Traust til Ríkiskirkjunnar er hverfandi

Vonsvikinn prestur ...Ný könnun Gallup sýnir að þjóðin heldur áfram að snúa baki við Ríkiskirkjunni, en það sést á því að fyrir átta árum naut hún trausts um 60% þjóðarinnar, en það hlutfall er komið niður í 28% í dag. Þetta eru marktækar tölur sem sýna að áfram flæðir undan Ríkiskirkjunni og því er hljómurinn undarlegur í orðum Heydalaklerks í Mogganum í dag þar sem hann segir, „Nú hafa margir áhyggjur af, að sambúðin kunni að laskast ef ekki verður kveðið á um þjóðkirkju og kristinn sið í stjórnarskrá.“ Þarna les hann auðvitað kolrangt í stöðuna, enda hafa fáir áhyggjur af stöðu kirkjunnar. Aukinheldur er þetta samband stórlaskað í dag, enda var það frá fyrstu tíð byggt á kolröngum grunni. Þjóðinni stendur eiginlega bara á sama um kirkjuna, en vill í öllu falli ekki samkrull hennar og ríkisins. Það vilja bara þeir allra trúuðustu sem rifja upp orð Jesúss þar sem hann biðlar til ríkisvaldsins um aðstoð og biður um að fá að komast undir pilsfaldinn hjá ríkjandi valdhöfum.

En áfram flæðir undan kirkjunni, máské einhvers konar syndafall? Í öllu falli skiptir það ekki máli, aðalatriðið er að þessari þróun verður ekki við snúið, sama hversu mikið prelátar Ríkiskirkjunnar kveina og biðja. Þeir eru altént ekki bænheyrðir, en hver veit ... vegir stjórans eru órannsakanlegir og hann getur hreinlega verið að bænheyra þá með því afhroði sem kirkjan bíður þessa dagana :)

Hver veit?


mbl.is Gunnlaugur Stefánsson: Kirkjan og þjóðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óli Jón. Þjóðkirkjan er bara hismi utan um afvegaleidda villutrúar-menn.

Ég bið alla góða vætti að hjálpa öllum við að trúa á náunga-kærleiks-guðinn í hjarta sínu, og alheimsgóðu ljósorkuna og verndarana, sem er eina raunverulega næring allra. Trú á eitthvað annað er fallvölt eftirprentun á raunverulegu trúnni á okkar eigin guð í okkar réttláta hjarta.

Gervi-peningaguðinn Mammon er um það bil að útrýma öllu lífi á jörðinni. Almenningur í heiminum leyfir, með meðvirkni sinni með seðlabönkum heimsins, og Mammons-guðum bankanna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að rangt sé rétt og rétt sé rangt.

Fölsku trúarbrögðin eru að tortíma jarðlífinu, með stjórnmálastýrðu stríði á milli alls kyns gervi-trúar-bragða víðs vegar um heiminn, sem ekki eru tengd raunverulega og sanna náunga-kærleiks-guðinum sem er í hverjum manni. 

Þessar staðreyndir eru víst ekki kenndar neins staðar í raunverulegu réttlætis-kærleiks-samhengi í heiminum "Há"-skóla-afvega-siðfræði/hagfræði-vædda.

Nú fæ ég líklega einhverjar skammir fyrir að gera lítið úr "Há"-skóla-villuvegvísa-kennslu. Þá verð ég bara að taka við þeim skömmum og kynna mér staðreyndirnar betur, því enginn hefur alltaf rétt fyrir sér og enginn er fullkominn.

Enginn er fullkominn, og er ég afskaplega þakklát fyrir það. Á mistökum mínum og annarra hef ég lært mest. Sá lærdómur hefur ekki verið ókeypis, né sársaukalaus. En við getum ekki flúið siðferðislegar vanræksluskuldir okkar, né þann sársauka sem þeim fylgir. Þetta gildir um alla. Enginn er yfir aðra hafinn á jörðinni.

Ég tek það fram að mjög margt frábært er kennt í Háskólum að mínu mati, en því miður tapast kjarna-gæðin raunverulegu, í villandi hismis-verðmætunum þar á bæ, vegna þess að fjölmargir eru keyptir til að misnota (ljúga/blekkja), í þeim tilgangi að hafa áhrif á almenning, af pólitískum spilltum öflum.

Menntun er einskis verð, ef hún er misnotuð í þeim tilgangi að blekkja almenning.

Siðferðislegt réttlæti, og virðing fyrir öllum sjónarmiðum, og heiðarleiki gagnvart almennum skattborgurum virðist hafa gleymst í "Háskóla"-fræða-samfélaginu.

Og allt er þetta víst öllum öðrum en okkur sjálfum að kenna? Eða hvað?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband