Þegar biskup kveður Ríkiskirkjuna ...

Kjarninn skrifar í dag grein í hverri vitnað er í tal Pétur Kr. Hafstein um að Ríkiskirkjan sé beitt ofbeldi. Er hann þá að vísa í að ríkið hafi krafist þess að viðræður fari fram um ómegðarstyrki ríkisins til trúfélaga í tengslum við að styrkur ársins 2016 var hækkað hressilega. Pétur segir að samningar skuli standa og er það rétt. Hins vegar þarf eitthvað vit að vera í samnningum svo þeir séu pappírsins virði og er rétt að fara yfir einn lið jarðakaupasamningsins og bera hann saman við veruleikafirringarmælistikuna góðu.

Skoðum 60. grein samnings ríkis og Ríkiskirkju frá árinu 1997:

Launagreiðslur og réttarstaða starfsmanna.
60. gr.
Ríkið standi skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskupsstofu.
Fjölgi skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki skráðum meðlimum þjóðkirkjunnar um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.
Fjölgi prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., skal ríkið greiða laun eins starfsmanns á biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., lækkar tala starfsmanna á biskupsstofu í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.
Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um Kjaradóm og kjaranefnd, nr. 120/1992, með áorðnum breytingum, eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með áorðnum breytingum, eftir því sem við getur átt.
Launagreiðslur annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar eru ríkinu óviðkomandi.


Ekki þarf flókinn útreikning til að sjá að þessi grein er gjörsamlega út í hött og hefur bara verið samin með hagsmuni Ríkiskirkjunnar í huga.

Árið eftir að samningurinn tekur gildi eru 244.893 sauðir skráðir í Ríkiskirkjuna og gef ég mér að fjöldinn árið 1996 hafi verið svipaður. Til einföldunar miða ég við töluna 245 þúsund og geng þá út frá því að . M.v. forsendur samningsins borgar ríkið undir einn biskup, tvo vígslubiskupa, 138 presta og prófasta og 18 starfsmenn Biskupsstofu. Með þetta í huga er hægt að byrja að reikna.

Breytingar á fjölda presta miðast við að fimm þúsund sauðir sæki að eða hverfi frá Ríkiskirkjunni. Ef fimm þúsund hverfa frá kirkjunni standa 240 þúsund og það fækkar um einn prest. Þetta getur alls gerst 49 sinnum þar til enginn er skráður í Ríkiskirkjuna og getur þannig fækkað um 49 presta m.v. þessa grein.

Breytingar á fjölda starfsfólks Biskupsstofu miðast við að það fjöldi eða fækki um tíu presta. Sé tekið mið af dæminu hér ofar hefur prestum fækkað um 49 og fækkar starfsfólki því um fjóra og standa þá 14 eftir.

Því er staðan sú ef/þegar enginn verður skráður í Ríkiskirkjuna munu eftirtaldir aðilar eftir sem áður verða á launaskrá ríkisins:

biskup (1)
vígslubiskupar (2)
prestar og prófastar (89)
starfsfólk (14)

Hafa ber í hug að ef/þegar þessi sviðsmynd verður að veruleika verður ekkert af þessu fólki skráð í Ríkiskirkjuna, en starfar samt fyrir hana. M.a.s. biskup mun hafa skráð sig úr Ríkiskirkjunni sem sýnir best hve vondur þessi samningur er og hve illa var að honum staðið.

Nú mun einhver benda á að þetta geti aldrei gerst, að sú stund muni aldrei renna upp að enginn verði skráður í Ríkiskirkjuna og er það líklega rétt. Samningurinn ætti hins vegar að miðast við þann möguleika á sama hátt og hann gerir ráð fyrir að ef skráðar sálir í Ríkiskirkjuna telji 500 þúsund verði prestum fjölgað í 189 og starfsfólki á Biskupsstof í 23. En af því að samningurinn gerir ekki ráð fyrir að kirkjan geti hreinlega lagst af er hann ekki í lagi. 

Sökum þessa er eðlilegt að endurskoða þessi mál í víðu samhengi. Þau einkennast öll af ómöguleika á alla kanta og aðeins hagsmunum Ríkiskirkjunnar er þjónað með þeim. Þess vegna fagna ég því að ríkið krefjist viðræðna um fjárreiður Ríkiskirkjunnar, en hef svo sem ekki miklar væntingar til að eitthvað komi úr því. Ríkiskirkjan hefur aldrei plumað sig upp á eigin spýtur eftir að hún byrjaði að hrærast á frjálsum markaði og ríkið hefur alltaf skorið hana úr snörunni.

Engin ástæða er til að ætla að öðruvísi verði farið núna ... en það er samt verðugt bænarefni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Þú setur fram samansafn lyga og hálfsannleiks í þessari samsuðu þinni. Hæstaréttardómarinn fyrrverandi sýnir að hann kann að lesa sér til í lögum sem og í kaupsamningum.

Sannleikurinn er einfaldur - flugfreyjamn og jarðfræðineminn stálu af þjóðkirkjunni með óvenju ósvífnum hætti miklum kaupleigughreiðslum og það ber að leiðrétta. VIð búum í réttarríki en ekki eftir hentistefnu ykkar kristnihataranna sem betur fer. Alþjóðleg er reglan og nefnist pacta sunt servanda.

Það er eitthvað sem þið ættuð að viðra almennt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2015 kl. 17:14

2 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Sama, gamla lumman. En hvað segirðu um þetta kjánalega dæmi sem ég rek í greininni? 

Óli Jón, 7.12.2015 kl. 17:42

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón

Þú skilur ekki að það skiptir ebgu máli hversu margir verða meðolimir þjóðkirkjunnar. Það eina sem gerist fækki þeim eða hverfa alveg þá spara ríkið kaupleigugreiðslurnar og það væri miður því þær eru afar lágar eins og búið er að vera frá upphafi miðað við hin miklu verðmæti sem ríkið fékk á móti.

SAMNINGA BER AÐ VIRÐA!

Finnst þér bjánalegt ef erfingar þínir krefjast efnda á kaupsamningi semþú gerir við ríkið um fasteignir þínar og fellur frá áður er búið er að fullgreiða eftir efni samningsins ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2015 kl. 18:10

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, ef ég og leigusalinn minn semja um að ég borgi 10% lægri leigu í þrjá mánuði, er ég þá að "stela" af honum? :l

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.12.2015 kl. 19:57

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Það var ekki samið - fflugfreyjan og jarðfræðineminn beittu aflsmunar og takmarkalausrar frekju og yfirgangs eins og þeim, sér í lagi flugfreyjunni, er lagið

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2015 kl. 21:18

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ
Allt annað er auðvitað setjist menn niður og semji um hlutina eins og siðaðra manna er háttur - en því var ekki að heilsa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.12.2015 kl. 21:19

7 identicon

Sæll Óli.

Var það fyrst núna sem kom í ljós
að fv. forsetaframbjóðandinn gæti lesið sér til gagns?!

Þetta er nú meiri tuggan og vitleysan!

Var eitthvað óeðlilegt við það að Þjóðkirkjan deildi
kjörum annarra á þessum árum, að hún deildi
kjörum með þeim 75% landsmanna sem fengu að kenna
á hruninu?

Húsari. 7.12.2015 kl. 22:51

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HÆusari

Voru laun þín skert um þetta með beinu valdboði ? Hvaða fáránlega rökleysa er í gangi hjá ykkur !

Sóknir þjóðkirkjunnar eyddi síðustu krónunni sinni alls staðar í að styðja við barnafjölskyldur á þeassum árum sem ekki áttu fyrir mat handa ungviðinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 00:06

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Húsari

Þannig að hefðir þú selt ríkinu fasteign þín fyrir hrun á kaupleigu, hefði þér þótt hæfilegt að með valdboði væri tekið af þer ríflegt hlutfall afborgana bara af því það var hrun ????

Reynið að hugsa skírt - hvað var í glainu þínu áðan eiginlega?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 00:08

10 identicon

Farðu nú að sinna jólabakstrinum
og hættu þessari vitleysu!

Horfðu á þættina Eldað með Ebbu!

Húsari. 8.12.2015 kl. 00:41

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Húsari

Segðu mér hvort þú hefðir sætt þig ið lægtri afborganir af eign þinni eins og ég spurði þig. Þú ert ómerkingur ella.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 00:43

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Predikarinn heldur því fram að greiðslur ríkisins séu "afar lágar eins og búið er að vera frá upphafi miðað við hin miklu verðmæti sem ríkið fékk á móti."

Hann hefur hins vegar ekki getað rökstutt hvaða miklu verðmæti þetta voru - frekar en nokkur annar kirkjuvarnamaður. Eitthvað var hann að tuldra um daginn um Garðabæ en þar eru 300 hektarar nýttir undir fasteignir. Annað land er verðlítið.

Afi minn átti um 5-6 hektara á Digraneshæðinni og seldi Kópavogi þá um 1965 fyrir tvær einbýlishúsalóðir og einhvern aur sem hann nýtti til að reisa einbýlishús (sem hann reyndar smíðaði sjálfur). Kannski 10 milljónir framreiknað til núvirðis? 

Af hverju ættu þessir 300 hektarar í Garðabæ að vera svona miklu dýrari 10 árum áður? Segjum 600 milljónir - sem er nú ekki mikið. Afgangurinn af jörðunum 700 nemur ekki yfir 20 milljörðum eins og ég og aðrir hafa reiknað út.

Þjóðkirkjan sjálf hefur reiknað verðmæti jarðanna út en vill ekki birta þær upplýsingar opinberlega jafnvel 20 árum síðar. Hvað eru menn að fela þar? Eða þykist Predikarinn hafa haldbærari upplýsingar?

Auðvitað er málið sára einfalt: 1907 stóðu jarðirnar ekki undir rekstri kirkjunnar - langt í frá. Af hverju ættu þær að gera það í dag?

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.12.2015 kl. 09:51

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Það var ekki samið - fflugfreyjan og jarðfræðineminn beittu aflsmunar og takmarkalausrar frekju og yfirgangs eins og þeim, sér í lagi flugfreyjunni, er lagið"

Allt annað er auðvitað setjist menn niður og semji um hlutina eins og siðaðra manna er háttur - en því var ekki að heilsa.

Þetta er kolrangt. Hérna er tildæmis samþykki Kirkjuþings við viðaukasamninginn frá 2009 (http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2009/25):

Viðaukasamningur um tímabundna breytingu á fjárframlögum frá ríkinu samkvæmt samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997, sbr. 60. gr. laga nr. 78/1997.

Þú vilt kannski meina að "viðaukasamningur" sé ekki samningur?

Hérna er svo samþykkið (og samningurinn) frá 2010 (http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2010/21):

Kirkjuþing samþykkir viðaukasamning frá 3. nóvember 2010 við Samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997.

Merkilegt að maður sem sér ósýnilega samninga (eins og meintan samning um sóknargjöld) skuli neita því að þeir séu til staðar þar sem textinn er öllum aðgengilegur á netinu. 

Ertu tilbúinn í að viðurkenna að þú hafir rangt fyrir þér hérna Predikari?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2015 kl. 13:11

14 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Gættu þín þegar þú lest innleggið hans Hjalta Rúnars. Í því vísar hann í gögn máli sínu til stuðnings, sem er eitthvað sem þú virðist hafa ímugust á. Þetta er auðvitað argasti dónaskapur enda dettur þú aldrei, kurteis maðurinn, í þennan fúla pytt. Þvert á móti lætur þú alltaf eins og þú sjáir þetta ekki, sem er vel, því þetta er bara ruddalegt.

Haltu því áfram þínu striki og vísaðu aldrei í haldbær gögn, það er einhvern veginn svo skondið.

Óli Jón, 8.12.2015 kl. 13:26

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Preddi ekki vaknaður?? Góðan daginn séra Pretzel! cool

Eru menn bara kjaftstopp? Eða þú ert kannski búinn að ákveða að hætta að berja hausnum við steininn og viðurkenna að þú ert búinn að bulla um þetta mál í mörg ár!

Skeggi Skaftason, 8.12.2015 kl. 13:43

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sennilega stafa augljós samskiptavandræði predikarans við lyklaboðið, í athugasemdum hans hér að ofan, af því að hann hafi verið fullur - af heilögum anda auðvitað! innocent

Hann þarf aðeins ná "andanum" aftur áður en hann svarar, anginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2015 kl. 16:12

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ og Óli J

Ég veit vel af þessu sem HRÓ vísar í, en þetta kom af gjörðum sem ég nefndi og þið vitnið réttilega í mig með.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 16:58

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú vissir sem sagt vel af því að Þjóðkirkjan og ríkið gerðu með sér samning um að lækka þessi framlög?

Samt sagðir þú að það hafi ekki verið samið og heldur því fram að Jóhanna og Steingrímur hafi "stolið" af ríkiskirkjunni. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2015 kl. 17:13

19 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Lestu nú það sem ég sagði um þetta, þetta var á þann veg sem ég sagði í upphafi og það kallast ekki að gera samning á milli jafningja - languyr vegur frá því - þetta endaði á þennan veg vegna þeirra óþokkahjúa sem ég nefndi og uppstillingar þeirra á málinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 17:26

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn. Einföld spurning: Samþykkti Þjóðkirkjan samninga um lækkun á kirkjujarðasamkomulaginu? 

Ef sú er raunin, hverju stálu þá Jóhanna og Steingrímur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2015 kl. 17:39

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Þú virðist ekki skilja íslensku þegar það hentar þér ekki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 17:42

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skilur einhver hérna Predikarann? :)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2015 kl. 18:36

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

í stuttu mmáli : ég stend við það sem ég skrifaði um freyjuna og jarðfræeðinemann - það er bottomline.  Ekkert flókið þó þú reynir að snúa út úr því.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 19:33

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjalti, það er ljóst að predikarinn skilur ekki sjálfur það sem hann tafsar, hvað þá aðrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.12.2015 kl. 20:38

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn stendur við það að það var ekki samið um skerðingu á kirkjujarðasamkomulaginu, þrátt fyrir að það liggi fyrir að ríki og kirkja sömdu um það. Eins og þú segir þá er þetta "ekkert flókið", kallast "afneitun" ;)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2015 kl. 21:03

26 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Það er þekkt að það sem ég er að segja er rétt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 23:03

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

"Það er þekkt að það sem ég er að segja er rétt." Alltaf gott að skella uppúr svona í morgunsárið. Gullkornin hrjóta af munni predikarans!

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2015 kl. 07:10

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Brynjólfur, þetta er brandari dagsins. Öfgar og órar predikarans minna óþyrmilega á JVJ, sem t.a.m. vitnar og vísar í eigin skrif máli sínu til sönnunar. (sami penni?)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2015 kl. 08:59

29 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Axel 

Þú ert jafn blindur á stíl og skrif eins og þú ert á sannleikann þegar þú ræðir málefni þjóðkirkju og kristni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 10:19

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

....og þú ætlar haltur að leiða blindan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2015 kl. 10:42

31 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axel

Ólíkt þér og þínum líkum þá notast ég við sannleikann í málefnum kristni og þjóðkirkju.

Það er langt seilst hjá þér að tala svona niður til Jóns Vals sem er þekktur af fræðilegri, sanngjarnri og heiðarlegri nálgun í skrifum sínum um kristni og kirkju.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 10:55

32 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðveldara mun það úlfaldanum að komast í gegnum nálaraugað en hrokahaug eins og þér inn í Himnaríki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2015 kl. 11:14

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Axedl

Ertu að snúa út úr ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 11:19

34 identicon

Hvet predíkarann til að halda áfram með sitt ruglumbull, hann nær örugglega að fæla slatta frá kristni, og það er vel.

DoctorE 9.12.2015 kl. 11:24

35 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Skemmtikraftur dagsins lætur gamminn geysa! 

"Það er langt seilst hjá þér að tala svona niður til Jóns Vals sem er þekktur af fræðilegri, sanngjarnri og heiðarlegri nálgun í skrifum sínum um kristni og kirkju."

Já kannski hjá sjálfum sér! En eitt má Jón Valur þó eiga, hann kann að stafsetja og hann hefur aldrei lagst jafn lágt í skætingi og Predikarinn.

Brynjólfur Þorvarðsson, 9.12.2015 kl. 15:54

36 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Brybjólfur

Stafsetning mín er jafnan til mikils sóma, en ég á það til að gera svokkallaðar flýtivillur þegar ég er að skrifa innlegg hérna, en jafnan er það augljóst að um innsláttar- eða flýtivillur er að ræða.

Það er þó skárra en þegar þið kristnihatararnir eruð með hálfsannleik eður lygi um málefni þjóðkirkjunnar eða kristni almennt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 16:00

37 identicon

Eru predíkarinn og JVJ ekki sami maður, stafsetningavillur eru partur af plottinu

DoctorE 9.12.2015 kl. 16:29

38 identicon

Jú, Jón Valur og Predikarinn eru einn og sami maðurinn.

DoctorD 9.12.2015 kl. 17:43

39 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ekki það að það skipti öllu máli, en bæði hef ég sem og Jón Valur heimilað stjórnendum bloggsins um að upplýsa um með já eða nei svari við spurningunni : Eru Jón Valur og predikarinn einn og sami maðurinn?

Þetta leyfi settum við báðir fram fryri margt löngu að gefnu tilefni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 18:09

40 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Predikarinn, ertu algerlega óviljugur í að útskýra hvernig það flokkast sem þjófnaður að semja um lægri greiðslur? :)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.12.2015 kl. 22:23

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HRÓ

Ertu að þykjast vera tregur ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.12.2015 kl. 22:49

42 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2015 kl. 00:59

43 identicon

Hjuytrpalpti! (afsakaðu lyklaborðið eitthvað að stríða mér)Byggðist þetta ekki á frillulífi og framhjátöku?
Hvort tveggja er dulítill þjófnaður og eftirgjöf.

Húsari. 10.12.2015 kl. 04:53

44 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Til hamingju, Predikari, þér fer fram í fingrasetningunni! En ég má til með að þakka þér fyrir allt pikkið, það er fátt málstaðnum betra en að þú tjáir þig sem mest.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2015 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband