Færsluflokkur: Löggæsla

Um skriftir

SkriftirNokkur umræða er nú um skriftir og vægi þeirra. Allur meginþorri almennings telur að heill barna eigi að hafa forgang umfram trúnaðarskyldu presta við sóknarbörn sín meðan nokkur ólíkindatól vilja að sakbitnir misyndismenn njóti fulls trúnaðar. Forstöðumaður Kaþólska þjóðarflokksins skrifar t.d. pistil í dag á bloggsvæði flokksins þar sem hann tekur undir þau orð Geirs Waage að glæpamenn eigi að njóta fulls trúnaðar óháð því hverjar syndir þeirra eru.

Það leiðir mig hins vegar að því að íhuga hvaða gildi skriftir (eða játning gagnvart sálusorgara) hafa í dag. Í mínum huga eru skriftir hálfgerður óskapnaður sem komið var á laggirnar til þess eins að auka vægi og ítök presta í lífum sóknarbarna sinna. Ef sakbitinn einstaklingur kemur til prests á auðvitað að hvetja viðkomandi að fara til lögreglu og játa þar misgjörðir sínar fyrir veraldlegu valdi í stað þess að leggjast flatur fyrir presti sem í raun gefur viðkomandi upp sakir gegn því að hann iðrist. Nei, kirkjan vill síður að þessi glæpamaður neyðist til að fara til lögreglu og því hefur hann þennan góða kost sem hann getur valið í staðinn, kost sem er Guði í raun betur þóknanlegur en veraldlegt réttlæti.

Hver sem er getur gert sér upp iðrun, sé hann nógu sakbitinn og því hef ég trú á því að margir ótíndir glæpamenn hafi gengið keikir frá fundum sínum með prestum í gegnum þar sem þeir röktu syndaregistu sína og fengu aflausn í staðinn. Prestur á ekki að dæma í veraldlegum málum; hann á að koma allri vitneskju um saknæmt athæfi til veraldlegra yfirvalda.

Með því að hylma yfir með glæpamönnum og sparsla í brotna samvisku þeirra er kirkjan að setja sig ofar landslögum. Hún setur einn mann í sæti dómara og böðuls þar sem presturinn leggur línurnar fyrir glæpamanninn svo samviska hans geti orðið hrein og tær að nýju.

Kirkjan hefur þannig engan rétt til þess að bjóða glæpamönnum upp á valkost við veraldlega réttvísi, en í dag bjóðast 'sannkristnum' glæpamönnum tveir kostir:

  • farðu til lögreglu, játaðu og taktu út veraldlega refsingu gagnvart allra augum (sekt og/eða fangelsi)
  • farðu í leyni til prests, játaðu í leyni gagnvart einum manni og taktu út þá leynilegu refsingu sem þú velur þér sjálfur (bænabeiðsla og/eða flengingar?)

Er þetta ekki dásamlegur valkostur fyrir 'sannkristna' glæpamenn? Iðrast pínulítið, biðja ögn og jafnvel flengja sjálfan sig ... og þú kemur út eins og nýhreinsaður hundur, klár í leðjuslaginn að nýju? 

Í raun má segja að það sé helber dónaskapur við réttlætiskennd þjóðar að þessi seinni valkostur skuli vera í boði. En þetta hentar kristinni kirkju prýðilega, að því er virðist, enda býður hún þennan kost áfram, 'sannkristnum' glæpamönnum landsins til þæginda og hægðarauka.


mbl.is Þagnarskyldan er algjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband