkostlegum ekki-setningum á borð við "Boðskapur kristninnar varðar gleði og von."

Ef þú gerðir þér far um að fylgjast með því sem prestar hinnar "kurteisu" þjóðkirkju predika þá er þar allt of oft að finna ljótan boðskap mannvonsku og heiftar gegn þeim sem ekki kaupa boðskapinn um dauðakeypt frelsi eða ævarandi pyntingar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.3.2012 kl. 10:56

6 identicon

Aðalsteinn, þú mátt hafa þína trú.. þú mátt trúa á galdra, tilbiðja umboðsmenn ofurgaldrakarls... bara ekki fara fram á ríkisstuðning, peninga, skattheimtu.

Munið svo að þær eigur sem ríkiskirkja telur sig eiga.. allt stolið, með lygum og ógnum.. þeir sitja á þyfi, sem þeir stálu af forfeðrum okkar

DoctorE 12.3.2012 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband