Sérfræðingur í kynlífsmálum

Postulinn PállÉg var eitt sinn bannfærður af bloggi fyrir að spyrja hvernig Páll postuli væri þess umkominn að leggja heimsbyggð línurnar þegar kemur að kynlífi. Þessi sami einstaklingur bannfærði mig síðan af öðru bloggi sem hann rekur, en það er önnur saga :)

Það eru víst til ótal tilvitnanir í postulann þar sem hann fabúlerar fram og til baka um kynlíf, en minna sést skrifað (lesist: ekkert) um hvernig hann öðlaðist sína stöðu sem sérfræðingur í lystisemdum holdsins. Páll postuli hafði t.d. uppi harðar yfirlýsingar um hversu ósæmilegt kynlíf tveggja karla væri, en það kemur hvergi fram hvernig hann komst að þessari niðurstöðu eða hvað liggur henni til grundvallar.

Mér þætti því áhugavert að sjá skýringu á því hvernig postulinn öðlaðist þessa sérfræðiþekkingu sína, enda er hann leiðandi afl í mótun skoðana milljóna kristinna um allan heim sem fylgja kennisetningum hans í blindni. Í raun á það fólk jafnvel enn meiri heimtingu en ég á því að vita þetta því það þarf að fara eftir (í orði, altént) þeim boðum og bönnum sem postulinn boðaði í öndverðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Því miður er hvergi minnst á kynlíf tveggja karla í Biblíunni hvað þá hjá Páli. Kirkjan hefur lengstum verið undirokuð af Karl-mönnum sem eru á valdi kynferðislegrar þráhyggju, þeir hafa verið í gegnum tíðina verið óþreytandi að kreista kynferðisleg hindurvitni út úr Biblíunni.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 02:37

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kenningar kristinnar trúr eru ekki skrifaðar af postulunum sjálfum. Þar að auki hafa kennimeistarar trúarinnar lagfært og fært í stílinn eftir eigin geðþótta í gegn um tíðina. Það er ljóst að í kristinni trú, eins og öllum öðrum trúarkenningum, hafa svokallaðir æðstu menn trúarinnar ekki hikað við að túlka og mistúlka kenninguna eftir sínu höfði og sér til framdráttar.

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 08:06

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er varla svo ég þori að leggja orð í þennan belg - en læt þó vaða :)

Postulinn Páll var ekki einn af hinum 12 postulum Jesú. Tilkoma hans er útskýrð í Postulasögunni en Páll var áður Saul frá Tarsus sem ofsótti kristna og gerði sér far um að útrýma þeim. Í postulasögunni er því lýst að Drottinn sjálfur hafi útvalið hann sem boðbera sinn.

Fátt er þar annað skrifað um fyrra lífshlaup Páls eða lífsreynslu. En víst er að hann virðist hafa verið mun "stífari á meiningunni" en hinir upprunalegu postular Jesú.

Eins og Gunnar bendir á eru kenningarnar skrifaðar síðar, margþýddar og áreiðanlega oft mistúlkaðar, viljandi eða óviljandi. Þó tel ég að skrif um ævihlaup Jesú sjálfs og boðskap hans sé ekki síður trúverðug en önnur sagnaskrif frá þessum tíma.

Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 13:31

4 identicon

Stundum er Páll nefndur ,,fyrsti guðfræðingurinn."  Hann móatði kenninguna og blandaði þar saman kenningum Krists, siðfræði Grikkja og sjálfsagt ýmsu öðru sem hann hafði týnt upp á lífsleiðinni.  Páli var grinilega illa við alla lausung í kynferðismálum en hvergi fjallar hann skipulega um kynlíf frekar en annað en grípur á mörgu í bréfum sem eru skrifuð inn í stað og stund tiltekinna safnaða sem oft höfðu kvartað undan tilteknum vandamálum.

Páll var menntaður handverksmaður.  Ég man ekki í svipinn hvort hann var söðlasmiður eða leirkerasmiður?! Kv. baldur

Baldur Kristjánsson 28.8.2010 kl. 14:19

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hafa þessar hommapælingar kirkjunnar ekki bara komið fram í öndverðu, til að halda uppi aga í hinum geisivinsælu munkaklaustrum? Það hefur sjálfsagt gengið á með ýmsu á þeim bæjum.

Brjánn Guðjónsson, 28.8.2010 kl. 14:35

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vona að enginn hafi mistúlkað orð mín á þann veg að ég sé trúleysingi. Ég var skírður til kristni og staðfesti það með fermingunni. Síðan hef ég kvænst og skírt mín börn til kristinnar trúar.

Það eru umboðsmenn trúarinnar sem ég gagnrýni, umboðsmenn sem oft á tíðum tóku sitt umboð með valdi.

Það er í raun merkilegt að kristin trú hafi lifað af allar þær hremmingar sem yfir hana gengu, fyrst í upphafi þegar andstæðingar trúarinnar reyndu að koma henni á kné. Þó hefur kristnin sennilega verið hættast síðar, þegar umboðsmenn hennar misnotuðu trúna til alls kyns óhæfuverka og kúgunar á almenningi. Miðaldir hafa löngum verið taldar myrkustu tímar í Evrópu, þá gengu hinir svokölluðu útvaldir guðsmenn berserksgang gegn alþýðunni. Því er merkilegt að kristin trú skuli hafað lifað þær hremmingar af.

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 15:22

7 identicon

Kristján Sigurður:  Sannarlega er minnst á kynlíf tveggja karla í Biblíunni. M.a.  er það sagt "andstyggð" í augum Guðs þegar karlmaður leggst með öðrum karli.  En því miður er það æði oft svo, að þeir, sem gagnrýna Biblíuna hvað mest, hafa alls ekki lesið hans, eins og sannast hér á fyrrnefndum Kristjáni!

Dofri 28.8.2010 kl. 15:26

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisvert innlegg, Brjánn, en þó er spurning hvort kynhneigð hafi yfirhöfuð nokkuð haft með klausturstofnanir að gera.

Upphaflega held ég að klaustrin hafi verið stofnuð sem fræðasamfélög þar sem veraldarmálin öll voru útilokuð vegna þess að þau trufluðu fræðin.

Svipað hefur áreiðanlega verið með íslensku klaustrin; að þau hafi frekar verið athvarf fræðimanna en flóttaleið samkynhneigðra.

Svo mikið veit ég að einn af forfeðrum mínum, Einar prestur í Heydölum, var ekki aðeins sonur ábóta heldur einnig sonarsonur ábóta. :)

Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 15:31

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakið innsláttarvillu í síðustu línu; dóttursonur ábóta, átti þetta að vera!

Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 15:35

10 identicon

Kaþólsk klaustursmenning var/er sukk og svínarí...

DoctorE 28.8.2010 kl. 17:14

11 identicon

Óli Jón, tel fullvíst að Jón Valur geti leitt þig í allann sannleika um þetta mál.

itg 28.8.2010 kl. 19:42

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Doksi, Kiljan nefndi aldrei neitt sukk og svínarí. Samt kynntist hann klausturlífinu mæta vel þegar hann bjó í Clervaux klaustrinu í Luxembourg og deildi þar kjörum með reglubræðrum. Sem eru kaþólskir eins og flestir Evrópubúar sunnan frísneska svæðisins.

Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 20:07

13 identicon

'Eg tek undir að þeir sem gagnrýna Biblíuna sem mest hafa oft ekki lesið hana eða mikið í henni.

Páll Postuli var boðberi Krists og það segir í bibliunni að það sé synd þegar maður leggst með manni og kona með konu. Biblían er orð Guðs og annað hvort trúir fólk því eða ekki. Við eigum ekki að túlka hana eins og okkur hentar. Ég er dauðþreytt á því að hafa "homosexual lifestyle " troðið ofan í kokið á mér og mínum börnum. Ég hef ekkert hatur á þessum einstaklingum og geta þeir gert það sem þeir vilja bak við lokaðar dyr. Af hverju þurfa þeir að ráðast inn í kirkjurnar er ekki nóg að hafa löglega sambúð? Þetta er óvirðing við orð Guðs .

Einnig af hverju þarf þetta fólk að hafa skrúðgöngu hálf nakið og haga sér eins og sirkus frík. Ég sé ekki að við hin fáum sérstakan dag til að halda upp á að við kjósum að vera maður-kona .

það er alltaf bent á Kristnina sem trúnna sem er á móti þessum lífsstíl, já reynið Múslimanna þar er þetta fólk drepið. Þreytt á sífelltri gagnrýni á Kristnatrú, hún er ekki eina trúin sem hefur þessi álit á samkynhneigðum. Eruð þið kanski pínu hrædd að gagnrýna múslima....þeir gætu komið eftir ykkur?? Boðskapur Krists er ást og trúi ég á hann , en synd hefur afleiðingar!

Binna Porter 28.8.2010 kl. 20:20

14 Smámynd: Óli Jón

Kristján: Það er talað um samkynhneigð og að menn eigi ekki að leggjast með öðrum mönnum á nokkrum stöðum í Biblíunni og nokkur ummælanna eru tileinkuð postulanum Páli beint. Þannig er talað beint um kynlíf tveggja karla í Biblíunni. Hvað varðar kynferðislega þráhyggju kirkjunnar, þá er ég afar sammála þér í þeim efnum.

Gunnar: Sammála. En margar kenninganna eru þó það vondar upprunalega að það þarft ekki að mistúlka þær til að þær boði vonda hluti.

Kolbrún: Þessi 'stífni' postulans Páls er líklega það sem leggst vel í kristna. Hann er mjög afdráttarlaus í sínum málflutningi og það hentar þeim vel.

Baldur: Postulinn Páll talar beint um að karlar eigi ekki að leggjast með öðrum körlum sem konur séu, en fer svo sem ekki nánar út í hvernig sú glíma fer fram. Hins vegar verður ekki litið fram hjá því að meining postulans Páls er skýr og það hafa sannkristnir gripið á lofti í ólundarkasti sínu gagnvart samkynhneigðum.

Brjánn: Það er líklega afar góð skýring :)

Gunnar: Ég túlkaði orð þín ekki þannig, altént. Það er ekkert merkilegt að kristin trú hafi lifað af margvíslegar hremmingar í gegnum tíðina, enda þreifst hún vel í fáfræðinni í denn. Á þeim tíma tókst henni, og öðrum trúarbrögðum, að byggja upp slíka þrælslund í mannkyn að það hefur tekið nokkurn tíma að vonda ofan af henni. Hins vegar fjarar hratt undan trú í upplýstum löndum og má það m.a. sjá á því að helstu sóknarfæri kaþólsku kirkjunnar eru í óupplýstum hlutum Afríku, þar sem hún lætur greipar sópa.

Kristin trú mun rýrna í roðinu á næstu 50 árum, svo mikið að hún verður ekki svipur hjá sjón. Hérlendis verður náðarhöggið það að ungabörn verða ekki lengur skráð í trúfélag móður. Afleiðingin verður sú að 5-10% þjóðarinnar verða skráð í kristna kirkju meðan hinum stendur annað hvort á sama eða eru á móti henni.

itg: Ég veit að hann getur komið með sinn sannleika að þessu máli.

Binna: Hinsegin dagar eru tilkomnir vegna fólks á borð við þig, einhvers konar ólundarliðs. Ef ekki væri fyrir þessa nöturlegu fordóma sem þú dregur upp í innleggi þínu þá væri ekki þörf fyrir Hinsegin daga. Einn dag á ári þar sem samkynhneigðir geta safnast saman ásamt velunnurum þeirra og gert sér glaðan dag. Það segir mikið um hug þjóðarinnar að 70-100 þúsund manns taka nú þátt í þessum hátíðahöldum þannig að þjóðin stendur bersýnilega með samkynhneigðum. Hún stendur altént ekki með þér.

En þú og þínir líkar getið verið fúl alla hina daga ársins :) Haldið ykkar eigin Fordóma- og forpúkunardaga.

Hvað varðar gagnrýni á kristna trú, þá er það bara landfræðilegt slys að hún er ráðandi hér og því er hún gagnrýnd. Ég segi landfræðilegt slys því hún getur ekki verið persónuleg þegar trúin gengur í ættum og löndum. Þá er hún innrætt í fólk og það er aum trú.

Óli Jón, 28.8.2010 kl. 21:14

15 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða máli skiptir fortíðin? Lifum við ekki öll í nútímanum? Getur upplýst fólk nútímans tekið eitthvert mark á vangaveltum einhverra gæðinga, einhver 2000 þúsund á aftur í tímann, þegar enginn vissi neitt í sinn haus?

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 21:24

16 Smámynd: Óli Jón

Björn: Því miður virðist lítill, en nokkuð áhrifamikill, hópur fólks ekki geta slitið sig frá þessu. Hið jákvæða í stöðunni er að almenningur er að vakna til vitundar og átta sig. Það sést á því að áhrif þessa litla hóps fara ört dvínandi, með Guðs blessun :)

Óli Jón, 28.8.2010 kl. 21:35

17 identicon

Hvaða máli skipti það hvað er skrifað í einhverja bók fyrir meira en 2000 árum???? Þennan texta er síðan búið að margþýða og margbreyta ótrúlega oft?? Það stendur ekki steinn yfir steini. Þetta er það sem menn héldu fyrir meira en 2000 árum síðan .

Af hverju ætti við nútíma mennirnir að binda okkur í slíkan klafa að fara eftir þessu??? Mér er algerlega fyrirmunað að skilja það???

Þorvaldur Þórsson 29.8.2010 kl. 00:54

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óli Jón, það er oft gott að vera vel upplýstur ef maður á málstað að verja.

Þessi "litli" kristni hópur sem þú talar um eru fjölmennustu trúarbrögð í heimi, eða 2100 milljónir manns.

Þau næst fjölmennustu eru islamistar um 1500 milljónir manns.

Hindu þriðju stærstu, um 1000 milljónir manns.

Og þótt viðmælendur þínir lesi sér til um mannkynssöguna, þar með talin trúarbragðaþáttinn og hafi einhverja nasasjón af kenningum hans, er ekki sjálfgefið að viðmælandinn sé viti sínu fjær af aðdáun og tilbeiðslu.

Fyrir byrjendur í trúarbragðasögu, mæli ég eindregið með að þeir lesi sér til um hina þrjá aðalguði í Hindu. :)

Kolbrún Hilmars, 29.8.2010 kl. 18:33

19 Smámynd: Odie

Það er nú alltaf gaman að skoða söguna.  Eins og þegar mannrán voru notuð til að kristna Íslendinga eða þegar hálshöggva þurfti fólk til að láta það sjá ljósið og skipta um trúfélag.  Svona er nú boðskapurinn skrýtinn.

Odie, 31.8.2010 kl. 10:31

20 Smámynd: Vendetta

"... en synd hefur afleiðingar!"

Binna, hvað er synd? Ég fyrir mitt leyti trúi ekki á synd, syndgun eða syndleysi. Þetta hugtak er ekki skilgreint hjá öðrum en trúuðum (kristnum o.fl.) og þess vegna er þetta hugtak algjörlega merkingarlaust fyrir aðra. Ég geri ráð fyrir, að flest venjulegt fólk loki eyrunum eins og ég geri, þegar þið kristnu talið um synd. Þá getið þið hamazt eins og rjúpur við staur og logið því að allir fæðist syndugir og að samkynhneigðir eða ógiftir lifi í synd, það er enginn sem tekur mark á ykkur hvort eð er.

Að öðru leyti er ég sammála Óla Jóni.

Vendetta, 15.9.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband