Barnatrúin fallega

Barnatrúuðu leikskólabörninKirkjan og heimili viðkomandi er nákvæmlega einu staðirnir þar sem svona stúss er við hæfi. Það er gjörsamlega fjarstæðukennt að boða trú í leik- og grunnskólum ef trú á að vera persónuleg. En þetta er langsterkasta leið kirkjunnar til þess að viðhalda tilveru sinni og því sækir hún af krafti í börnin. Ég hef oft spurt, og aldrei fengið nein svör, um hversu mikils virði sú trú er sem innrætt er litlum börnum án þess að þau geti nokkuð haft um hana að segja? Hversu persónuleg er sú trú?

Í mínum huga er þessi trú hin sk. 'barnatrú', sem að mínu mati er aumasta birtingarmynd trúarinnar. Að trúa á eitthvað vegna þess að einhver hafði það fyrir þér þegar þú varst óviti? Við fyrstu skoðun virðist það vera nokkuð sem kirkjan ætti alls ekki að geta sætt sig við, en það er öðru nær. 'Barnatrúin' virðist bara vera besta leið kirkjunnar til að viðhalda ört smækkandi hópi sauða sinna og tilgangurinn helgar meðalið. Því er róið af festu í barnaskarann og spilað og trallað að Jesú sé besti vinur barnanna. Markhópurinn er 5-6 ára börn sem er uppálagt að trúa öllu sem fullorðna fólkið segir þeim. Þetta er sko trúboð í lagi.

Hvað er betra fyrir kirkjuna en heilu árgangar barna sem komast til manns og finnst sem þau verði að trúa á boðskap hennar? Vita ekki nákvæmlega af hverju þau trúa eða hverju þau trúa, en þeim finnst þau trúa einhverju. Þetta fólk segir aðspurt "að það eigi sína 'barnatrú'", sem er alltaf skýrt merki þess að innrætingin í æsku heldur dyggilega langt fram á fullorðinsárin.

Trúaðir virðast ekki hafa meiri trú á sinni trú en svo að þeir telji að enginn muni leita eftir henni ef hún er ekki innprentuð í sinni viðkomandi í blautri barnæsku. Að enginn muni, á fullorðins árum, finna raunverulega þrá til að leita eftir guði sínum, hver svo sem hann síðan er, án þess að hafa verið 'forritaður' í æsku. Nei, í hugum trúaðra virðist þetta vera nær útilokað og því þarf að þarf að kasta út veiðarfærunum í leik- og grunnskólum.

Ef kirkjan sættir sig við slíkan grundvöll fyrir sína trú, þá er lítið í hennar tilveru varið.

PS. Ég skora á alla þá sem þetta lesa og segjast eiga sína 'barnatrú' að taka sér nokkrar mínútur í að íhuga hvers vegna hún er til staðar. Íhuga hvort viðkomandi hafi einhvern tíma leitað sjálfur eftir henni eða hvort henni hafi verið komið fyrir af öðrum. Ef viðkomandi man ekki eftir öðru ástandi en því að eiga sína 'barnatrú', þá er hún líklega tilkomin vegna markvissrar og snjallrar íhlutunar kirkjunnar og þá hefur viðkomandi líklega aldrei tekið upplýsta afstöðu fyrir sjálfan sig í þessum efnum. Það þarf ekki margar mínútur til þess að hyggja að þessu, en þær geta leitt magnaðan sannleika í ljós.

Hægt er að styðjast við eftirfarandi spurningalista:

  1. Hef ég átt mína 'barnatrú' frá því ég man eftir mér?
  2. Ef svo er, var ég sjálf(ur) leitandi í minni trú eða bara ég bara óviti í leikskóla sem fékk heimsókn frá presti?

Þessi spurningalisti er í þróun og verður vonandi birtur aftur eftir endurskoðun.


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Þú kemur hlutunum alltaf vel og skiljanlega frá þér. Maður hefur lengi verið að pirrast yfir þessu, og hver og einn sjálfstætt hugsandi einstaklingur ætti að gefa sér tíma og íhuga það sem þú skrifar hér að ofan.

Reputo, 25.12.2009 kl. 12:25

2 Smámynd: Haukur Viðar

Sammála hverju einasta orði. Frábær pistill.

Haukur Viðar, 25.12.2009 kl. 12:27

3 identicon

Ég er sammála. Hinsvegar erum við öðruvísi en USA að einu leyti: við erum ennþá með ríkistrú. Á meðan svo er, þá má ríkistrúin ennþá vera hluti af opinberu uppeldi barna. Við þurfum að beita okkur fyrir því að losa okkur við þessa ríkistrú.

Freysi 25.12.2009 kl. 12:34

4 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta Óli!

Trúboð kirkjunnar í leik- og grunnskólum er henni til háborinnar SKAMMAR og einnig þeim forsvarsmönnum skólanna sem láta slíkan heilaþvott viðgangast á sinni vakt!

Ég hvet þá sem vísa í sína barnatrú til að fara að ráðum þínum og skoða hug sinn. Ef einhverjir þeirra finna að trúin er í raun þeirra er það jafn stórt skref og þeirra sem uppgötva að þeirra barnatrú er ekkert nema heilaþvottur á unga aldri. 

þessi grein hjá mbl sínir vel vanvirðingu kirkjunnar gagnvart þeim sem standa utan hennar.

Björk Sigurgeirsdóttir 25.12.2009 kl. 12:51

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

  1. Hef ég átt mína 'barnatrú' frá því ég man eftir mér?
  2. Ef svo er, var ég sjálf(ur) leitandi í minni trú eða bara ég bara óviti í leikskóla sem fékk heimsókn frá presti?

1) Man ekki eftir trúboði í leikskóla, enda var ég lítið á slíkum stofnunum sem barn. Átti "barnatrú" en hún hefur breyst, jafnvel stökkbreyst.

2) Já, ég var leitandi í minni trú, fékk enga heimsókn frá presti í leikskóla svo ég muni, faðir minn bað bænirnar mínar með mér sem barn og mér þótti það einstaklega gott og notalegt. Sérstaklega að hugsa um litlu englana sem sátu í kringum sængina mína    Pabbi dó þegar ég var sjö ára gömul, og þetta er mín fallegasta minning um hann, þessar bænastundir.  Hann sagði mér vissulega sögur líka og fleira, en bænirnar sitja eftir. 

Eiginlegt "trúboð" á kristni í leikskólum finnst mér alveg óþarft og óæskilegt  jafnframt í grunnskólum. En mér finnst sjálfsagt að kynna trúarbrögð fyrir börnum, bara spurning á hvaða aldri er rétt að byrja.   Nú svo mætti jafnvel hugsa sér að það væru grunnskólar og leikskólar með yfirlýstar stefnu varðandi boðun/ ekki boðun. 

Almennur ríkisstyrktur skóli verður þó að vera þannig að hann sé ekki útilokandi.  

Foreldrar sem vilja bjóða börnum sínum upp á kærleiksboðskap Jesú Krists geta gert það sjálfir, eða farið með þeim í sunnudagaskólann. 

Reynslan af mínum eigin börnum er sú að tvö þeirra eru trúuð  og eitt trúlaust, en hafa öll fengið sama uppeldið og sömu skólagönguna. 

Ég treysti börnum, sem öðru fólki til að finna það hjá sjálfu sér hvort og hverju það trúir.  "Barnatrú" þarf ekki að vera slæm trú, en það er kannski akkúrat fólk með þannig trú sem missir trúna þegar eitthvað slæmt kemur fyrir.  

Guðsmynd (hjá þeim sem hafa hana) ætti að þroskast og þróast með aldrinum.  Guð sem áður var hlutgerður sem faðir eða móðir, verður Guð sem afl sem heldur okkur gangandi, sköpunarkraftur og meðbyr.  Vissulega má kalla þetta afl eða anda föður eða móður en í öðrum skilningi  því við erum framlenging þess, eða sköpun og það er þetta afl sem er eldmóðurinn sem fær okkur til að hugsa, yrkja, semja lög, mála, syngja o.s.frv.... 

Jæja, þetta varð full djúp fílósófía um Guð. 

Bottom line: 

Ég er sammála því að það þarf ekki að vera með trúboð í skólum. 

Það sem aftur á móti ÞARF virkilega að kenna eða boða börnum á öllum skólastigum, er gagnrýn hugsun, sjálfsstyrking og virðing.  

Svo óska ég þér gleðilegrar jólahátíðar! 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 13:00

6 Smámynd: Sigurður Helgason

Bullu kollur af guðs náð

Sigurður Helgason, 25.12.2009 kl. 13:15

7 Smámynd: Óli Jón

Sigurður: Ég kann betur við að segja "... frá náttúrunnar hendi" :) en að öðru leyti er ég sammála þér!

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 13:17

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Krúttkallar   

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 13:31

9 Smámynd: Sigurður Helgason

Óli þú varst að hvetja menn til að borga til háskólans hér fyrir nokkru,

Veistu hvert þeir peningar fara,,,,,,,,,,,,,,,,, það er kapella í háskólanum og fara þeir ekki þangað,

 Skil þess vegna ekki allt þetta röfl, um guð og ekki guð.

þeir sem trúa halda uppi helgi leik um Krist sem er fyrsta morðtilræðið við hann,og bera pyntingatæki um hálsinn,

þeir sem ekki trúa, eru með jól og allt annað helgihald, eins og mér hentar skíra og ferma börn.

og einhvern veginn finnst mér að menn gaspra um einkvað sem þeir vita ekkert um,hafa aldrei lesið biblíuna eða breyta henni eftir sínu höfði, hvort menn telja sig trúaða eða ekki, þetta er bara rugl á báða bóga og hvet ég menn trúklausa sem trúaða eða hætta að gaspra og lesa bókina

Sigurður Helgason, 25.12.2009 kl. 13:33

10 Smámynd: Óli Jón

Sigurður: Ég hvatti til þess að peningar landsmanna rynnu frekar til Háskólans en til trúfélaga. Það kemur svo á daginn að trúarskattur þeirra sem standa utan trúfélaga rennur beint í ríkissjóð þannig að trúlausir eru skattlagðir umfram þá sem trúa, eins sanngjarnt og það er.

Hvað varðar kapellu í Háskólanum, þá vegur hún nú líklega ekki þungt í útgjöldum þar. Hins vegar er það algjörlega óþarft að vera með kapellu þar, enda er ávallt stutt í næstu kirkju í Reykjavík og ætti trúuðum að reynast aðvelt að renna á klukknasuðið sem sífellt stafar frá þeim :)

Jóhanna: Af því sem ég hef lesið eftir þig tel ég að þú nú leitt hugann meira að trú en margur. Þú átt örugglega þína barnatrú, en mér sýnist þú hafa sett þitt lag á hana þegar þú kemst til vits og ára. Að mínu viti kemur þú því ágætlega út úr þessu prófi (eins mikils virði og mitt álit á endanum er), meðan fjölmargir kolfalla algjörlega á því. Þó er rétt að útskýra að í mínum huga er fall skilgreint þannig að fólk hefur ekkert spáð í af hverju það trúir. Ef fólk hefur spurt sjálft sig út í þetta, þá er það í góðum málum.

Ég er algjörlega sammála þér varðandi þörfina á því að kenna börnum gagnrýna hugsun, styrkja þau og innræta þeim sjálfsvirðingu. Með þessa eiginleika í vegarnestinu geta þau tekist á við flesta hluti í lífinu og m.a. svarað fyrir sig, þegar þau hafa aldur og vit til, hvort þau séu leitandi í trú og ef svo, hvaða trú. Það á nefnilega ekki að vera sjálfgefið að íslensk börn trúi á Guð ríkiskirkjunnar, ef þau finna trúarþörfina á annað borð. Það er allt eins líklegt, og í raun mun líklegra, að aðrir guðir henti þeim mun betur.

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 13:55

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þá kemur þessi spurning sem ekki má spyrja? Hver er þessi náttúra sem menn tala um og setja í staðinn fyrir guð? Annað hvort er það hið sama eða náttúran er ekki til frekar en guð. Fræðilega séð að minnstakosti. Er af guði gerður nema af náttúrunnar hendi sé!

Vorum við sköpuð eða náttúruð? Orð einsog þróun eru líka vandræða orð því þau gera ráð fyrir tilgangi þegar tilgangurinn er enginn nema sá sem við viljum að hann sé og þá erum við aftur kominn inn í persónulega trú, nema þegar við viðljum tjá sameiginlegan tilgang þá erum við komin á trúarbragðastigið. Erfðavísindalega séð er ekki tilgangur með neinu nema svo þröngt skilgreindur að hann hefur enga almenna skírskotun (brún augu eiga að erfast oftar en blá!) eða þá svo víður " viðhald og viðgangur erfðamengis foreldris" að það hefur enga merkingu (nema trúarlega) og alveg sérstaklega þegar "erfðamengi foreldris" er síbreytileg og forsenda "þróunar". 

Trúarbrögð eru einsog stjórnmál og efnahagsmál, vísindi og listir. Ómögulegt að kveða í kútinn en allir vita að innihalda engan sannleik nema þann sem við gefum okkur á hverjum tíma. Trúarbrögð eru nefnilega stjórnmál að hluta til og stjórnmál trúarlegs eðlis bara ekki endinlega bundin við ákveðna trú. Að því leyti virðist pólitík "hlutlausari" en trúarbrögð. "lýðræði" hefur reynst mjög trúarlega hlaðið hugtak enda fæstir sammála um hvað það inniheldur.

Mín niðurstaða er að við eigum að flýta okkur hægt í að skipta um trú í landinu því við viljum ekki fá hvað sem er í staðinn. "political correctness" forfeðra okkar er að betra sé að halda í ríkistrú en að fá yfirsig átök sem við getum ekki stjórnað. Nútíma "politcal correctness" er að reyna aðsópa þessum átökum undir teppið vegna ótta við átök við "framandi" menningar og trúarheima. Það má ekki móðga múslima eða trúlausa eða votta jehóva kannski. Við þurfu einmitt átök um raunverulega merkingu hugtaka, menningu og skoðana. Með átök á ég við að menn standi og falli með sinni menningu eða grjóthaldi kjafti og skipti um menningu sem þeim hentar betur. Maður fer hinsvegar ekki úr annari erminni (þeirri trúarlegu en reyni að vera í hinni (efanum)

Þetta er höfuð ástæða þess að ríkistrú er sett inn í stjórnarskrána. Fyrst verður að breyta henni. 

Gísli Ingvarsson, 25.12.2009 kl. 13:59

12 identicon

Gísli: Þar sem verið er að tala um 'af náttúrunnar hendi' er verið að vísa í fræga vísindalega uppgötvun frá 1859, eða þar um bil, sem kennd er við Charles Darwin og stundum nefnd 'Þróunarkenningin' ég hvet þig til að kynna þér hana ýtarlega ef þú hefur ekki heyrt um hana áður! hún Hefur ekkert með trúmál að gera að örðu leiti en því að forsvarsmenn sumra trúfélaga hafa barist hatramlega gegn útbreiðslu hennar af einhverjum orsökum.

Hitt er rétt að samkvæmt stjórnarskrá er bæði kveðið á um ríkiskirkju og trúfrelsi og ég er alveg sammála þér með að annað þeirra verður að afmá úr stjórnarskránni. Það er kominn tími á að endurskoða stjórnarskrána og gera raunverulegt trúfrelsi á landinu. 

Björk Sigurgeirsdóttir 25.12.2009 kl. 14:39

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir gott svar Óli Jón.

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 15:06

14 identicon

Hér er greinilega bloggað af lítilli þekkingu og miklum fordómum.

Hrímfaxi 25.12.2009 kl. 15:07

15 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Góður pistill sem vekur til umhugsunar. Það kom mér satt að segja á óvart þegar ég hóf störf í opinberu uppeldisstarfi hvað það er mikil trúarinnræting í opinberum skólum og í tengslum við þá. Mun meiri en ég man eftir af mínum eigin leikskóla- og skólaferli.

Ekki minnist ég þess að hafa fengið prest í heimsókn í leikskóla eða eftir kirkjuheimsóknum í skóla, fyrr en í fermingarfræðslu. En nú er það að því að virðist ómissandi hluti af starfi opinberra leik- og grunnskóla og ég set stórt spurningarmerki við það.

Værum við sátt við það ef þeir stjórnmálaflokkar, sem fara með völdin hverju sinni, fengju að heimsækja leik- og grunnskóla reglulega og fræða börnin um lífsskoðanir sinna félagsmanna? Að þeir fengju að vera með ungliðastarf innan veggja skólanna og að börnin fengju miða í skólanum með boðum á flokkssamkomur?

Svala Jónsdóttir, 25.12.2009 kl. 15:24

16 identicon

Takk fyrir mjög góða grein. Sammála hverju orði.

Sigurður Hólm Gunnarsson 25.12.2009 kl. 15:42

17 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Ég er ekki með neina barnatrú. Ég man ekki eftir því að hafa fengið innlit af presti í leikskólanum.  Ofboðslegar áhyggjur eru þetta í mönnum útaf slíku. Eitt innlit á misseri eða vetri skilar engu í sjálfu sér. Eins og það verði eitthvert barnatrúarinnræti fyrir tilstilli hálftímastopps prests á margra mánaða fresti. Sko börn á þessum aldri grípa ekki ræður eða  hugleiðingar. Það er bara þannig. 

Þau skilja hlutina mun sterkar sjónrænt. Myndir af Jesúbarninu virka þá t.d. helst.  og það verður að hafa það mjög einfalt. En það verður síðan að fylgja svoleiðis hlutum eftir. Nám á sér stað við endurtekningar og það virkar endurtekningar. Barnatrú fæðist ekki við það að prestur komi í nokkur skipti leiksskólann! Hún verður til við uppeldi foreldra sem kenna börnum sínum bænir og trúarlega hugsun.   Mín reynsla af starfi með fólki er á þann veg að það skiptir engu máli hvað þú ætlar að ala börn uppí, ef foreldrarnir eru ekki með í því þá virkar það ekki. Engin atferlismótun getur á sér stað án foreldranna nema þeir séu með, þátttakendur í því.  

Annars þá er ég ekki inná þeirri línu að prestar séu að fara í leikskóla til þess að tala við börnin. Sleppa því bara. Ég tel að það skili engu.  Mér finnst heldur ekki að fræðsla um trú eigi að fara fram í skólum.  Ég tel mikilvægara að kenna börnum gagnrýna hugsun.  Það er hins vegar á ábyrgð foreldra þeirra hvort þau taki kristna trú, hvort þú séu skírð eða fermd. Allt trúarlegt uppeldi ætti því að vera á ábyrgð foreldra sem eru virk innan kirkjunnar.   

Þórður Guðmundsson, 25.12.2009 kl. 16:05

18 Smámynd: Þórður Guðmundsson

...ala börn uppí... nah...kenna börnum miklu frekar.

Þórður Guðmundsson, 25.12.2009 kl. 16:08

19 identicon

Gagngrýnin hugsun, my ass! Hún er barnatrú hjá fólki sem eru afkvæma foreldra 68 kynslóðarinnar.

Jakob Andersen 25.12.2009 kl. 17:28

20 identicon

Féð sem fór til Háskóla Íslands fór ekki í almennan rekstur hans heldur var féð sett í styrktarsjóð sem nemendur gátu sótt styrki úr. Guðfræðinemar fengu aldrei styrk úr þessum sjóð. Þetta hef ég frá móður minni sem er að læra guðfræði.

En já, þetta er góð grein og nokkuð vel sett fram.

Svavar Kjarrval 25.12.2009 kl. 18:13

21 Smámynd: Óli Jón

Gísli: Þegar þú talar um að ekki eigi að flýta því að skipta um trú í landinu, þá óhjákvæmilega kemur upp sú spurning af hverju er hægt að segja að það sé ákveðin trú í landinu nú þegar? Ef trú er persónuleg, þá sprettur hún ekki upp úr landi, þjóð eða menningu. Ef trú er hins vegar bundin við land, þjóð og menningu, þá hættir hún að vera persónuleg. Hvort hugnast trúuðu fólki betur: að vera undir ríkistrú eða eiga sína eigin persónulegu trú.

Ef svarið er að fólk vilji ríkistrú, þá er sjálfsagt að kynna hana kröftuglega í leik- og grunnskólum þannig að börnin meðtaki hana sem allra, allra fyrst í sinni bernsku. Það er ekkert nema sjálfsagt að öflug ríkistrú sé kynnt með afgerandi hætti meðal yngstu kynslóða þjóðarinnar hverju sinni svo hún verði sem staðföstust í trúnni þegar hún fær aldur og skynsemi til að velja og hafna sjálf.

Ef við hins vegar kjósum að hafa hér persónulega trú sem upplýst og meðvitað fólk meðtekur af fúsum og frjálsum hætti, þá þarf að hætta meðgjöf með hálfkaraðri ríkistrú í leik- og grunnskólum hið allra fyrsta. Persónuleg trú ætti nefnilega að vera sprottin upp úr innri þörf eða þrá eftir samvist með guði eða guðum viðkomandi eða hverjum öðrum þeim átrúnaði sem viðkomandi velur sér. Þetta merkir ekki að leggja þurfi niður trúarbragðafræði í skólum, en það er þó engin ástæða til að hamra mikið á henni því slík fræðsla getur aldrei gert öllum trúarlegum möguleikum jafn hátt undir höfði og því verður hún bara meira til ógagns en hitt. Áhrif trúar á íslenskt samfélag er nauðsynlegt að kynna réttilega í sögukennslu.

Björk: Þetta er kórrétt!

Hrímfaxi: Það væri áhugavert að fá að ítarlegra og upplýstara innlegg frá þér en þessa snilld sem þú skildir eftir þig, eins áhugaverð og hún nú er. Ég hlýt að álíta að þú búir yfir þekkingu sem gæti komið að góðum notum í þessari umræðu.

Svala: Það er gott að fá þitt sjónarmið inn í þessa umræðu því margir vilja ekki kannast við þessi ítök ríkistrúarinnar í leik- og grunnskólum landsins. Oft á tíðum eru þessi inngrip kirkjunnar mjög afgerandi og íþyngjandi, sér í lagi fyrir þau börn sem ætlað er að alast upp óbundin af kreddum bæði hvað varðar trú og trúleysi. Forvígismenn trúaðra setja nefnilega jafnaðarmerki á milli þess að börn verði trúlaus ef þau fá ekki trúarlegt uppeldi í skólum. Þetta sýnir auðvitað best hversu litla trú þetta fólk hefur á sinni trú þegar það telur hana ekki eiga nokkurn möguleika nema hún sé kyrfilega forrituð í huga litlu barnanna strax í bernsku.

Þórður: Þú segir að eitt innlit prests af og til skipti engu máli. Má ekki þar með segja að það skipti þá engu máli ef þessar heimsóknir eru aflagðar eins og þú sjálfur lýsir? Hvað varðar það að foreldrar eigi að velja trú fyrir börn sín, þá finnst mér það reyndar skjóta skökku við, því hvernig getur einhver valið trú fyrir aðra manneskju? Er það þá raunveruleg trú viðkomandi eða bara áhrif frá foreldrum? Getur slík trú orðið raunverulega persónuleg?

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 18:30

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Flottur pistill og mörg góð komment  ... kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 25.12.2009 kl. 20:02

23 identicon

Petúr: -Mamma, ég sá bók á bókasafninu sem heitur bíbliuna.

Mamma: -Ja?

Pétur: -Hér er sagt fra Jesus og Guð.

Mamma: -Það er rétt.

Pétur: -En hvers vegna sagði þú ekki frá bókinna?

Mamma: -Óli Jón vildi það ekki. Han vill ekki að við veljum fyrir þig. Þú verður sjálfur að fara á bókasafn og leita að trúin.

Pétur: -Já, ég skil. Og er eitthvað varið í bókina?

Mamma: -Þessi bók er vond. En nú verður að nóta gagngrýnin hugsun sem við vorum búinn að kenna þig og innrætta þig frá fæðingum og komast að því sjálfur.

Jakob Andersen 25.12.2009 kl. 21:20

24 Smámynd: Óli Jón

Jakob: Þetta er falleg saga og snilldarlega sögð. Það er gott að vita að það er hægt að finna trúna á bókasafninu, það einfaldar málin fyrir þá sem að henni leita á annað borð :)

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 21:29

25 identicon

Takk Óli. Ég mæli með að þú ferð á bókasafn eftir jólin ef þú ert að leita að eitthvað sem týndist í bernsku.

Jakob Andersen 25.12.2009 kl. 21:35

26 Smámynd: Óli Jón

Jakob: Ef ég færi á bókasafn, þá væri það til að ná í bækurnar um Tom Swift og Bob Moran :) það eru bækur lagi. Jú, og svo væri Basil fursti vel þeginn, en hann hef ég ekki fundið síðan ég var í sveit í Melkoti forðum daga.

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 21:37

27 identicon

Óli, ha, ha.

Fór inn á Wikipedia og leitaði að Bob Moran.

"Bob er hár og sterklega vaxinn, er liðtækur í ýmsum bardagaíþróttum og kann að beita margs konar vopnum..."

Er það ekki lýsing á fólk í Melkoti í forðum?

En kápumyndir af bókunum eru hreina snilddd!

Jakob Andersen 25.12.2009 kl. 22:04

28 Smámynd: Óli Jón

Jakob: Bob Moran er maðurinn, svo mikið er víst. Systkinin gömlu í Melkoti, eins flott og þau voru, svipaði þó afar lítið til Bobs.

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 22:19

29 identicon

Sæll Óli Jón, ´

Flott og góð grein hjá þér,

og athugasemdirnar eru ekki síðri....

man sjálf eftir ógleðinni sem fylgdi því að bragða á messuvíninu...

Viskan 25.12.2009 kl. 22:40

30 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Björk mér finnst æðislegt að þú skulir sega þetta svona:"..... 'af náttúrunnar hendi' er verið að vísa í fræga vísindalega uppgötvun frá 1859, eða þar um bil, sem kennd er við Charles Darwin og stundum nefnd 'Þróunarkenningin' ég hvet þig til að kynna þér hana ýtarlega ef þú hefur ekki heyrt um hana áður! hún Hefur ekkert með trúmál að gera að örðu leiti en því að forsvarsmenn sumra trúfélaga hafa barist hatramlega gegn útbreiðslu hennar af einhverjum orsökum." - Að sjálfsögðu hef ég aldrei heyrt um Darwin og þróunarkenninguna. Hins vegar hef ég heyrt marga "trúleysingja" leysa vandamál sín með því að vísa í þessa kenningu sem stafestingu á því að guð sé ekki til. Nú er það svoleiðis að engin vísindakenning sannar tilvist neins nema þess sem það vísar til. Ef um erfðafræði er að ræða þá skírir þróunarkenningin út aðlögunarhæfni lifandi vera en hefur ekki neina félagslega eða andlega eða neina aðra útskíringu á manninum eða öðrum dýrum jarðarinnar. Ef einhver segir þér að menn viti samkvæmt þróunarkenningunni af hverju fallegar konur vilja sofa hjá fallegum karlmönnum þá er það ekki "þróunarkenning" Darwins sem hefur búið til svoleiðis ævintýri. Vísindi eru ekki trú. Niðurstöður vísnda er ekki hægt að nota til að sanna eða afsannað trú. -

Óli Jón, ég er ekkert ósammála þér í að trú og ríki eigi að vera aðskilin. Það semég bendi á með ófullnægjandi hætti er að það getur valdið ókyrrð og tímabundnum ruglingi ( sem er varla á bætandi ) að leggja niður ríkistrúarstofnunina Kirkjan sem hefur alveg einsog þú segir ekkert með okkar persónulegu trú að gera.  Þetta er talsvert tilfinningalega hlaðið fyrir marga. Þetta er hægt og rólega að gerast í Noregi og í Svíþjóð eru ríki og kirkja aðskilin. Danmörk veit ég ekki. Bretlandi er ennþá ríkiskirkja og þar er konungsríki líka sem mér finnst persónulega fáránlæegt en virðist ganga hjá þeim. Svo það er hægt að hafa hlutina allavega og það er hefðin sem er aðal ástæða tregðunnar.-

Fyrst við erum að tala um mýtur sem mega missa sig hvernig væri að byrja á þjóðsögunni um sérstöðu íslendinga og íslands. Ég held að hún sé skaðlegri okkur í dag en allt trúargrufl. ( og hún er innrætt í börn okkar daglega í skólum landsins.) Ég skal ekki fara út í þá sálma núna.

Gísli Ingvarsson, 25.12.2009 kl. 22:49

31 Smámynd: Óli Jón

Gísli: Ég hygg að það kæmi þér á óvart hversu lítið almenningur myndi sakna tengingar á milli ríkis og kirkju. Stór meirihluti hans mun ekki einu sinni taka eftir því þegar þau óhelgu tengsl verða rofin, en það mun gerast fyrr en síðar. Það mun ekki valda neinum ruglingi, misskilningi eða ókyrrð.

Fyrir utan allt, þá tel ég að kirkjunni verði betur fyrir komið undan pilsfaldi ríkisins og utan skólastofanna. Þá munu t.d. raddir á borð við mína þagna hér á blogginu og kirkjan mun geta sinnt sínum hugðarefnum í friði.

En meðan hún nýtur forréttinda í þjóðfélaginu á borð við þau sem lýst er neðst í þessari frétt, þá verður hún alltaf á milli tannanna á fólki. Kirkjan á ekkert meira eða minna skilið en aðrar stofnanir í þjóðfélaginu. Svo einfalt er það.

Óli Jón, 25.12.2009 kl. 23:04

32 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég vil alls ekki þræta við þig því þú talar einsog sanngjarn maður og góðviljaður en þetta ástand ríkisstofnunarinnar Kirkju er stjórnarskárbundið og því dálítið mál að breyta því. Spurning hvað þarf til að koma slíkri breytingu á fyrir utan vilja þarf einbeittan vilja margra stjórnmálaafla sem einsog við vitum vinna ekki saman þegar eitthvað skiftir miklu máli. Ég sé fyrir mér að einhverjir muni nota þetta mál sem pólitíska kosningamynt á báða bóga. Það mun taka minnst 10 ár að koma slíkri breytingu í höfn og bara ef unnið er í því dag og nótt. Sérðu það gerast? Íslendingar hafa sótt um aðild að ESB. Það þarf stjórnarskrárbreytingu til að koma því endanlega í gegn ef svo ólíklega fer að þjóðin samþykki slíkan samning. Núna er áhugi í stjórnkerfinu að koma þessum ESB málum áleiðis og unnið "dag og nótt" að því markmiði. Ég sé ekki að slíkur áhugi skapist í stjórnkerfinu á næstunni að aðskilnaður ríkis og kirkju verði settur á oddinn.

Mér sýnist kirkjan ganga langt í því að láta kúga sig bara til að "halda friðinn". - Það getur orðið henni gagnslaust til lengdar en núna virkar það slævandi á áhuga manna á að breyta neinu fyrst kirkjan efnir ekki til vandræða.

Gísli Ingvarsson, 26.12.2009 kl. 00:56

33 Smámynd: Óli Jón

Gísli: Þessi þróun er óumflýjanleg, óháð því hversu langan tíma hún tekur. Fyrsti áhrifavaldurinn er stórfelld hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu á undanförnum árum sem birtist m.a. í bloggi sem þessu. Fólk ber ekki lengur sjálfkrafa virðingu fyrir trú og kirkju, enda ber þessum fyrirbærum engin sérstök virðing sem ekki er áunnin. Þetta birtist líka í því að nú er ekki lengur talið sjálfsagt að ríkiskirkjan athafni sig taumlaust í leik- og grunnskólum.

Annar áhrifavaldurinn verður afnám skylduskráningar hvítvoðunga í trúfélag móður. Ég vona að dómsmálaráðherra og ríkisstjórn standi í lappirnar og láti það verða að veruleika, enda er það mikið mannréttindamál. Ríkiskirkjan fer að finna fyrir þessari breytingu eftir nokkur ár þegar fjöldi skráðra Íslendinga í henni hrapar. Þá kemur í ljós að fylgi við hana er ekki nema lítið brot af því sem staðtölur sýna í dag. Þess vegna berst ríkiskirkjan gegn þessari lagasetningu með öllum ráðum, en mun vonandi ekki hafa sigur.

Ég vona að þriðji áhrifavaldurinn verði aðskilnaður skóla og kirkju. Það er sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun, enda á skólinn að vera byggður á veraldlegum grunni. Ég skora á lesendur að finna annan þátt í skólastarfinu sem er jafn sundrandi og trúin! Ekki er það stærðfræði, lestur, saga eða skrift? Trúin er það eina sem veldur því að nemendur eru aðskildir frá félögum sínum.

Það er því bara tímaspursmál hvenær trúin missir formlega ítök sín hér. En löngu áður en það gerist verða óformleg ítök hennar löngu dvínuð. Það er ekkert endilega slæmt fyrir trúna sem slíka. Hún mun bara ekki velta nokkrum milljörðum árlega og vera íþyngjandi fyrir ríkið. Í staðinn verður hún líklega betra athvarf fyrir sauði sína, eða svo vona ég.

Óli Jón, 26.12.2009 kl. 01:32

34 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þegar er talað um "barnatrú" felur það í sér trúnaðartraust á einfaldan boðskap kristninnar: Að Guð sé til, elski manninn og sé með honum ávallt.  Hún höfðar ekki sérlega til skynseminnar heldur er hún í ætt við traust. Hún er í ætt við traust okkar td. á föður eða móður, traust á náunganum eða heiminum yfirleitt.

Þessi tegund trúar getur verið sterk en fæstum er þörf á að rökræða hana sérstaklega. Svo dæmi sé tekið:  Hugmyndin um að Guð vaki yfir öllum mönnum og sé algóður huggari þeirra sem þjást. Þarf að sannfæra þann sem huggast af sjúkdómi eða harmi að Guð sé ekki huggarinn heldur eitthvað annað? Það væri skrítið óeðli að taka þátt í slíkri herferð og auðvitað ekkert annað en heimska. Líkist því að berja höfðinu við steininn.

Svo kölluðum "gáfumönnum" af yngri kynslóðinni líkar ekki þetta traust og telja það gera heiminn verri. Merkileg fílósófía það! Við því er samt ekkert að segja, þannig hefur það alltaf verið að menn annað hvort sjá og heyra hinn hreina tón eða ekki. Það var hugmynd okkar trúaða nóbelsskálds. Snillingurinn undir Jökli og Björn í Brekkukoti þetta voru allt saman börn - og ras-Jón var vondur.

Guðmundur Pálsson, 26.12.2009 kl. 02:38

35 Smámynd: Sigurður Helgason

Óli þú gleymir einu þegar þú segir að ekki verði eftir tekið, aðskilnaður ríkis og kirkju , kirkjan fer þá fram á að öllum kirkjujörðum verði skilað, og þær verða dýrar fyrir þjóðina, og hvað eiga allir þessir prestar að starfa við verða allir á bótum og við borgum

Sigurður Helgason, 26.12.2009 kl. 03:28

36 identicon

 Óli, hvernig ferðu að því að birta fáar greinar en ávallt þær allar í toppstöðunni, þ.e.a.s. í Umræðunni...  hefur einhver samband við þig, eða hefur þú samband við bloggstjórnina til að birta þetta á besta stað.... maður spyr sig !!

Með kveðju,

Einn bloggvinur sem vill ekki blogga undir nafni og furðar sig á að einhverjir útvaldir fái að blogga á besta stað án þess að hafa ákveðinn bloggferil né bloggvinafjölda .... svo maður spyr sig hvernig maður fari að því að vera svona VIP !!!

Viskan 26.12.2009 kl. 08:50

37 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Góð grein.

Sigurður, við borgum nú þegar fyrir kirkjugarðana, breytingin væri engin þótt þetta færi yfir á ríkið.

Guðmundur: "Þessi tegund trúar getur verið sterk en fæstum er þörf á að rökræða hana sérstaklega." Og svo næstu línur. Þú hefur semsagt ekki lesið biblíuna, hvorki gamla né nýja. Guð lætur fólk henda dætrum sínum (eða öðrum skítugum konum) til stjórnlauss múgsins til nauðgunar þar sem þeim er nauðgað til dauða. Guð lítur með velþóknun á að viðhalda hinu útvalda kyni með sifjaspelli (Abraham giftist dóttur bróður síns, Lot eignaðist börn með báðum dætrum sínum).

Jesús segir að koma hans felli ekki úr gildi gamlar reglur. Hann fjargviðrast líka yfir því að ákveðnum reglum sé ekki framfylgt af nægri hörku. Reglan sem um ræðir er að börn sem ekki hlýða foreldrum sínum skulu vera drepin.

Ástæðan fyrir að okkur ungu gáfumönnunum líkar ekki  þessi boðskapur er oft afþví að við höfum verið nálægt þessu, lesið ritninguna og séð hvernig trú í blindni virðist ekki bæta fólkið sem hana stundar. Og það að misnota unga krakka á þennan hátt er mjög ósiðlegt, prufaðu að ímynda þér að það sé verið að kenna börnunum eitthvað sem þú ert ósammála, t.d. talibana börn. Nákvæmlega sami hlutur sem þeim er kenndur. Guð er góður, guð er almáttugur, guð mun sjá um þig í lífi sem í dauða.

Gísli: lestu þróunarkenninguna almennilega. Augun opnast af skilningi, sem slær alla blinda trú út. Skilningur byggður á rannsóknum á hvernig heimurinn virkar. 

Síðan er ég nokkuð sammála þér að mörgu leyti, en tel að kirkjan verði að skiljast frá ríki. Kirkjan er alltof eyðslugjörn, og er hálfdautt tannlaust fyrirbæri. Hinir ýmsu söfnuðir gera mun meira fyrir minna, og kirkjan verður að taka það sér til fyrirmyndar ef hún ætlar ekki að...deyja drottni sínum ;)  Farið hefur fé betra, en þetta er sennilega það sem kirkjan þarf. 

Hrímfaxi: Fordómar eru þegar fólk dæmir fyrirfram. Mér sýnist flestir hérna vera búnir að skoða málið, hafi skilning, og dæmi eftirá. Það eru ekki fordómar. Ef ég ákveð að allir sem búi á Saurbæ séu hálfvitar þá eru það fordómar. Ef ég ÞEKKI alla á Saurbæ og finnst þeir vera hálfvitar þá eru það ekki fordómar. Skiljú?

(saurbær valinn af handahófi, hef ekkert á móti saurbæingum) 

Ari Kolbeinsson, 26.12.2009 kl. 10:42

38 Smámynd: Óli Jón

Guðmundur: Þú veist vel að þegar talað er um barnatrú, þá er átt við þá trú sem fólk nam í barnæsku. Það má vera að sökum þess að fólk nemur hana á ungum aldri sé hún talin hrein og góð. Það er betra að nefna hlutina réttum nöfnum. Þetta er sú tegund trúar sem fólk á hvað erfiðast með að gera upp því það ákvað aldrei að taka hana og sér því ekki hvernig það getur hafnað henni, þ.e. það fólk sem vaknar til meðvitundar um sína trú og sér að hún hentar ekki. Öll viljum við trúa því að barnæska okkar hafi verið með góðu vörðuð og því er barnatrúin jafn sterk og raun ber vitni. Það hefur þó ekkert með trúna sjálfa að gera heldur þá aðferð sem notuð var til innrætingar á henni.

Sigurður: Þú ert s.s. á því, sem sannkristinn maður væntanlega, að kirkjan eigi að taka til sín kirkjugarðana ef það kemur til aðskilnaðar hennar og ríkisins? Hvað á kirkjan svo að gera við kirkjugarðana? Loka þeim? Selja að þeim aðgang? Þetta er verðugt íhugunarefni. Hvernig sérð þú þetta fyrir þér?

Hvað varðar presta á atvinnuleysisbótum, þá borgum við nú þegar mun hærri laun undir þá sem skattborgarar. Hins vegar er það aumt að þú skulir sjálfkrafa gera ráð fyrir að þeir verði allir atvinnulausir. Sérðu s.s. ekki fyrir þér að trúin muni þrífast hérlendis eftir aðskilnað? Verður ekkert kristið fólk á Íslandi sem þarfnast þjónustu presta? Munt þú t.d. ekki nýta þér þjónustu presta fyrst þeir eru ekki starfandi undir pilsfaldi ríkisins? Eru frjálsir og óháðir prestar lakari eða verri en ríkisprestar? Þú hefur minni trú á kristninni en ég :)

Viskan: Ég bað aldrei um þetta og veit því ekki hvernig þetta er tilkomið :)

Óli Jón, 26.12.2009 kl. 11:48

39 Smámynd: Sigurður Helgason

þeir munu fara fram á kirkjujörðunum verði skilað til kirkjurnar öllu því þýfi sem kirkjan skilaði til ríkisins þegar það tók yfir , ekki kirkjugarðana þeir eru of dýrir í rekstri

Það var það sem biskup sagði mér þegar ég spurði hann,

Óli ég er einn af þeim sem hafa þessa barna trú, en er ekki fermdur, vegna að spurningar mínar voru of flóknar fyrir prestana þannig að mér var hent út, 

Nota ekki þjónustu presta, börnin mín fengu að ráða því þegar þau höfðu vit til hvort þau tækju skírn eða ekki, þau tóku afstöðu með kristinni trú og ég sagði þeim að láta skírast í fríkirkjunni sem er eina kirkjan sem söfnuðurinn borgar prestum laun fyrir utan hallelúja hopparana,

En ég talaði hvorki gegn trúnni né með, er sjálfur enn að hnoðast með bókina helgu og get ekki annað séð að hræsnin er of mikil í hinum kristnu mönnum, og presta þekki ég sem fóru trúaðir í háskólann og komu þaðan út trúlausir með öllu einhverskonar félagsfræðingar, og eftir því sem ég hef komist næst við lesturinn er að herra þessa heims sé herra djöfsi kallin, því guð er á himnum,svo það er stór spurning um hvaða guð við erum að ákalla í kirkjunum er það hin rétti GUÐ

ER MJÖG SVO SAMMÁLA ÞÉR Í FLESTU EF EKKI ÖLLU,ÞÚ ERT EKKI MEÐ SKÍTKAST EINS OG MARGIR HÉR Á BLOGGINU SVO ÞAÐ SEM ÞÚ SKRIFAR ER VERÐUGT LESTRAREFNI TAKK FYRIR MIG

Sigurður Helgason, 26.12.2009 kl. 13:04

40 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ágætt svar hjá þér Jón Óli. Ég átti ekki sérstaka barnatrú þegar ég var snáði. Ég ákvað að kanna málið með hlutlausum hætti sjálfur og einn, án áhrifa. Að skoða hvað trúin fæli í sér. Ég sá skírt og greinilega að ég vissi lítið. Hvað var eiginlega verið að tala um? Um hvað er þetta 2000 ára gamla fjas sem menn halda svona fast við? Það fyrsta sem ég gerði var að hlíða á texta rómversk kaþólskar messu. Ég fór nokkuð margra rannsóknarleiðangra. Ég sat einn út í horni og hugsaði. Hvað er eiginlega verið að segja? Hver er kjarni málsins?

Guðmundur Pálsson, 26.12.2009 kl. 14:21

41 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ekki gott að sitja úti í horni nafni? Þetta eru ágætis hugleiðingar Óli Jón. En ef fólki líður vel með barnatrú er það þá ekki bara hið besta mál? Er rétt að taka það frá fólki sérstaklega ef það vill halda í sína barnatrú? Auðvitað er æskilegra að fólk þroski sína trú en það er sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Að halda því fram að barnatrú sé "aumasta" birtingarmynd trúarinnar finnst mér ansi harkalega til orða tekið. Mér finnst enginn hafa rétt á því að setja einhverja "birtingarmynd" trúar ofar annarri.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.12.2009 kl. 15:22

42 Smámynd: Óli Jón

Guðmundur P.: Skv. þinni frásögn hefur þú komist að þinni trú með hlutlausri og upplýstri nálgun og því ætti þín trú að standa þér nær en ef hún hefði verið þér mötuð með móðurmjólkinni. Það er auðvitað bara mín skoðun.

Hver kjarni málsins er, það hef ég ekki hugmynd um :) og reikna reyndar síður með að spurningunni hafi verið beint til mín.

Guðmundur St.: Það er eitt að líða vel með sína barnatrú, en það breytir ekki því að það er rangt að innræta hana. Með því að innræta fólki barnatrúna er verið að taka fram fyrir hendurnar á því og ákveða fyrir það nokkuð sem ætti að vera ein persónulegasta og helgasta ákvörðun trúaðs einstaklings. Er það í lagi? Getur verið að barn sem innrætt er t.d. kristin trú liði endanlega betur í íslamskri eða hindúisma? Er ekki búið að taka heilmikið frá þessu barni með því að setja það á einn bás í risastóru fjósi og taka þannig af því það val sem það á rétt á?

Óli Jón, 26.12.2009 kl. 16:12

43 identicon

Fyrir utan að vara sammála um að aðgreina ríki og Þjoðkirkju, þá finnst mér fermingin fara fram alltof snemma.  Í mínum augum erum við ekki buin að ná þeim þroska, sem þarf -- til að taka þessa  stóru ákvðrðun-aðeins 14 ára gömul.  Þetta er gott og blessað í því að ná fjöldkyldu og vinum saman,  en fermingin sjálf er ekki tímabær fyrr en í fyrsta lagi 17 ára.  Þá erum við orðin mun sjálfstæðari til að taka svona mikilvæga ákvörðun.  Og mér finnst ekki börn taka ferminguna alvarlega nema örlítil prósenta. Þau þora ekki  skera sig ekki úr fjöldanum. Gaman líka að fá allar gjafirnar. trúin er ekki á bak við.....Þetta er mín skoðun og hefur lengi verið.,......

Vigdís Ágústsdóttir 27.12.2009 kl. 11:00

44 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Alveg er ég sammála Vigdísi hér að ofan með aðskilnaðinn og ferminguna. Ég er hinsvegar að velta fyrir mér orðum Sigurðar Helgasonar um kirkjujarðirnar. Ekki held ég að ríkið hafi mikið með þær að gera. Leyfum Kirkjunni að halda þeim og reka sig á því sem þær gefa af sér. Ef starfsemi verði hætt renni þær aftur til ríkisins. Hættum að stuðla að heilaþvætti í skólum og leikskólum en leyfum fólki að halda í sitt hálmstrá sem trúin er mörgum. Leggjum því ekki óþarfa steina í götu starfseminnar en látum hana gera sig sjálfa. Viskan, þeir sem stýra Moggabloggi vita hvað verður heitt efni og nú er nauðsynlegt að kynda þar ofninn.kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.12.2009 kl. 11:52

45 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já Óli Jón ég tel í lagi að innræta börnum kristilegt hugarfar og siðgæði enda hollt að innræta fallega og góða hluti fyrir börn. Ertu ekki sammála því Óli Jón? Það má allt eins snúna þessu við. Er í lagi að svipta börnum þeim rétti að læra um kærleika Krists og boðskap Jesú? Ég á trúlausa vini sem ákveða samt að senda börnin sín í sunnudagskóla. Það er enda líklega besta uppeldi sem börn fá. Kristin menning og kristilegt uppeldi hefur verið hornsteinn menningar og siðferðis þessarar þjóðar í yfir 1000 ár. Það eru margir sem gleyma því að við tilheyrum kristinni þjóð og menningu. Því verður ekki breytt á næstunni jafnvel þótt trú landsmanna minnki eitthvað. Ég tel að það sé ekkert betra fyrir börn en að fara í sunnudagaskóla og læra um Jesú og kærleiksverk hans. Sem betur fer eru flestir foreldrar á þessari skoðun. Ég veit heldur ekki um neitt barn sem hefur beðið andlegan skaða af því að læra um Jesú. Þegar unglingar komast til vits og ára ákveða þeir að staðfesta skírnina með ferningu eður ei. Flestir gera það en margir gera það ekki.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 17:12

46 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er reyndar sammála Vigdísi um að fermingin er of snemma.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 17:13

47 Smámynd: Óli Jón

Guðmundur St.: Af hverju ekki að kenna börnunum bara almenna og góða mannasiði? Það er það sem börnin hafa mest gott af. Af hverju að blanda einum guði af fjölmörgum í þetta mál? Besta uppeldið sem börn fá einkennist af víðsýni og opnum hug. Ef það á að ala þau upp í einni trú, þá er þegar búið að þrengja sjóndeildarhringinn verulega, og það að þrengja sjóndeildarhringinn er skaðandi í sjálfu sér! Sköpum frið um skólastarfið og tökum trúna út úr því. Nægilega er hún fyrirferðarmikil á öðrum sviðum þjóðfélagsins!

Ef það er ekkert betra til fyrir börn en að fara í sunnudagaskóla, þá eiga foreldrar bara endilega að gera það. Það er enginn sem bannar sunnudagaskóla, gættu að því! Breytum bara ekki almennum leik- og grunnskólum í sunnudagaskóla af því að foreldrar nenna ekki að sjá um trúarlegt uppeldi barna sinna! Það væri skelfilegt.

Óli Jón, 27.12.2009 kl. 17:46

48 identicon

Mig langar aðeins til að bæta við--- fátt hefur reynst heiminum tvíræðara en trú, því miður.  Fátt hefur leitt til meiri ófriðar, við erum að misnota trúna.  Mér finnst svona snemmbær ferming ábyrgðarleysi, og það gerir okkur ekki sanntrúuð, að fermast án ábyrgðartilfinningar. Þetta er alvarleg ákvörðun, sem mér finnst að þurfi að endurskoða. Ef fólk vill hafa ættarmót, til að halda smásýningu á afkvæmunum, þá það.  En, já ég vil sjá endurskoðun á ýmsu innan kirkju, eins og því að hækka fermingaraldur.....

Vigdís Ágústsdóttir 27.12.2009 kl. 19:29

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Óli Jón - þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sammála því að trúboð á ekki heima innan veggja skólans. Slíkt er ábyrgð foreldranna, en hitt er svo annað mál að mér þykir þið guðleysingjar gera full mikið úr ykkar skoðun. Það að prestur líti við og við í skóla drepur engann. Því allt endar þetta á þessum orðum þínum:

Af hverju að blanda einum guði af fjölmörgum í þetta mál? 

Segjum sem svo að prestum væri hleypt inní skólanna, þá vakna hin trúarbrögðin og vilja sömu réttindi og þjóðkirkjan. Það er eitthvað sem ekki allir kæra sig um, og þar á meðal ég. Þannig við erum meira sammála en ósammála held ég.

En hvað varðar barnatrúna þá er hún afar heilög, þ.e.a.s. fyrir hvern einstakling fyrir sig, og ber okkur að virða þá trú eftir fremsta megni. Þess vegna er það í valdi foreldranna að senda börn sín í sunndagaskóla, og er það alfarið á ábyrgð þeirra að sjá um trúarlegt uppeldi. Það uppeldi hefur verið vanrækt undanfarna áratugi, og getum við aðeins kennt okkur sjálfum um.

En ég þakka skemmtilegar pælingar, og sé ég málefnalegar umræður hér ofar. Það er ekki allir sem eru færir um slíkt þegar við kemur trúmálum. Þú veist hvað ég meina, og berð þú höfuð yfir herðar hvað það snertir Óli Jón.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.12.2009 kl. 23:59

50 Smámynd: Georg Bergþór Friðriksson

Guðmundur St., hver er "kristin menning" og með hvaða hætti hefur hún verið "hornsteinn" menningar og siðferðis þessarrar þjóðar í yfir 1000 ár ?

Nú vill svo til að við tölum hánorrænt tungumál, nokkuð sem ber menningu okkar vitni fremur en trú á einhverja yfirnattúru. Einnig eru nöfn okkar að langstærstum hluta hánorræn/germönsk fremur en ættuð úr gyðingdómi.

Lög okkar eru að grunni, líkt og lög velflestra evrópuríkja grundvölluð á sk. Rómarrétti sem hefur afskaplega lítið með kristindóm að gera, eða aðra yfirnáttúru. Grunnur Rómarréttar var lagður löngu fyrir tilkomu kristni.

Að sjálfsögðu er í lagi að hindra að kirkjan hafi aðgang að börnum, það er foreldranna að sjá um slíkt, hafi þeir á annað borð áhuga á slíku. Ef foreldrar vilja að börnin þeirra fái trúarlegt uppeldi á annað borð, væri þá ekki eðlilegast að börnin fengju snefil af öllum stærri trúarbrögðum svo þau gætu valið sjálf ? Öll trúarbrögð telja sig vera góð, hvað gerir þín að "þeim réttu" Guðmundur ? Telurðu hugsanlega skaðlegt að börnin þín fái aðgang að Íslam og fleiri góðum hlutum ?

Georg Bergþór Friðriksson, 28.12.2009 kl. 09:27

51 identicon

Börn að læra um Jesú.. það er í lagi svo lengi sem það fer fram undir réttum aðferðum... eins og sú staðreynd að Jesú er skáldsagnapersóna, Jesú var ekki góð skáldsagnapersóna.. hann var dómsdagsspámaður sem hótaði fólki hægri og vinstri.. .hann styður við að mannfórnir séu einhver lausn á einhverjum málum.. Hey gerum þennan að blóraböggli og drepum hann svo við verðum öll saklaus...
Eigum við að opna sunnudagaskóla og segja krökkunum hvernig Jesú var samkvæmt þeim sem skálduðu karlinn upp, kaþólksu kirkjunni... eigum við að segja krökkunum að kaþólska kirkjan lét Sússa hóta fólki hægri og vinstri til þess að fólk gegni í kaþólsku kirkjuna...
Já endilega að segja krökkum sannleikann um trúarbrögð.. það er algert möst

DoctorE 28.12.2009 kl. 09:59

52 Smámynd: Mofi

Hjartanlega sammála þér Óli að trúboð á ekki heima í leikskólum landsins. Það sem mér aftur á móti finnst að þínum málflutningi er að þú lætur sem svo að sumir mótast af því sem þeir var kennt sem börn en aðrir ekki. Við höfum öll ákveðna sýn á heiminn og án efa þá hafði margt af því sem maður heyrði og sá sem barn mikil áhrif. Sumum finnst heimur sem Guð skapaði rökréttur á meðan heimur án skapara ekki rökréttur. Aðrir eins og þú eru ósammála þessu og finnst heimur án skapara rökréttari. Af hverju er ein af þessum skoðunum eitthvað barnalegri en hin? 

Mofi, 28.12.2009 kl. 10:34

53 identicon

Já Mofi spyr barnalegrar spurningar: Hvers vegna er barnalegt að trúa á galdra, hvers vegna er barnalegt að trúa á gömul ævintýri fornmanna, hvers vegna er barnalegt að trúa því að ef menn gera eins og einhver galdrabók segir, að þá fái menn extra líf í lúxus með geimgaldrakarli.....
Hver er sýn Mofa á heiminn... Jú að trúa kexrugluðu ævintýri svo hann fái extra líf.. ekkert skiptir Mofa máli ef hann telur sig ekki fá extra líf í verðlaun....
Hvers vegna er barnalegt að hugsa svona.. aðeins trúaðir sjá það ekki vegna eigin sjálfselsku.

DoctorE 28.12.2009 kl. 10:40

54 Smámynd: Mofi

DoctorE, ég trúi ekki á galdra heldur trúi ég að það þarf vitsmuni til að hanna heilan alheim fullan af magnaðri hönnun. Galdrarnir eru alveg eins þín megin þar sem þú vilt láta þetta verða til fyrir tilviljun.

Mofi, 28.12.2009 kl. 10:55

55 identicon

Víst trúir þú á galdra og einn galdrakarl Mofi minn... þú trúir því að þessi galdrakarl hafi galdrað allt heila klappið upp úr ENGU.... og þú trúir þessu eingöngu vegna þess að þú elskar sjálfan þig of mikið.

Engir galdrar eru í vísindaþekkingu okkar á uppruna alheimsins.. og okkar, engar tilviljanir.. hvað er tilviljun annars...
Nei Mofi þetta líf okkar er allt mjög vel útskýrt með þróunarkenningu.... það sem þú gerir er að taka eitthvað og snúa því út og suður svo þú sjáir tengingu í gömlu geggjuðu bókina þína, bókina sem enginn veit hver skrifaði.. nema það að bókin var undir ritstjórn glæpahundana í kaþólsku kirkjunni í næstum 2000 ár... já meira að segja allur þessi tími sem fór í að þróa þessa heimsku bók dugði ekki til... því mennirnir/kuflarnir sem bjuggu bókina til datt aldrei í hug að "venjulegir" menn myndu fá að lesa þá heimsku sem lekur af hverju orði bókarinnar.
Það er alveg ljóst að meira segja Mofi myndi hlægja að þessari bók ef hann væri ekki svona fjandi sjálfselskur...

DoctorE 28.12.2009 kl. 11:21

56 identicon

Góð grein hjá þér Óli Jón. Móðir mín heitin sendi mig í sunnudagaskóla á sínum tíma, fannst trúlega eins og vantaði eitthvað í Jésúsmóttarkarann. Ekki gagnaðist það betur en svo að ég neitaði að láta ferma mig. Vildi ekki ráða mig í vistina hjá Guði. Þá var mér tilkynnt að mér yrði sagt upp þ.e. af móður minni. Í dag skil ég þessa afstöðu hennar verandi einstæð móðir í litlu þorpi útá landi. Svo var hún reyndar dálítil guðsmanneskja sú góða kona. Það þarf enga sunnudagaskóla, engan guð, engan Jesú bróður besta, enga tilbúna andans rétti,  til að hlúa að velferð barnanna okkar. Með því að kenna þau við ákveðin trúarbrögð með skírn, fermingu og allskonar mubójumbói erum við að ljúga að þeim. Og það er ljótt að ljúga, sérstaklega að litlum börnum.

Pálmi Gunnarsson 29.12.2009 kl. 18:14

57 Smámynd: Óli Jón

Haukur: Það er gott að sjá að ég á mér samherja meðal trúaðra í þessu máli, en það kemur mér reyndar ekki á óvart. Í þessu máli vegast á margvísleg sjónarmið, s.s. jafnrétti á meðal þeirra sem vilja stunda sín viðskipti innan veggja leik- og grunnskóla. Ég tel reyndar fyrst og fremst að það eigi ekki að ala börn upp í trú, en sé það raunin þá eiga foreldrar alfarið að sjá um það sjálfir með persónulegri nálgun og með því að nýta sér þau úrræði sem eru í boði hjá kirkju eða trúfélagi viðkomandi.

Ég held að allir geti verið sammála um að ekkert í skólastarfinu er jafn sundrandi og trúin og birtist það skýrast í því að iðulega er eitt eða fleiri börn tekin úr hópnum þegar skólinn fer í þann gírinn og þau sett afsíðis. Um það eru til mýmörg dæmi. Eins og ég hef áður bent á þá gerist það ekki þegar lestur, skrift eða stærðfræði eru á stundaskránni. Lausnin er því sú að hafa skólana algjörlega veraldlega og aðskilja þá þar með frá trúnni. Ég vil auðvitað hafa jólatrésskemmtanir, jólasveina, Heims um ból og allt það. Í mínum huga eru mörkin nokkuð nokkuð skýr og mig grunar að þau séu það einnig í hugum flestra. Þeir foreldrar sem vilja þykkja í grautnum fara einfaldlega með börnin í kirkju!

Ég þakka góð orð :)

Georg: Þetta eru athygliverðar hugleiðingar hjá þér varðandi meintar menningarlegar tengingar við kristindóminn.

Mofi: Ég tel að við getum öll verið sammála um að það sem við lærum sem börn geymist mun betur með okkur en það sem okkur er innrætt þegar við komumst við vits og ára. Auðvitað er þetta ekki algilt, en í mínum huga er þetta samt raunin í flestum tilvika. Ef okkur er t.d. kennt sem leik- og grunnskólabörnum að heimurinn hafi verið skapaður á nokkrum dögum fyrir ekki svo löngu síðan, þá er sú hugmynd lífseigari í hugum okkar en ef hún væri kynnt þegar við erum t.d. komin á gamla gagnfræðastigið svo ekki sé talað um framhaldsstigið.

Minn punktur er sá að ef börnin okkar fá veraldlega fræðslu í skólunum, þá geta þau verið opin fyrir öllum afbrigðum trúarinnar (eða lokuð, eftir atvikum) þegar þau hafa aldur og þroska til þess að meta öll þau tilboð sem finnast í trú. Þá geta þau t.d. tekið afstöðu til þess sjálf hvort heimurinn var hannaður og skapaður fyrir stuttu síðan eða hvort hann varð til úr engu með stórum hvelli fyrir löngu síðan :) Í mínum huga er niðurstaðan úr slíkri rannsókn, hver svo sem hún er, verðmætari en ef börnum er innrætt ein niðurstaða þegar þau hafa ekki þroska til þess að setja eðlilega fyrirvara.

Pálmi: Þetta er svo hin hliðin á peningnum, hversu lengi ber að halda trú frá börnum í skólum. Sjálfur vil ég miða við sjálfræðisaldurinn og skv. því er trú ekki í boði fyrr en í framhaldsskólum. Þar geta þau sjálf tekið upplýsta afstöðu út frá þeim þekkingar- og reynslubrunni sem þau hafa safnað í fram að þeim tíma.

Óli Jón, 31.12.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband