Ferming og ólögráða börn

TrektÞessu þurfum við að breyta hér heima. Það er fjöldi Íslendinga sem dauðsér eftir að hafa farið í gegnum fermingartrektina og vildi gjarnan hafa sleppt því. Það eru engar málefnalegar ástæður til þess að ólögráða börn séu látin taka svona ákvörðun, sér í lagi ekki meðan þau hafa t.d. ekki um að segja hvað þau megi vera lengi úti á kvöldin. Vera má að það sé hægt að finna til einhverjar viðskiptalegar forsendur út frá hagsmunum kirkjunnar, en málefnalegar eru þær ekki.

Ég vona að stjórnvöld og kirkjur taki höndum saman og leiðrétti þetta hið snarasta. Þó hef ég enga trú á því að það gerist, því miður, enda er um mikla hagsmuni að ræða fyrir Ríkiskirkjuna sem jafnast nær alveg á við sjálftökuréttinn sem hún hefur í leik- og grunnskólum þar sem hún hefur nær frítt spil hvað varðar trúboð.

En batnandi fólki er best að lifa og það má leyfa sér að vona að góðir hlutir geti gerst!
mbl.is Sjá eftir fermingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því mikilvægasta fyrir nýtt ísland er að hér verði ekki ríkiskirkja... að eina hlutverk ríkisins í trúarbrögðum sé eftirlit með þeim... grípa inn i þegar trúarsöfnuðir eru að selja kraftaverk... plokka peninga af fáfróðum og örvæntingarfullum

DoctorE 16.4.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það mætti búa til lagalegar skilgreiningar, sem banna trúarlegt áreiti við börn undir lögaldri. Einnig vantar skilgreininguna um fjárhagslegt áreiti við börn undir lögaldri, sem raunar snertir þetta mál líka. Hér er börnum hreinlega mútað til að taka þessa skuldbindingu.

Það er allt rangt við svona framferði og ætti að flokkast sem lögbrot. Siðlaust er það allavega.

Ég neitaði að fermast og var rekinn úr fermingafræðslu fyrir agengar spurningar.  Á mig var borið fé, ená það varð þó ekki til þess að ég lét til leiðast, heldur var það ótti foreldra minna við fordæmingu samfélagsins. "Hvað heldurðu að fólk segi? Hvað heldur þú að verði sagt um okkur sem foreldra? " Var viðkvæðið.

Ástæðan fyrir að ég fermdist var eingöngu sú hve móðir mín var miður sín yfir almenningsálitinu og það að hún hafði lagt svo mikið á sig til að halda veislu.

Ég verð alltaf jafn reiður þegar ég hugsa til þess hvað þetta rugl gerir góðu og vel meinandi fólki.

Skírn á ómálga börnum á ekki að líðast heldur.  Ungt fólk á að taka ákvörðun um þetta ritúal, þegar það verður lögráða. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 10:46

3 identicon

Dóttir mín átti að fermast í ár en ákvað að hún vildi það ekki. Hún sagðist hafa vissa trú á æðri mætti og myndi líklega biðja Guð að hjálpa sér ef mikið lægi við. Þó bjóst hún ekki við að það myndi gerast oft því hún sagðist ráða vel við flest sjálf. Annars myndi ég kannski frekar biðja þig mamma, sagði hún. Svo finnast henni biblíusögurnar frekar fjarstæðukenndar, svona eins og Íslendingasögurnar sagði hún. Nú, ég sagði ættingjunum að hún ætlaði ekki að fermast, við litla hrifningu langömmunar og eldri frænkna sem hugsuðu sér gott til kökuborðsins. Síðan ákvað ég að gefa henni bara táningagjöf. Svona tákn um að hún væri að komast í fullorðinna tölu þar sem hún tók sjálfstæða ákvörðun í trássi við það sem viðtekið er.  

Dagga 16.4.2010 kl. 11:26

4 Smámynd: Arnar

Flott og sjálfstæð dóttir sem þú átt Dagga og ég er ánægður með hvernig þú tókst á þessu.

Sjálfur fermdist ég bara af því að allir hinir gerðu það.  Hugsa samt að það hafi verið þá sem ég fattaði að ég var trúlaus, þetta hafði enga þýðingu fyrir mig.

Ferming er svona 'athafnavani' og þeir sem hafa ekki áhuga eru undir gríðarlega félagslegum og fjárhagslegum þrýstingi, oftast frá ættingjum.  Eldri ættingjum.

Ef kirkjan væri rökrétt þá ættu þeir aðeins að hafa áhuga á að skíra/ferma þá sem virkilega trúa.  En þetta virðist aðallega snúast um magnið hérna hjá þjóðkirkjunni.

Arnar, 16.4.2010 kl. 15:28

5 identicon

Fermimgarveislur ... a.m.k. 90% snúast alls ekkert um trú, trúarjátningu eða trúrækni, heldur gjafirnar og veislur. Ég er algjörlega á móti þessu fáránlega húmbúkki.

... og Dagga ... mikið vildi ég að krakkar væru almennt jafnskýrt þenkjandi og hún dóttir þín.

Algjörlega sammála hugleiðingum síðuhöfundar og þeim sem lagt hafa orð í belg.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! 16.4.2010 kl. 16:06

6 identicon

Ég féll fyrir gjöfunum sem og að allir voru að þessu.... þessar fermingargjafir eru ekkert nema mútur til að draga krakka inn í ruglið

DoctorE 16.4.2010 kl. 17:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fermdist en hef iðrast þess nær allar götur síðan. Ég var beittur þrýstingi og lét hugsunina um gjafirnar trufla mig. Ég hafði ekki frekar en aðrir unglingar á þessum aldri þroska til að meta gjörninginn af einhverju viti.

Ég sagði mig síðar úr þjóðkirkjunni og er utan trúfélaga. Ég á 3 börn, tvö þau eldri ákváðu sjálf að fermast en það yngsta ekki. Ég hvorki latti þau né hvatti, tel það ekki mitt að ákveða trú fyrir aðra, jafnvel ekki mín eigin börn.

Við nefndum yngsta barnið, ætluðum ekki að skíra það. Þegar það var kunngert upphófust þvílík læti og fyrirgangur í ættingjum að það hálfa hefði verið yfirdrifið. Það var ekki stundlegur friður og látunum linnti ekki fyrr en við gáfumst upp og létum undan, því miður.

Þegar barnið tók svo þá ákvörðun að fermast ekki eftir að hafa gengið til spurninga allan veturinn, byrjaði sami darraðardansinn aftur, en við foreldrarnir stóðum auðvitað með ákvörðun barnsins.

Það var ekki fyrr en við sögðum hingað og ekki lengra og hótuðum að slíta öllu sambandi við þá sem ekki gætu sætt sig við þetta, að sæmilegur friður komst á. Nú tíu árum síðar erum við  enn minnt á þessa "vitleysu" í okkur við hentug tækifæri.

Það eru viðhafðar trúarofsóknir á Íslandi. Við jarðafarir geri ég ekki krossmark yfir kistunni. Fyrir þetta hef ég fengið ítrekaðar ádrepur, sumar þannig að þær eiga lítið skylt við svokallaðan kristinn kærleik.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.4.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband