Dropinn holar steininn

LífsspursmálÞað er ekki undarlegt að forstjórar Ríkiskirkjunnar séu áfjáðir í að komast í veiðilendurnar í leik- og grunnskólunum því þeir finna vel að nú fjarar hratt undan bákninu. Þrátt fyrir fádæma meðgjöf undanfarnar aldir, þá fækkar óðum í sauðahjörð Ríkiskirkjunnar, enda skynjar fólk að það er holur hljómur í boðskap hennar.

Íslensk þjóð þarf að standa í lappirnar og halda trú fyrir utan veggja skólanna enda á hún ekkert erindi þar. Trúuðum er auðvitað frjálst að innræta börnum sínum trú heima hjá sér, sá réttur hefur ekki verið tekinn af þeim, en vissulega ættu þeir að sleppa því og leyfa barninu að ráða sínum málum sjálfu þegar það hefur aldur til.

Dæmin sýna bara að trúaðir foreldrar nenna ekki að tala um trú við börn sín og því sækir Ríkiskirkjan sem áróður sinn í leik- og grunnskólana þar sem litlu börnin geta ekki greint á milli þeirra staðreynda sem þeim eru kynntar í almennu námsefni og hindurvitnanna og furðusagnanna sem prestarnar færa á borð. Þetta líkar Ríkiskirkjunni vel, enda eru litlu börnin auðveld bráð, og í þeim plantar hún ólánsfræinu sem spírar upp í að verða þessi svokallaða barnatrú sem svo margir eiga, en vita ekki hvers vegna, og ruglar bara marga í ríminu.

En fréttir dagsins eru góðar og fyrir það ber að þakka! Guði, jafnvel?


mbl.is Fækkar í þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er skráð í þjóðkirkjuna af gömlum vana og fjölskylduhefð.  Þeir sem trúa á karlinn í tunglinu eru ekki margir.

Njáll 12.4.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Óli Jón

Njáll: Líklega munar þó mest um að við fæðingu eru ungabörn skráð í trúfélag móður í boði ríkisins ... alveg eins og að Jesús vildi láta gera.

Óli Jón, 12.4.2011 kl. 13:04

3 identicon

Það er fyndið en jafnframt sorglegt að þið  þessir svokölluðu "trúleysingjar" komið vælandi í faðm kirkjunnar og heimtið þjónustu hennar um leið og eitthvað bjátar á.  Sú þjónusta er veitt umorðallaust því engin er spurður um kirkjuaðild.

Þór Hauksson 12.4.2011 kl. 14:10

4 Smámynd: Arnar

Og hvaða þjónusta er það Þór?

Arnar, 12.4.2011 kl. 14:11

5 Smámynd: Óli Jón

Þór: Hvaða þjónusta er það sem ég heimta?

Óli Jón, 12.4.2011 kl. 14:12

6 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þór er sennilega upptekinn við að þjónusta sjálfan sig.

Ragnar Einarsson, 12.4.2011 kl. 23:50

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta sami Þór og skrifar þessa grein?

Af bloggsíðunni að dæma, þá er skiljanlegt að hann gnísti tönnum yfir orðum þínum Óli. Hann lifir af mannaveiðum í sílatjörninni.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 06:16

8 identicon

Foreldri sem lætur barn sitt í hendur presta/trúboða, það foreldri ber enga virðingu fyrir barni sínu, ber enga virðingu fyrir sjálfu sér... eru eiginlega óhæfir sem foreldrar.

P.S. Vissuð þið að biblían mælir með að foreldrar leggist með börnum sínum, já og eigi börn með þeim... trúir mér ekki.. lestu það í biblíu, byrjar strax með Adam og Evu, þau lágu með sínum afkvæmum í blóðskammar svallpartíum

doctore 13.4.2011 kl. 12:56

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Óli Jón og takk fyrir þarft og gott innlegg í þessi mál.  Ég bloggaði um þetta út frá sóknargjaldamálinu í gær (hér á moggablogginu). 

Ég ber svipaða gremju og Þór í brjósti varðandi trúlaust fólk sem notar þjónustu kirkjunnar við athafnir, en út frá aðeins öðrum forsendum býst ég við.  Það er gremjulegt að með því styrkir þetta fólk kirkju hvers trú það trúir ekki á og tefur fyrir því að veraldlegir valkostir nái að blómstra.  Hins vegar þykist Þjóðkirkjan vera kirkja allra landsmanna og við borgum öll skatt til hennar þannig að hún er ekkert of góð til að þjónusta þá sem til hennar sækja óháð trú.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.4.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband